9.2.2009 | 11:18
Stórgóð hugmynd að fá lífeyrissjóðina til að kaupa jöklabréfin
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu eru í gangi þreifingar um það hvernig hægt er að hleypa erlendum fjárfestum með fé sitt úr landi án þess að það hafi of mikil áhrif á gengi krónunnar. Ein hugmynd er að skipta þessum peningum yfir í ríkisskuldabréf, önnur að hleypa þeim út með afföllum og sú þriðja að láta lífeyrissjóðina kaupa pakkann.
Mín skoðun er að best væri ef lífeyrissjóðirnir myndu vilja skipta á erlendum eignum sínum og eignum erlendra aðila á Íslandi. Ég er viss um að lífeyrissjóðirnir gætu fengið mjög gott gengi í þeim viðskiptum. Samkvæmt upplýsingum á vef Landsamtaka lífeyrissjóða var erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna í lok nóvember 537 milljarðar króna. Óljóst er hvaða viðmiðunargengi er notað við þessa út reikninga, en ef notuð er gengisvísitalan 30. nóvember, þá hefur þessi tala lækkað um 100 milljarða borið saman við gengi í dag. Ekki er fjarri lagi að erlendar eignir lífeyrissjóðanna standi því í um 430 milljörðum. Kæmi mér ekki á óvart að erlendir aðilar væru tilbúnir að skipta á þeim eignum og þessum 550 milljörðum sem læstir eru hér á landi. Hugsanlega þyrftu lífeyrissjóðirnir að halda eftir einhverjum erlendum eignum vegna ávöxtunarleiða í séreignasparnaði. Á móti væri hægt að innleysa talsverðan hagnað, sem annars væri ómögulegt að innleysa.
Spurningin er hvort erlendir aðilar eru tilbúnir að tapa meira á þessum jöklabréfum og eignum hér á landi, en þegar er orðið. Fall krónunnar hefur þegar orðið til þess að eignirnar hafa rýrnað mikið. Ef ég ætti þessa peninga, þá teldi ég mig fá besta ávöxtun með því að gera ekki neitt, þar til krónan hefur styrkst um 20% í viðbót. Nóg er tap þeirra, þó þeir tapi ekki 20 - 30% til viðbótar. Hin hliðin er að þeir, sem hafa kynnt sér fyrirsjáanlegt tap kröfuhafa bankanna, átta sig á að samningur við lífeyrissjóðina um skiptikjör á þeim nótum sem nefnd eru að ofan, eru kostakjör í stöðunni.
Ef þetta gengur eftir, er búið að leysa vandann varðandi útborgun séreignasparnaðar til þeirra sem þess óska og sjóðunum hefði tekist að verja erlendar eignir sínar fyrir styrkingu krónunnar.
Til vara legg ég til, að þessum erlendu aðilum verði gefinn 6 daga gluggi til að fara með allt sitt fé úr landi í kringum páskana. Þeir fái að gera það á föstu gengi, sem Seðlabankinn tryggi. Þetta gengi verði gengi í lok viðskipta á föstudegi fyrir pálmasunnudag. Gjaldeyrismarkaðir verði opnir skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum gagngert til að sinna þessum viðskiptum. Tilgangurinn með þessu er að koma í veg fyrir fall krónunnar við útflæði þessa fjármagns.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér finnst nú engin ástæða til að velta sér upp úr því hvort eigendur Jöklabréfa tapa einhverju eða ekki. Þeir keyptu þessi bréf að erlendum aðilum og veðjuðu á það að þeir gætu ávaxtað sína evru á Íslandi og slyppu út áður en krónan félli. Margir eru búnir græða óhemju margar evrur á þessu braski, og ef þeir tapa einhverju smá í restina þá held ég að það skipti þá ekki miklu , og allavega skiptir það okkur engu. Þá kemur hin hliðin hvaða áhrif hefur þetta á gengi krónunnar. Ef við lækkum stýrivexti niður í 3% eins og siðmenntaðar þjóðir eru að gera þá vilja Jöklaþursarnir út. Setjum svo krónuna á flot og gengið fellur niður til andskotans. Á meðan gera bankarnir samkomulag við innlenda skuldara um að ekki verði borgað af erlendum lánum, hvorki vextir né afborganir. Þetta mun taka nokkra daga og kanski 50% gengisfall. En þá er líka leikurinn búinn. Þursarnir farnir og krónan fer upp aftur.
Eitt aðalmeinið undanfarin ár í okkar hagkerfi hefur verið háir vextir. Þeir hefur laðað að erlent fjármagn sem við nutum ekki góðs af og þeir hava sett fyrirtækin í rúst og stuðlað að gengisfellingu og verðbólgu. Það er nefnilega kolröng hugmynd hjá hagfræðingum að háir vextir lækki verðbólgu og styrki gengið. Til langs tíma virkar þetta þveröfugt. Ef menn ætla að halda öðru fram þá legg ég til að þeir útskýri fyrir mér hvers vegna engin verðbólga er í Japan og að jenið er eins hátt og það er.
Sigurjón Jónsson, 9.2.2009 kl. 11:53
Sigurjón, ég er svo sem ekki að velta því fyrir mér hvort þeir tapi, heldur hvort þeir sætti sig við tapið. Þar með er ég líka að meta hveru líklegir þeir væru til þess að taka þeim afföllum sem felst í þessari hugmynd.
Marinó G. Njálsson, 9.2.2009 kl. 12:01
Kristinn, þessi bréf eru ekki "rusl", eins og þú lýsir. Þau eru bara hluti af vaxtaskiptakeðju sem nær um allan heim. Það sem mér finnst aftur vanta í þessa umræðu, er hver greiðir handhafa jöklabréfsins? Er það íslenskur banki eða er það útgefandinn? Miðað við skýringar Gylfa Magnússonar á Vísindavefnum (sjá Vísindavefurinn: Hvað eru jöklabréf?), þá eru það íslensku bankarnir. Ef svo er, hvar sést það í efnahagsreikningi t.d. Kaupþings, gamla og nýja, sem birtur var í síðustu viku (sjá skýrsla um stöðu mála hjá bankanum). Ef ekki, kemur þá ekki peningur inn í landið í staðinn eða fóru peningarnir sem fengust fyrir jöklabréfin á einhvern annan hátt inn í kerfið?
Marinó G. Njálsson, 9.2.2009 kl. 13:42
Marínó. Þetta var nú bara annar vinkill sem ég vildi koma á umræðuna. Ég held að þeir muni sætta sig við mjög mikil afföll.
En ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þér fyrir góða bloggsíðu.
Sigurjón Jónsson, 9.2.2009 kl. 13:43
Það sem er í raun óskiljanlegt er af hverju það er ekki löngu búið að tala við þessa jöklabréfaeigendur. Þetta eru "hræddu krónurnar" sem IMF og hagfræðingar hér heima eru svo hræddir um að felli krónuna þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt.
Mér skilst að langstærsti hluti þessara bréfa sé í eigu 5 aðila (og meira en helmingur fyrir milligöngu eins fyrirtækis: TD Securities). "Why don't you just pick up the phone and call them?" eins og sagði einhversstaðar :)
Ég stakk reyndar upp á lífeyrissjóðunum sem kaupendum á þessu í byrjun desember.
Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:09
Á meðal helstu meinsemda í íslensku efnahagslífi síðustu ára er rangt gengi, of háir vextir og skálkaskjólið sem íslenska krónan hefur verið máttlítilli efnahags"stjórn" síðustu áratuga.
Gengi krónunnar er of hátt eins og stendur, verið er að nota gengið til að halda niðri verðbólgunni tímabundið. Verðbólgan í dag væri nær 25-30% ef ekki væri búið framkalla þetta gervi gengi. Við höldum sumsé áfram að niðurgreiða þennan takmarkaða gjaldeyri sem við "eigum" eftir. Með þessu erum við að ljúga því að sjálfum okkur að við séum betur stödd en við raunverulega erum. Hættum að nota þetta eins gjaldeyriskreditkort.
Vextirnir eru eina ferðina of háir til að gæta fjármagnseigenda eins og ávalt, guði sé lof fyrir það að allir útlendingar með peninga eru búnir að tapa trúnni á efnahagsstjórn okkar, annars væri aftur farið að selja jöklabréf vegna vaxtamunar sem íbúar og atvinnulíf þess greiða á endanum fyrir. Ekkert er frítt.
Krónulaus verðum við ekki á næstunni, enda nú mikilvægara en fyrri að hafa teygjanlegan metra til að mæla árangurinn í langstökkinu, við náum alltaf ólympíulágmarkinu með þessu töframælitæki sem krónan er.
Við verðum að hætta að velta þessu á undan okkur, afskrifa verður eignir á móti skuldum, þetta þarf að gera um heim allan á endanum, áður en sjúklingarnir verða of veikburða til að ráða við afleiðingarnar.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:28
Hjálmar, ég las einmitt greininguna þína á sínum tíma. En það er með þetta eins og margar góðar ábendingar og greiningar, fólk hlustar ekki fyrr en það er tilbúið að skilja.
Marinó G. Njálsson, 9.2.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.