20.2.2009 | 08:25
Mikil verðmæti í Nýja Kaupþingi
Ég hef kynnt mér gögn sem birt hafa verið um líklegan stofnaefnahagsreikning Nýja Kaupþings og verð að segja, að í bankanum liggja mörg tækifæri. Sérstaklega hlýtur að vekja athygli hin gríðarlega háa upphæð, sem felst í niðurfærslu útlána bankans til innlendra viðskiptavina. Sú upphæð nemur 935 milljörðum til viðbótar við þá 19 milljarða sem áður höfðu verið lagðir til hliðar. Alls nemur þetta 67% af heildarútlánum innanlands.
Það þarf ekki harða innheimtu til að búa til mikinn hagnað út úr þessari upphæð. Á móti kemur, að fari þessi upphæð ekki í afskriftir og niðurfærslur, þá nýtist það ekki til endurreisnar fyrirtækja og heimila sem voru/eru í viðskiptum við Kaupþingin tvö.
Tvennt sem ég velti fyrir mér í þessu: Mun sala á Nýja Kaupþingi til kröfuhafa þýða að ríkissjóður mun ekki þurfa að leggja bankanum til nýtt eigið fé? Og hitt: Hafa kröfuhafar áhuga á því að reka banka á Íslandi?
Komi erlendur eigandi að bankanum, þá gæti það opnað fyrir gjörbreytingu á viðskiptabankastarfsemi hér á landi. Lánalíkön, vextir, áhættustýring og þjónustulínur gætu tekið miklum breytingum. Hvort það yrði innlendum viðskiptavinum til góða er vandi um að spá.
Áforma að selja körfuhöfum Nýja Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 31
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 1679923
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 205
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
"Hafa kröfuhafar áhuga á því að reka banka á Íslandi?"
Það getur varla verið, nema stefnan sé sett strax á esb og evru.
Guðmundur Karlsson, 20.2.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.