18.2.2009 | 09:40
USD 700 milljarða tap hjá vogunarsjóðum
Samkvæmt lítilli frétt sem ég rakst á, þá kemur fram að vogunarsjóðir hafi tapað um USD 700 milljörðum á síðasta ári, sem er nálægt þriðjungi eigna þeirra. Þar af mælist tap þeirra á nýmörkuðum (sem Ísland telst til) vera yfir 50%. Þetta eru háar tölur, en þessu til viðbótar er mikill flótti fjármagns frá vogunarsjóðunum. Tölurnar ná til um 9.700 sjóða, sem voru starfandi við árslok 2007, en þeim hafði fækkað niður í 8.900 í árslok 2008.
Þetta er þróun sem menn voru búnir að spá fyrir í kjölfar falls Lehman Brothers. USD 700 milljarðar eru gríðarlega há tala, en er dropi í hafi þegar horft er til þeirra upphæða sem eru undir í afleiðuviðskiptum og skuldatryggingaviðskiptum. Þar er talað um að USD 512.000 milljarðar séu á sveimi í fjármálakerfi heimsins í slíkum pappírum. Þar er að vísu mikið um endurhverf viðskipti og stöðutökur með og á móti, þannig að tap á einum stað er oftast unnið upp með hagnaði annars staðar. Menn óttast að ekki þurfi mikið út af að bera til spilaborgin falli sérstaklega í kjölfar ársuppgjöra fjármálafyrirtækja og stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Talið er að þau geti komið af stað keðjuverkun með ógnvænlegum afleiðingum. USD 512.000 milljarðar er há tala og 10% tap af þeirri upphæð (sem ekki er talin ólíkleg niðurstaða) væri meira en efnahagur heimsins gæti þolað, ef það lenti á grunnstarfseminni, þ.e. viðskiptabönkum og framleiðslufyrirtækjum. Búist er við fjöldagjaldþrotum fjárfestingasjóða og fagfjárfesta og sérstaklega eigi eftir að hrikta í fjármálakerfi Bandaríkjanna. Nú er bara að bíða niðurstöðunnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 95
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 370
- Frá upphafi: 1680658
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.