Leita í fréttum mbl.is

Er nýr banki að koma?

Ég get ekki annað en velt því fyrir mér, þegar ég sé ítrekað fréttir um brotthvarf lykilstjórnenda frá Kaupþingi, hvort nýr banki sé í burðarliðunum.  Það er ekki eins og menn í þessum stöðum vaði í atvinnutækifærum hér á landi og varla er orðspor Kaupþings það gott erlendis, að hausaveiðarar renni grimmt á starfsmenn bankans.  En þetta síðasta gæti verið misskilningur.

Það hefur svo sem verið skrafað um það, að undirbúningsvinna sé í gangi um stofnun nýs banka.  Kannski er sú vinna komin það langt, að menn eru byrjaðir að ráða lykilstarfsmenn og þá er gott að hafa menn með reynslu.  Núna væri líka góður tími fyrir erlendan banka að koma hér inn.

Þetta eru náttúrulega bara vangaveltur, en fróðlegt væri að vita hvort stærri fótur en flugufótur sé fyrir þessu.  Ég veit það bara, að fyrstu menn sem ég myndi tryggja mér væru yfirmenn áhættustýringar, þar sem ég er handviss um að áhættustýring verður algjört lykilsvið í fjármálageiranum um ókomna framtíð. Þar munu völdin liggja og hér eftir mun allar nýjungar, já allar, þurfa að fara í gegnum ítarlega áhættugreiningu áður en menn fá grænt ljós til markaðsetningar eða framkvæmda.


mbl.is Kaupþingsmenn flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Þetta er skemmtileg kenning hjá þér Marínó, en ég myndi þó samt setja spurningamerki við að ráða fyrrum starfsmenn íslensku bankanna í áhættustýringu - að minnsta kosti ef ég væri að koma á fót banka. Síðan er spurning hvort einhver innlendur aðili ráði yfir því fjármagni sem þarf til þess að koma á fót banka.

Guðmundur Sverrir Þór, 5.3.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur Sverrir, ég er ekki viss um að þessi tveir, sem þarna voru að hætta, hafi stýrt þessum málum hjá Kaupþingi áður.  Mig minnir að það hafi verið annað hvort Steingrímur Kárason eða Ásgrímur Skarphéðinsson.  Líklega Steingrímur.

Marinó G. Njálsson, 5.3.2009 kl. 10:10

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Vissulega var Steingrímur sá sem bar aðalábyrgðina en eftir stendur að áhættustýringin var það sem brást hvað mest í rekstri bankanna allra. Þeir reiddu sig á mjög flókin og avanseruð reiknilíkön en gleymdu að taka tillit til utanaðkomandi þátta.

Þetta er nákvæmlega það sama og það sem að mínu mati er stærsta vandamál hagfræðinnar í dag, ég rek mig á það á hverjum degi í náminu hérna úti.

Guðmundur Sverrir Þór, 5.3.2009 kl. 10:16

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur Sverrir, ég er alveg sammála þér í því að betur hefði mátt standa að áhættustýringu, en ég held að það séu ekki vinnubrögð áhættustýringarinnar (þ.e. deildarinnar) sem hafi verið ámælisverð, heldur ákvarðanir yfirmanna sem tóku meiri áhættu en bankinn ráð við, hunsuðu góða stjórnunarhætti um áhættustýringu eða hreinlega ákváðu að taka áhættuna í trausti þess að ekkert færi úrskeiðis.

Annars langar mig að vekja athygli á því, að í dag kl. 17.00 mun öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísis halda fund um stjórnun rekstrarsamfellu.  Þar verða líklegast fjórir frummælendur (þar á meðal ég) og síðan boðið upp á umræður á eftir.  Hægt er að skrá sig hér.  Ég held að mjög margir gætu haft gagn af þessum fundi, en ég reikna með að allir séu velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Marinó G. Njálsson, 5.3.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur Sverrir, varðandi reiknilíkönin, þá held ég að menn hafi gleymt að spyrja sig einföldu spurninganna.  Þá ég við:  Hvað er það versta sem gæti gerst?  Hvernig getum við dregið úr líkum á því að hið versta gerist?  Hvernig getum við búið okkur undir að hið versta gerist?  Þetta eru þær spurningar sem ég reyni eftir fremsta megni að kljást við í minni áhættu- og öryggisstjórnunarráðgjöf.

Marinó G. Njálsson, 5.3.2009 kl. 10:27

6 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Það má meira en vel vera að yfirmenn hafi hunsað ráðleggingar áhættustýringar en mér segir þó svo hugur að áhættustýringin hafi engu að síður vanmetið áhættuna. Það sem upp úr stendur úr bankahruninu er að íslenskir bankamenn höfðu einfaldlega ekki þá reynslu sem nauðsynleg er til þess að standa í því brölti sem alþjóðleg bankastarfsemi og samkeppni er. Hið sama gildir í þessu og svo mörgu öðru, það eru allir snillingar þegar vel árar en reynslan er öllu öðru dýrmætara þegar hann hvessir. Þetta hrun á eftir að reynast mönnum dýrmætt veganesti í næstu útrás því ég tel útilokað annað en að menn muni reyna aftur, það er einfaldlega eðli Íslendinga.

Hvað varðar reiknilíkön bankamannana þá þekki ég þau ekki ítarlega, veit að þau voru mjög flókin. En almennt get ég sagt um líkön hagfræðinga að þau eru oft mjög barnaleg, t.d. er það alsiða að taka burtu breytur sem ekki haga sér eftir fyrirfram ákveðinni skoðun hagfræðingsins. Sömuleiðis taka menn burt breytur sem sýna innbyrðis fylgni sem mér þykir í besta falli frekar kjánalegt.

Guðmundur Sverrir Þór, 5.3.2009 kl. 13:37

7 identicon

Það er ljóst að okkur Íslendingum er ætlað að fjármagna sjálfir og byggja upp fjármálakerfi landsins.  Það er ljóst að það verða gríðarlegar uppsagnir í þessum gjaldþrota fjármálastofnunum.  Við sitjum með "overhead" af 3 gríðarlegum bönkum sem eru hrundir og gjalþrota.  Væntanlega gera þessir menn sér grein fyrir því að framtíðarhorfurnar eru skelfilegar. Kemur betur upp á CVinu að hætta sjálfir en að sitja eftir sem hundar á roði og verið reknir. Væntanlega hefur þetta fólk gert sér grein fyrir því.

Það eru gríðarlegar uppsagnir í fjármálastofnunum heimsins og lágmarkseftirspurn eftir fólki í þeim geira. Það verður gríðarlega erfiður róður að vera tengdur íslenskum bönkum eða fjármálalífi enda höfum við álíka mikinn trúverðugleika og Nígería og næstum Zimbabwe. Sjá grein í hinu virta tímariti Vanity Fair sem gefið er út í 1,2 miljón eintaka. http://www.vanityfair.com/politics/features/2009/04/iceland200904 

Væntanlega verður annar bankinn lagður niður spái því að Kaupþing verði lagður inn í Glitni-Íslandsbanka.   Þetta verða í raun sparisjóðir.  Hugsanlega munu kröfuhafar erlendis yfirtaka annan bankan en þessir bankar eru einskis virði.

Það eru mörg gangandi lík, zomboies í íslensku viðskiptalífi. Exista, Baugur, Eimskip, Glitnir-Íslandsbanki, Landsbankinn, Kaupþing ofl. greinast eins og tré í gegnum íslenskt viðskiptalíf og við gjalþrotaskipti eru viðskipti síðustu 2 ára endurskoðanleg. Öll þessi tré munu falla á einn eða annan hátt en það þarf að verða skipulegt fall. 

Heimilin eru ennþá ekki komin í gjaldþrot í stórum stíl.  Það verður núna hrun í húsnæðisverði 50-75% sem verður skelfilegt fyrir þá sem þurfa að selja.  Mikilvægast að reyna að hindra að fólk missi vinnuna og ábyrg efnahagsstjórn byggist á því að sýna gríðarlegt aðhald og ná að skera ríkið niður um 1/3 þeas og hallalausan ríkisstjóð.   

3 bylgjan er náttúrulega gjaldþrot heimila og gríðarleg brunaútsala á heimilum landsmanna.  Í raun er erfitt að hindra það.  Einstaklingar hafa safnað alveg hreint gríðarlegum skuldum síðustu árin og þetta liggur eins og djúpsprengja og þessi sunami bylgja mun skolast yfir endurfjármagnaða banka og geta sökt þeim aftur.  Já við lifum á efnahagslegu jarðsprengjusvæði. 

Gunnr (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:12

8 identicon

Ég spái því að dagurinn í dag föstudagurinn 6. mars verði afdrifaríkur fyrir fjármálalíf heimsis.  Á mánudaginn fór Dow Jones vísitalan niður fyrir 7000 stiga múrinn.  Það varðgríðarlegt fall var í gær.  Vísitalan gæti farið niður fyrir 6000 stigin í dag.  Það ríkir algjör örvænting í fjármálalífi heimsins.  Í dag verða tölur um atvinnuleysi í USA gerðar opinberar og þær verða háaar.  Það er ljóst að þessar aðgerðir sem gerðar hafa verið af Bandaríkjastórn og annara duga ekki til.  Efnahagstölur frá Kína eru ekki uppbyggjandi enda hafa menn reitt sig á að Kína gæti dregið efnahagslíf heimsins upp úr þessu.

Seðlabankar eru í örvæntingu að lækka stýrivexti og prentvélarnar ganga á fullu að prenta dollara og evrur og aðra gjaldmiðla.

Það virðist sem efnaghagskerfi heimsins er að óumflýjanlegt hrun.

Gunnr (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1681229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband