Leita í fréttum mbl.is

USD 700 milljarða tap hjá vogunarsjóðum

Samkvæmt lítilli frétt sem ég rakst á, þá kemur fram að vogunarsjóðir hafi tapað um USD 700 milljörðum á síðasta ári, sem er nálægt þriðjungi eigna þeirra.  Þar af mælist tap þeirra á nýmörkuðum (sem Ísland telst til) vera yfir 50%.  Þetta eru háar tölur, en þessu til viðbótar er mikill flótti fjármagns frá vogunarsjóðunum.  Tölurnar ná til um 9.700 sjóða, sem voru starfandi við árslok 2007, en þeim hafði fækkað niður í 8.900 í árslok 2008.

Þetta er þróun sem menn voru búnir að spá fyrir í kjölfar falls Lehman Brothers.  USD 700 milljarðar eru gríðarlega há tala, en er dropi í hafi þegar horft er til þeirra upphæða sem eru undir í afleiðuviðskiptum og skuldatryggingaviðskiptum.  Þar er talað um að USD 512.000 milljarðar séu á sveimi í fjármálakerfi heimsins í slíkum pappírum.  Þar er að vísu mikið um endurhverf viðskipti og stöðutökur með og á móti, þannig að tap á einum stað er oftast unnið upp með hagnaði annars staðar. Menn óttast að ekki þurfi mikið út af að bera til spilaborgin falli sérstaklega í kjölfar ársuppgjöra fjármálafyrirtækja og stórra alþjóðlegra fyrirtækja.  Talið er að þau geti komið af stað keðjuverkun með ógnvænlegum afleiðingum.  USD 512.000 milljarðar er há tala og 10% tap af þeirri upphæð (sem ekki er talin ólíkleg niðurstaða) væri meira en efnahagur heimsins gæti þolað, ef það lenti á grunnstarfseminni, þ.e. viðskiptabönkum og framleiðslufyrirtækjum.  Búist er við fjöldagjaldþrotum fjárfestingasjóða og fagfjárfesta og sérstaklega eigi eftir að hrikta í fjármálakerfi Bandaríkjanna.  Nú er bara að bíða niðurstöðunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband