19.2.2009 | 11:30
Hagsmunir heimilanna eru hagsmunir þjóðarinnar
Hagsmunasamtök heimilanna hafa sannað tilverurétt sinn. Á þeim stutta tíma frá því að samtökin voru stofnuð hafa þau náð augum og eyrum ráðamanna, fjölmiðla og almennings. Tillögur samtakanna hafa vakið athygli og fengið hljómgrunn vegna þess að þar eru lagðar fram almennar og nauðsynlegar aðgerðir til endurreisnar heimilum landsins.
Stefnumálin:
- Almennar leiðréttingar á gengis- og verðtryggðum lánum heimilanna.
- Afnám verðtryggingar.
- Jöfnun á áhættu milli lánveitenda og lántakenda.
- Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði.
- Samfélagslega ábyrgð lánveitenda.
eru sjálfsagðar kröfur um jafnrétti. Þessar kröfur útiloka ekki aðrar kröfur eða ganga á rétt annarra. Það er bara verið að fara fram á að heimilin séu varin.
Við, hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gerum okkur grein fyrir að kröfur okkar kosta sitt. En hver er hin hliðin? Mig langar raunar ekkert að tala um hina hliðina nema óbeint. Ég vil einblína á ávinninginn af því að þessum kröfum verði mætt. Ávinningurinn er að mínum mati að lágmarki eftirfarandi:
- Skuldir heimilanna lækka og greiðslubyrði lána minnkar
- Fleiri eiga kost á því að halda heimilum sínum
- Heimilin hafa meiri pening til að standa í skilum með aðrar skuldbindingar sínar
- Meiri peningur fer í neyslu sem fer þá inn í hagkerfið
- Veltuskattar til ríkisins dragast ekki eins mikið saman og annars hefði orðið.
- Meiri tekjur ríkisins þýðir að ríkissjóður þarf að skera minna niður, en annars, eða á meiri möguleika á að standa undir vaxtagjöldum
- Fyrirtækin fá meiri veltu, sem eykur líkur á því að þau lifi af.
- Fyrirtækin hafa meiri pening til að greiða laun og önnur útgjöld með tilheyrandi ruðningsáhrifum. M.a. munu þau eiga auðveldara með að greiða skatta til ríkisins og mótframlag launagreiðanda til lífeyrissjóðanna.
- Færri þurfa að fara á atvinnuleysisbætur
Mér finnst þetta vera alveg nóg til þess að menn íhugi þessa leið af fullri alvöru.
Ég vil hvetja alla, sem áhuga hafa og ekki eru félagar í samtökunum, að skrá sig í þau á www.heimilin.is (hægt er að fara beint í skráningu hér). Þá vil ég vekja athygli á því að ég verð ræðumaður á opnum fundi Radda fólksins á Austurvelli næst komandi laugardag. Umfjöllunarefni mitt verður hagmunir heimilanna og fleira því tengt.
Loks auglýsi ég eftir stefnumótun og aðgerðum frá stjórnvöldum, sem byggja á tillögum frá hagsmunaaðilum á vinnumarkaði, fjármálafyrirtækjum, framleiðslufyrirtækjum, hagsmunahópum og almenningi, þar sem sett er fram framtíðarsýn um uppbyggingu landsins. Ég hef ítrekað stungið upp á að settir verði á fót aðgerðahópa á vegum stjórnvalda um eftirfarandi málefni:
- Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
- Bankahrunið og afleiðingar þess: Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
- Atvinnumál: Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
- Húsnæðismál: Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
- Skuldir heimilanna: Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
- Ímynd Íslands: Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
- Félagslegir þættir: Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
- Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
- Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
- Gengismál: Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
- Verðbólga og verðbætur: Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
- Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
- Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.
(Þessi listi var fyrst birtur 6. nóvember 2008.)
Vissulega hefur eitthvað verið gert, en betur má ef duga skal. Annars förum við leið fjárhagslegs og andlegs gjaldþrots.
Vilja meira jafnræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Auðvitað er margt til í öllu þessu, en þessi 9 atriði eru líka rök fyrir að ríkið borgi bara allt fyrir mann, því meira sem það borgi, því meira eigi heimilin og eyði í neyslu.... en trúlega þyrfti þá að taka upp hátt í 100% tekjuskatt og spurning hvort einhver myndi þá nenna að vinna.
Gústaf (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:15
Frábært að lesa bloggið þitt. eins og talað úr mínu hjarta. Hlakka mikið til að hlusta á þig á Austurvelli.
Sigurlaug Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:35
Ég átti mig ekki, Gústaf, hvernig þú sérð fyrir þér að ríkið borgi. Mér vitanlega hefur ríkið ekki lagt neina peninga í húsnæðislánakerfið. Bankar og sparisjóðir hafa fjármagnað sig með innlánum og beinum lántökum, Íbúðalánasjóður fjármagnar sig með lántökum og lífeyrissjóðirnir fjármagna sig með iðgjöldum. Ríkið kemur hvergi að þessu. Þessir aðilar hafa margar leiðir til að fjármagna niðurfærsluna:
1. Nýju bankarnir eru að fá ríkulega niðurfærslu skulda í heimanmund frá gömlu bönkunum á kostnað kröfuhafa gömlu bankanna. Hjá Kaupþingi er þessi upphæð 954 milljarðar. Hana getur bankinn notað á þrjá vegu. Hann getur afskrifað hluta af skuldum fyrirtækja, hann getur afskrifað hluta af skuldum heimilanna og hann getur afskrifað skuldir annarra fjármálafyrirtækja.
2. Lífeyrissjóðirnir eiga eignir í útlöndum. Þeir geta farið í skiptasamninga við erlenda eigendur jöklabréfa, annarra innlendra skuldabréf eða þá sem eiga innistæður í innlendum bönkum og vilja burt. Þeir gætu með því hugsanlega fengið góðan díl og notað hagnaðinn til að afskrifa hluta af skuldum sjóðfélaga.
3. Íbúðalánasjóður þarf að fara í samninga við þá sem keypt hafa húsnæðisbréf af sjóðnum að þeir aðilar gefi eftir verðbótaþátt sinna bréf, þannig að ÍLS geti gefið eftir verðbótaþátt sinna lána.
Ég sé ríkið hvergi koma að þessu. Nú liðir 2 - 9 eru allt afleiðing eða afrakstur af lið 1. Þannig að verði ekki af lið 1, þá verður keðjuverkun sem endar með ósköpum.
Marinó G. Njálsson, 19.2.2009 kl. 14:48
Sæll
Mér brá dálítð þegar að ég heyrði að Steingrímur hefði sagt á borgarafundinum á mánudaginn að stefna skildi að því að leggja verðtrygginguna niður eftir að verðbólgunni hefði verið náð niður. Það er að segja að á þeim tímapunkti þegar kæmi að því að lánin kæmu tilbaka með verðhjöðnun þá væri rétti tíminn til að aftengja! og tryggja þar með endanlegt tap lántakenda. Það er svakalegt að hugsa þetta á þennan hátt. Ekki nóg með að það eigi ekki að gera neitt heldur tryggja tap heimilana. Það er ekki laust við að manni sé farið að skiljast að það eigi að standa vörð um hag heimilina.. alla leið niður á knéin.
Viðar Jensson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:42
Vona að það fari ekki þannig ð verðtrygging verð tekin af þegar verðhjóðnunin byrjar! Eðlilegast er að taka hana af við 2-2,5% verðbólgu og gefa út ný lán t.d. með 7-12% vöxtum háð verðbólgustigi (gólf og þak á vöxtunum). Áttum okkur á því að afnám verðtryggingar kallar á nýtt fyrirkomulag lána og vaxta.
Ég er mjög hlynntur því að það verði gert en við þurfum að vita hvað kemur í staðin.
kv Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 19.2.2009 kl. 17:30
Ég er á þeirri skoðun að of hátt fasteignaverð sé stærsti orsakavaldur kreppunar. Þegar ég flutti á austurland árið 2003 keypti ég mér íbúð á 800 þúsund. Ég átti þá hús fyrir norðan í litlu þorpi sem mist hafði kvótann.
Erfiðlega gekk að selja það hú en um mitt ár 2006 gat ég selt það á 4 miljónir. Þá seldi ég líka íbúðina sem ég hafði keypt árið 2003 á 5 miljónir. Og keypti mér stærra hús.
Áramótinn 2007 og 2008. Var svo sú íbúð seld á 12 miljónir. Ég taldi ekkert óeðlilegt við það að íbúðin hækkaði úr 800þ í 5 miljónir því ég keypti íbúðina af lífeyrissjóð sem tekið hafði íbúðina á uppboði.
Ég fékk því þá íbúð á undirverði og lagaði hana til þótt kostnaður hafi verið undir 2 miljónum. En hækkunin úr 5 miljónum upp í 12 miljónir á einu og hálfu ári fannst mér óeðlileg.
Þetta var 80 fermetra íbúð á besta stað en 50 ára gömul og því ljóst að ekki var um neina nútímabyggingu að ræða. Gamlar fasteignir eiga að vera ódýrari en nýjar.
Verðmunur á nýjum og gömlum íbúðum var of lítill. Hér á stóriðjusvæðinu í upphafi árs 2008 kostuð ný einbýlishús 30 miljónir á meðan 20-40 ára hús að svipaðri stærð kostuðuum 25 miljónir.
Staðreyndin er að í dag getur enginn keypt á þessum verðum. Og þeir sem keyptu á þessum verðum hafa ekki efni á neinu öðru en afborgunum og hafragrjónum. Þetta einfaldlega stöðvar allt hagkerfið.
Ég veit vel að tölurnar eru miklu hærri á höfuðborgarsvæðinu enda hef ég aldrei skilið hvernig hægt hefur verið að kaupa á þeim verðum sem þar eru í gangi.
Það kostar jafn mikið að byggja í Reykjavík og á Reyðarfirði. Lóðarverð er að vísu klikkun í borgini þar tel ég að ekkert annað en græðgi höfuðborgrarsveitafélagana ráð lóðaraverðinu.
Ég var að spá í að byggja fyrir ári síðan. Þá var efniskostnaður við 130 fermetra hús 10 millur og vinnan 10 millur. Mér vantaði 5 mijónir til að geta klárað dæmið en þótt ég sé í fullri vinnu þá sögðu bankar og íbúðalánasjóður mér að launin mín nægðu mér ekki til framfærslu. (ég hefði kannski frekar átt að sækja um lán til hlutabréfakaupa)
Árslaun mín eru rúmar 4 millur. En hvað þurfa menn að hafa í laun til að taka 20 millur að láni? Í dag er ég reyndar feginn að hafa ekki fengið lán en staðreyndin er sú að þegar meðaltekjumenn geta ekki keypt sér húsnæði eru fasteignir einfaldlega orðnar of dýrar.
Fari mestur hluti teknana í fasteignakaup er lítið afgangs fyrir aðrar nauðsynjavörur og hvað þá óþarfa lúxus eins og bíla sjónvörp húsgögn og svoleiðisdót. Of hátt fasteignaverð hefur stöðvað allan annan markað.
Eina leiðin til að lækka fasteignaverð er að afskrifa fasteignaskuldir. Það eru skelfileg mistök að reyna að halda verðinu uppi. Það gerir bara fallið stærra þegar það fellur. Kreppan mun ekki hætta fyrr en fasteignaverðið hefur lækkað.
Offari, 19.2.2009 kl. 22:40
Starri, þetta er náttúrulega spurningin hvort kemur á undan eggið eða hænan. Fasteignaverð hækkaði mjög mikið vegna þess að lán flæddu inn á markað. Áður en það gerðist, þá var hækkun vísitölu með og án húsnæðis í nokkru jafnvægi. Þ.e. ef ég tek tímann frá apríl 2001, sem er fyrsta mæling eftir að krónan var sett á flot, til ágúst 2004, sem er síðasti mánuðurinn áður en bankarnir bjóða húsnæðislánin á samkeppniskjörum. Á þessum tíma er verðbólga með húsnæðislið alls 13,6%, en án húsnæðisliðar er hún 10,9%. Munurinn er sáralítill. Ef við tökum síðan jafn marga mánuði eftir innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn, þ.e. frá september 2004 til janúar 2008, þá er verðbólgan með húsnæðisliðnu 19,8%, en án hans er hún 10,0%. Það fer ekkert á milli mála, að lánin eru að valda verðbólgunni. Áhrifin frá Kárahnjúkum eru t.d. hverfandi, að því virðist, líklegast vegna þess að stórhluti af launatekjum frá Kárahnjúkum fór úr landi.
Fasteignaverðbólgan er ekki einskorðuð við Ísland á þessu tímabili. Hún var greinileg um allan heim. Í Englandi skoðuðu menn ástæðuna og töldu hana vera tvíþætta (ég bloggaði um þetta einhvern tímann). Önnur ástæðan var aukinn kaupmáttur og hin auðveldari aðgangur að lánsfé. Munurinn á Íslandi og Englandi er að hér er húsnæðisliðurinn inni í verðbólgumælingum, en ekki í Englandi.
Að mörgu leiti er höfuðborgarsvæðið að fara núna í gegnum ástand sem hefur verið viðvarandi víða úti á landi um áratugaskeið. Vinnan er horfinn, eignir lækka í verði og fólk hefur hvorki getu til að greiða af lánum né möguleika á að selja. Það er bundið átthagafjötrum. Munurinn er stigmunur ekki eðlismunur. Kannski eigum við eftir að sjá góðar íbúðir fara á 800 þúsund á Reykjavíkursvæðinu, þó mér finnist það ólíklegt. En lækkunin á eftir að verða mikil. Ein leið út úr þessu er líklegast sú sama og landbyggðin stóð frammi fyrir, þ.e. flytja á atvinnusvæði sem gefur betri tekjur og fleiri atvinnutækifæri í von um að fá nægar tekjur til að standa undir húsnæðinu í heimabyggð og hafa það af á nýjum stað. Margir staðir á landsbyggðinni eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir voru fyrir 20 árum og það hefur breytt lífsskilyrðum fólks þar. Þjónustustiginu hrakaði, en fólk fann lausnir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Nú eru smáfyrirtæki út um allt, sem eru að gera það gott. Vissulega fækkaði í plássunum, en þeir sem þraukuðu fundu lausn fyrir sig. Við hérna á SV-horninu munum líka vinna okkur út úr þessu. Spurningin er hvort þjóðfélagið hafi efni á því að taka þennan slag. Hafi efni á því að missa blómann af þjóðinni "suður", nema þetta "suður" er til útlanda. Ætli Bubbi syngi þá "Aldrei fór ég til Svíþjóðar"?
Til að koma í veg fyrir þetta verður að gera eins og þú nefnir, þ.e. færa höfuðstól lánanna niður, þannig að fasteignin (og tekjurnar) standi undir lánunum. Það er ekkert vit í að hafa 30 milljón króna lán hvílandi á íbúð sem er 18 milljón króna virði. Hún ber bara 11-12,5 milljónir. Hitt er tapað.
Marinó G. Njálsson, 19.2.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.