Leita í fréttum mbl.is

Uppþurrkun eiginfjár

Ég fékk póst áðan sem ég verð bara að birta.  (Ég vona að sendandanum sé sama.)  Pósturinn fjallar um erindi Vilhjálms Bjarnasonar sem hann hélt í gær hjá Oddfellow reglunni.

Vilhjálmur hafði samband við mig og sagði innihald póstsins ekki sannleikanum samkvæmt.  Hef ég því fjarlægt póstinn, en læt þráðinn halda sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt blogg hjá þér Marinó. Auðvitað er mjög nauðsynlegt að allir bloggarar landsins ( nema auðvitað fúlir og rotnir Sjálfstæðisflokksbloggarar ) taki svonalagað saman og bloggi um það fyrir kosningarnar. Að mínu mati á Sjálfstæðisflokkurinn helst heima á Sikiley eða í verstu ríkjum Suður-Ameríku.

Stefán (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:17

2 identicon

Það eru varla margir eftir sem trúa því að efnahagshrunið á Íslandi eigi sér löglegan aðdraganda. Það er orðið ljóst að auðmennirnir tæmdu ekki aðeins þau fyrirtæki sem þeir réðu yfir. Eigið fé heimilanna og atvinnulífsins var líka gert upptækt af sömu aðilum í aðgerðum sem feldu krónuna árið fyrir hrun.

Það er mjög sérstakt að fólk skuli reyna að standa í skilum með sín lán gagnvart þessum bönkum eftir framkomu þeirra, ekki myndu auðmennirnir gera það við sömu aðstæður. Þó nýju bankarnir hafi keypt innlent útlánasafn gömlu bankanna sé ég ekki að þeir komist undan ábyrgð.

Það hefur verið sagt að þegar útlánin voru færð yfir í nýju bankanna hafi verið gert ráð fyrir allt að 70% afskriftum á sumum lánaflokkum. Sennilega þarf að afskrifa mun meira og þá rúlla nýju bankanrnir á hausinn.

Lándrottnar um allan heim eru að afskrifa skuldir og fasteignalánasöfn gjaldþrota banka eru á markaði með allt að 80% afföllum. Það eru dæmi um þetta þegar Leehman féll í september. 

Þakka þér fyrir að halda úti þessu þarfa bloggi á þessum óvissu tímum.

Toni (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er ekki best að Vilhjálmur komi sjálfur fram og staðfesti þetta, því annars er þetta bara enn ein sögusögnin sem ekki fæst staðfest og flokkast því sem áróður. Þangað til verður þetta bara enn ein flugann sem sveimar um til angurs...

Haraldur Baldursson, 10.3.2009 kl. 11:36

4 identicon

Ef rétt er þá er Davíð Oddson mun barnalegri (naive)en ég hélt.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:30

5 identicon

Vonandi erum við búin að finna Alli Baba sem kom upp um þjófana 40 í sögunni góðu. Það er verst hvað stjórnsýslan og hagsmunaaðilar eins og lífeyrissjóðirnir, bankarnir og lánastofnanir er stjórnað af óheiðalegu fólki. Er það sanngjarnt að gengismunur og verðtrygging sé notuð til að færa eignir fólks sem bundin er í íbúðarhúsnæði eða atvinnurekstri til þessara aðila á þennan hátt. Nei það á að færa gengi og vísitölu til 1 jan 2008. Það á að vera leiðréttingadagur og þessir aðilar sem eru nú búnir að eigna sér þessa vitleysu sem átt hefur sér stað með gengis- og vísitöluhækkunum eiga að skila þessu til baka. Í því felst réttlæti. Að leiðrétta þetta ekki er þjófnaður og óheiðlegt athæfi þessara aðila og er engu betra en ræningjarnir  sem stjórnuðu bönkunum gerðu.

Hreggviður (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:36

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vilhjálmur hafði samband við mig og bað mig um að taka þetta út, sem ég gerði.  Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að eigið fé fjölmargra fyrirtækja var þurrkað upp með freklegum hætti.  Þetta er þekkt aðferð yfirtökuaðila.  Menn kaupa fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall, skuldsetja fyrirtækið og greiða sér út arð.  Dæmi um þetta er Byr, Kögun, Eimskip, Flugleiðir (síðar Icelandair), að ógleymdum öllum bönkunum.

Marinó G. Njálsson, 11.3.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband