7.2.2009 | 14:55
Heggur sá er hlífa skyldi - Nýi Kaupþingbanki í ham
Samkvæmt væntanlegum stofnefnahagsreikningi Nýja Kaupþings (sjá mynd), þá er áætlað að lán til viðskiptavina á Íslandi sem færast frá Gamla Kaupþingi (GK) séu upp á 1.410 milljarða króna. Það er jafnframt mat manna, þ.e. skilanefndar, FME og sérfræðinga þeirra, að af þessum 1.410 milljörðum séu 954 milljarðar tapaðar kröfur eða 67,7% af kröfunum. Hér því komið ansi mikið andrými fyrir Nýja Kaupþing að semja við skuldara. Bankinn virðist því miður ekki vera sama sinnis.
(Smella á mynd til að sjá betur og svo aftur til að sá í fullri stærð)
Við lestur frétta og af viðtölum við fólk, m.a. á fundum hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þá virðist harkan hjá Nýja Kaupþingi vera mest. Mörg dæmi eru koma upp, þar sem búið er að semja við Nýja Glitni, NBI (Nýja Landsbankann), sparisjóðina og guð má vita hvað, en þá rekur Nýja Kaupþing fótinn í dyragættina og vill fá sitt. Og oftar en ekki, á Nýja Kaupþing lægstu kröfuna. Á einum stað var nefnd talan 1 milljón af 20, á öðrum 3,5 milljónir af 36 og svona gæti ég haldið áfram. Þessar tölur eru frá 5 til 10% af heildarkröfum, en Nýi Kaupþing ætlar ekki að gefa neitt eftir. Fjárnám skal tekið og fólk rekið í nauðungarsölu, þrátt fyrir að ríkisbankinn Nýi Kaupþing hafi fengið tilmæli frá eiganda sínum um að gera það ekki.
Það furðulega í sumum þessara mála er að stjórnformaðurinn segir að ekki eigi að ganga svo hart fram. Og bankastjórinn lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að ekki eigi að ganga svona hart fram. Ráða þessir menn engu innan bankana eða fara orð og gjörðir ekki saman?
Í mínum huga er stórfurðulegt, að banki sem hefur úr 954 milljörðum að spila til að færa niður kröfur almennings og fyrirtækja, skuli ganga fram af þessari hörku gegn heimilunum í landinu. Ég skora á forsvarsmenn Nýja Kaupþings til að stöðva strax allar aðfarargerðir hvort sem það er í form fjárnámsbeiðni, beins fjárnáms, beiðni um nauðungarsölu, auglýsinga um nauðungarsölu eða óska um fullnustu nauðungarsölu. Ég vil benda þeim á þau tilmæli fyrri ríkisstjórnar um að gæta meðalhófs og leita vægustu leiða fyrir skuldarana. Ég vil líka benda þeim á tilmæli forsætisráðherra og viðskiptaráðherra um að hætta þessum gjörningum uns búið er að finna lausnina á vanda fólks og fyrirtækja. Þetta mál styður þó óneitanlega þá kenningu mína sem ég setti fram í pistli hér um daginn:
Heimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignum sínum
Afskrifa tæpa þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 7
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 204
- Frá upphafi: 1679899
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góður! Eins og vanalega:)
Ásta Rut (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:26
Takk Marinó...en ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki til fulls?...allt þetta mál meina ég!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.2.2009 kl. 18:32
Hverjir koma til með að borga þessar afskriftir?
Offari, 7.2.2009 kl. 18:44
Starri, það verða lánadrottnar bankans sem borga. Þeirra á meðal eru Seðlabanki Íslands, en ríkissjóður keypti hluta af þeim skuldum, íslenskar fjármálastofnanir, eigendur skudlabréfabankanna og aðilar sem veittu bankanum lán erlendis. Þetta dreifist á marga og flestir verða fyrir miklu tjóni.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2009 kl. 19:20
Hvað heldurð að íslenkir skattgreiðendur þurfi að greiða stóran hluta af þessu?.
Offari, 7.2.2009 kl. 19:25
Ég get ekki alveg gert mér grein fyrir út frá upplýsingum í skýrslunni Kaupthing bank hf. creditor's report frá 5. febrúar hve mikið af skuldum Kaupþings er við innlenda aðila, þ.e. Seðlabanka, innlendar fjármálastofnanir, innlenda fjárfesta o.s.frv., og hvað eru erlendar skuldir. Ekki er heldur hægt að sjá hvort einhver veð eru að baki þeim lánum og þá hve traust þau eru. Raunar er það þannig, að eftir því sem ég skoða gögnin betur finnast mér þau vera óskiljanlegri.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2009 kl. 20:32
Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu og fá fram hver það er sem þarna ræður för. Það virðist sem þarna sé um eitthvað annað en innheimtu að ræða, því varla getur það talist líklegt að Nýja Kaupþing nái uppí sínar kröfur, að missta kosti ekki ef þær eru aftarlega á veðrétti. Sumum finnst bara að það sé "glæpur" að borga ekki skuldir og þá skipti greiðslugeta ekki neinu máli. Það vill nefnilega svo til að ég þekki svoleiðis fólk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 23:43
Ég held að vanskil séu þrenskonar.
1. Heiðarlegir vanskilamenn Ca 20% af skuldum. Þetta eru menn sem lagt hafa nafn sitt og eigur að veði fyrir skuldunum vilja borga en geta það ekki.
2. Áhættuvanskilamenn Ca 30% af skuldum. Þeir taka lán til að fjárfesta í einhverju sem þeir telja arðbært en væntingar brugðust. Stærstur hluti þeirra hefði borgað ef væntingar þeirra hefði staðist. Rest færist í flokk 3.
3. Óheiðarlegir vanskilamenn Ca 50% af skuldum. Þeir ljúga upp verð til að ná út sem mestum lánum út á fyrirtækjakennitölur. Láta svo skuldir falla og stofna nýjar kennitölur.
Prósentu tölur eru bara gisk en hvar er best að forgangsraða ef niðurfella ætti einhverjar skuldir?
Offari, 8.2.2009 kl. 00:14
Starri, ég held að það sem skipti mestu máli fyrir bankann er að greina stöðu útistandandi skulda. Skipta þeim upp í stig greiðsluerfiðleika og umfang viðskipta við Nýja Kaupþing miðað við umfang viðskipta við aðra. Það er út í hött að setja einhvern í þrot með óbilgirni, þegar málið snýst um verulegan minnihluta skulda viðkomandi og náðst hafa samningar við þá aðila sem eiga stærsta hluta skuldanna. Það er sadismi og ekkert annað. Mér er alveg sama hvar skuldararnir teljast samkvæmt þinni greiningu, ef það er að reyna að vinna úr sínum málum, þá eigandi lítilshluta skuldanna ekki að rústa öllu. Að ég tali nú ekki um, þegar eigandi bankans hefur gefið út þau tilmæli að slíkt sé ekki gert.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 00:26
Sæll Marinó.
Að mínu mati er þetta rétt áskorun hjá þér til Kaupþings. Spurningin er hvernig er hægt að þrýsta þá yfirstjórn bankans að ganga fram með eðlilegum hætti í innheimtu. (það er hinsvegar skiljanlegt útfrá hagsmunum aðila sem hafa lægstu kröfuna, að tryggja sig með mestu hörkunni til að ná sínu.) Það virðast þurfa lög um samræmd nauðungar uppgjör sem mæta hagsmunum skuldara. Kannski Gísli Tryggvason gæti skýrt þetta betur fyrir okkur.
Það er þannig ástand í dag að ekkert lætur að stjórn ef ekki eru skýr fyrirmæli að lögum, tilmæli ríkisstjórnar hafa ekkert gildi, aðfaralög ráða, því bankamenn eru í fjárvana bönkum og reyna að innheimta eins og þeir geta því þeir eru undir pressu um að geta ekki sinnt eðlilegum viðskiptum við fyrirtæki (þau sem eru ekki gjaldþrota).
Sigurbjörn Svavarsson, 8.2.2009 kl. 00:48
Marino. Við vitum vel að kennitöluflakk hefur verið aðferð til að skjóta undan skuldum. Reksturinn keyrður í þrot allt sett í vanskil nema fyrsta veðrétt. Þrotabúið keypt af sömu eigendum með nýrri kennitölu fyrir andvirði fyrsta veðrétts. Ég held að meirihluti af okkur eigendum bankana vilji losna við þessa viðskiptahætti.
Það er hægt að setja slík fyrirtæki í skilanefndir og fá nýja aðila til að eignast og reka fyrirtækið á eðlilegum grunni. Mér sýnist að útlit sé fyrir því að slíkt sé að gerast með moggan. Þar sem starfsmenn og viðskiptavinir eru að reyna að kaupa moggann.
Offari, 8.2.2009 kl. 00:51
Sem betur fer eru ekki allir kennitöluflakkarar. Auk þess snúa mín dæmi öll að einstaklingum og koma mér vitanlega ekki atvinnurekstri nema mjög takmarkað við.
Vandamálið sem hefur verið viðvarandi í þjóðfélaginu nokkuð lengi, er að sumir geta ekki fengið neina fyrirgreiðslu nema leggja fram tryggingar í formi veða sama hvað upphæðin er lág. Aðrir hafa getað vaðið inn í bankana og slegið lán með sjálfskuldarábyrgð eða engri ábyrgð fyrir milljarða eða milljarða tugi. Ég hefði haldið að athygli bankanna ætti að vera á stóru skuldunum og sýna meiri sveigjanleika gagnvart minni upphæðunum.
Þetta snýst ekki um að bankinn fái pening út úr þessu, þar sem hann fær ekkert út úr uppboðinu. Mun betri kostur er fyrir bankann að semja og útbúa greiðsluáætlun, en að taka innheimta skuldina með aðfararaðgerð og nauðungaruppboði. Fólk er í kröppum dansi vegna ástandsins, en vegna þess að það vilji ekki borga. Einstaklingur, sem er búinn að hafa fyrir því að semja við aðra kröfuhafa, er greinilega að gera sitt besta til að greiða upp skuldir sínar.
Síðan má ekki gleyma því, að kröfuhafa eru ekkert hættir, þó að nauðungarsölu sé lokið. Þeir geta elt skuldarann alla ævi með restinni af kröfunni. Þannig að viðkomandi missir ekki bara húseignina sína á mjög ósanngjörnu verði heldur verður hundeltur fyrir lífstíð, ef kröfuhafanum sýnist svo. Þessi þáttur kröfuréttar er ákaflega ósanngjarn gagnvart skuldaranum, þar sem kröfuhafanum er nækvæmlega sama hvað fæst fyrir eignina á uppboðinu, því hann veit að hann getur haldið áfram að eltast við skuldarann.
Hvort tilboð á nauðungarsölu telst sanngjarnt eða ekki, er lagt í hendur sýslumanni (eða fulltrúa hans). Hvers vegna mönnum dettur í hug að sýslumenn eða fulltrúar þeirra séu dómbærir á verðgildi eignar, veit ég ekki. Mér finnst eðlilegt að kvaddur sé til löggiltur matsmaður og það verði hans hlutverk að ákvarða hvað telst réttmætt verð eignar. Sýslumanni verði óheimilt að samþykkja tilboð sem ekki ná tilteknum hundraðshluta (prósentu) af mati matsmannsins, en matið væri trúnaðarmál þar til eftir að nauðungaruppboði er lokið. Hver þessi prósenta þyrfti að vera ætla ég ekki að dæma um, en mér dettur í hug 70 - 80%.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 01:31
Sæll Marinó
Góð grein!
Hvernig sérð þú fyrir þér að í þessum afskriftum skulda, verði fyllsta sanngirnis gætt milli skuldara. þ.e. að í vildarkjara og vildarvina stefna bankana sem hefur viðgengist með mikilli mismunun, og mikil hætta á að svo verði áfram. Kæmi til greina að hagsmunasamtök heimilana færi fram á að Rikið í samráði við samtökin skipuðu eftirlitsnefnd/ráð til að eiga fulltrúa í "afskriftanefnd sem yrði nýtt ráð innan bankana sem tæki hina endanlegu ákvörðun um afskriftir einstakra skulda" því nú þurfa bankarnir að afskrifa í stað þess að lána sem eru engu minni völd,nema virka í hina áttina.
Kær kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 8.2.2009 kl. 10:06
Sæl öll, og takk fyrir góða grein að vanda Marinó.
Það er annað sem kemur inn í þetta. Maður hefur heyrt það í umræðunni síðan í haust að lánasafnið hafi verið flutt úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á u.þ.b 50% af nafnverði. Þarna kemur í ljós að svo gott var það ekki, hjá Kaupþingi var sem sé rúmlega 2/3 af útlánasafninu talið glatað fé. Svo var komið upp í umræðunni að það væri óréttlátt að rukka skuldarana (almenning/húsnæðiskaupendur) um lánið að fullu, þegar Nýi Bankinn fékk það á hálfvirði.
Skilanefnd Glitnis gaf út í síðustu viku sundurliðaða afskriftartöflu á sínu lánasafni. Sundurliðað í lántakenda-flokka. Þar kom t.d. fram að þeir gera ekki ráð fyrir að fá til baka nema 6% af lánum til "eignarhaldsfélaga með lögheimili erlendis". Svo komu þar á eftir aðrir flokkar með álíka horfum í að endurheimta lánsféð, en efst trónir venjulegt íslenskt heimili þar sem ekki er gert ráð fyrir að tapa nema 20 -30% af útlánunum. (Fyrirgefið að ég er ekki með fréttaskýringuna fyrir framan mig til að hafa nákvæmar % tölur)
En er þá ekki þarna kominn hin raunveruleg staða Nýju Bankana. Það eina sem er einkvers virði eru útlánin til almennings á Íslandi og þar með eini möguleikinn til að mynda hjá þeim eigið fé.
Ég held því að það sé hár rétt hjá þér Marinó.
Heimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignum sínum
Önnur útlán virðast hafa verið svo gjörsamlega verðlaus, að þeim verður bara hent strax.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 8.2.2009 kl. 12:03
Ragnar, þetta er góð hugmynd. Ég tek hana upp á mína arma.
Jóhannes, það eru einmitt svona afskriftartafla sem vantar. Annars er talan hjá Gamla Kaupþingi tæplega 713 milljarðar af tæplega 963 milljörðum eða 74%. Það er sem sagt búið að setja á afskriftarreikning 3 af hverju 4 krónum sem eru í útlánasafni bankans. Inni í þessu eru lán til íslenskra skattaundanskotsmanna á aflandseyjum. Við megum ekki rugla saman skuldum á íslenskum kennitölum og aðila utan landhelginnar. Þær síðarnefndu eru í Gamla Kaupþingi.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 12:24
Það er sem selt 3/4 tapaðir en ekki 2/3 eins og ég hélt. Maður er orðinn svo ruglaður á að reyna að lesa út úr öllum þessum tölum.
En það er einmitt þetta sem ég las út úr þessari fréttaskýringu um málefni Glitnis. Það litla sem mun skila sér til baka af útlánunum verður frá almenningi á Íslandi.
En meinar þú þá að áður en lánasafnið var flutt frá Gamla til Nýja Bankans, þá hafi verið búið að henda út öllu draslinu sem þarf að afskrifa um 80 - 100%.
Þá horfir málið ansi mikið öðruvísi við, hafi Nýi Bankinn svo fengið "hreinsaða" pakkann á 50% nafnvirði, en ætli að rukka almenning um fullt verð.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 8.2.2009 kl. 12:46
Jóhannes, það er engin furða að þú ruglist. Þetta er 2/3 á Íslandi Nýja Kaupþingi, en 3/4 utan landhelginnar í Gamla Kaupþingi.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 12:48
Nýja Kaupþing tók yfir skuldir og eignir á Íslandi. Gamli bankinn hélt öllu öðru. Nýi bankinn er því ekkert að hafa áhyggjur af erlendu eignaahaldsfélögunum og öllum þessum einkavinum fyrri stjórnenda.
Það var ekki búið að ákveða við skiptin hvert endanlegt verðmæti lánasafnsins yrði, en ég held að menn hafi verið búnir ákveða að afskrifa verulega, þar sem tala 175 milljarðar sem Nýja Kaupþing átti að greiða Gamla Kaupþingi kom snemma fram. Það var því búið að ákveða að fara í verulegar afskriftir.
Marinó G. Njálsson, 8.2.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.