Leita í fréttum mbl.is

Mikil verðmæti í Nýja Kaupþingi

Ég hef kynnt mér gögn sem birt hafa verið um líklegan stofnaefnahagsreikning Nýja Kaupþings og verð að segja, að í bankanum liggja mörg tækifæri.  Sérstaklega hlýtur að vekja athygli hin gríðarlega háa upphæð, sem felst í niðurfærslu útlána bankans til innlendra viðskiptavina.  Sú upphæð nemur 935 milljörðum til viðbótar við þá 19 milljarða sem áður höfðu verið lagðir til hliðar.  Alls nemur þetta 67% af heildarútlánum innanlands.

Það þarf ekki harða innheimtu til að búa til mikinn hagnað út úr þessari upphæð.  Á móti kemur, að fari þessi upphæð ekki í afskriftir og niðurfærslur, þá nýtist það ekki til endurreisnar fyrirtækja og heimila sem voru/eru í viðskiptum við Kaupþingin tvö.

Tvennt sem ég velti fyrir mér í þessu:  Mun sala á Nýja Kaupþingi til kröfuhafa þýða að ríkissjóður mun ekki þurfa að leggja bankanum til nýtt eigið fé?  Og hitt:  Hafa kröfuhafar áhuga á því að reka banka á Íslandi?

Komi erlendur eigandi að bankanum, þá gæti það opnað fyrir gjörbreytingu á viðskiptabankastarfsemi hér á landi.  Lánalíkön, vextir, áhættustýring og þjónustulínur gætu tekið miklum breytingum. Hvort það yrði innlendum viðskiptavinum til góða er vandi um að spá.


mbl.is Áforma að selja körfuhöfum Nýja Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karlsson

"Hafa kröfuhafar áhuga á því að reka banka á Íslandi?"

 Það getur varla verið, nema stefnan sé sett strax á esb og evru.

Guðmundur Karlsson, 20.2.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 1679923

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband