6.2.2009 | 17:03
Styrking krónunnar er það besta sem gæti gerst
Hver sér sínum augum gullið. Hvernig dettur einhverjum manni í hug að það sé slæmt að krónan styrkist? Vissulega kom veiking hennar lífeyrissjóðunum til góða í haust, þegar bankarnir hrundu. Að styrking hennar núna komi lífeyrissjóðunum illa, sýnir bara að þeir hefðu betur að nota tækifærið þá til að losa eins mikið af erlendum eignum sínu og þeir mögulega gátu og flutt peningana heim, þegar krónan sök sem dýpst. Þeir lífeyrissjóðir sem gerðu það ekki misstu af gullnu tækifæri til að innleysa góðan hagnað. Ekki að tækifærið hafi runnið þeim algjörlega úr greipum, þar sem eftir er að fleyta blessaðri krónunni, þannig að niðurstaðan úr útrás lífeyrissjóðanna fæst ekki fyrr en þá. Mér finnst samt ólíklegt að við eigum aftur eftir að sjá gengisvísitölu upp á 250, a.m.k. ekki í bráð.
En það er gott að einhverjir geta grætt á óförum annarra. Miðað við töfluna sem fylgir fréttinni, þá eru hagsmunir lífeyrissjóðanna vegna erlendra verðbréfaeign eitthvað umfram skuldir heimilanna í gengistryggðum lánum. Á móti kemur að skuldir fyrirtækja í gengistryggðum lánum nema um tvöföldum erlendum eignum lífeyrissjóðanna. Þannig að út frá þjóðhagslegum forsendum, þá er betra að lífeyrissjóðirnir missi spón úr aski sínum, en að greiðendum gengistryggðra lána þurfi að blæða meira en orðið er. Síðan má ekki gleyma því, að um leið og hagkerfi heimsins fer að jafna sig, þá er mjög líklegt að erlendar eignir lífeyrissjóðanna hækki samfara styrkingu markaða.
Nú ég veit að Tryggvi Tryggvason hjá Gildi kann sitt fag vel og hann finnur örugglega leið til að verja eigur sjóðsins. Ég stakk svo sem upp á því í október, að lífeyrissjóðirnir losuðu sig út úr sem flestum af erlendu eignasöfnum sínum og flyttu peninginn hingað til lands, þar sem hans er þörf. Mér fannst það þá verulega skynsamlegt og held enn að það sé hagnaðarvon í slíku. Spurning er bara hvort vilji er fyrir því. Svo má ekki líta framhjá því, að það mun styrkja gjaldeyrisforða þjóðarbúsins, ef þessi aur er fluttur heim.
Út frá hagsmunum heimilanna, þá fer ekkert á milli mála, að það er nauðsynlegt að krónan styrkist um 15 - 20% í viðbót. Samkvæmt stundargengi Glitnis stendur gengisvísitalan sem bankinn reiknar í 193,5 stigum (miðgengi). 15% styrking til viðbótar gæfi gengisvísitölu upp á 164,5 stig og 20% styrking gæfi 154,8 stig. Það gerir kr. 116 - 124 fyrir evruna, kr. 90 - 96 fyrir USD, kr. 77 - 82 fyrir CHF og kr. 0,99 - 1,05 fyrir JPY. Komi þetta sér illa fyrir lífeyrissjóðina, þá voru það bara þeirra mistök að losa sig ekki út úr erlendum eignasöfnum um það leiti sem íslenska krónan náði sínu lægsta gildi um mánaðarmót nóvember og desember.
Styrking krónunnar getur komið sér illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eins dauði er annars brauð. Ég viðurkenni það fúslega að ég mun líklega hagnast á óförum annara (svo framarlega að innistæðurnar séu tryggðar) Ég efast hisvegar að ég muni gleðjast yfir óförum annara.
Offari, 6.2.2009 kl. 17:33
Mér fannst þessi frétt nánast furðuleg og ekki í takt við það sem almenningur þarf. En ég er ekki með nægan skilning á svona hlutum og því alveg frábært að geta lesið um þessa hluti hér á þessari bloggsíðu og fleirum, þar sem þekking liggur að baki skrifum.
Tek undir að almennir lántakendur eru mun verr í stakk búnir til að bera gengisfallið, en Lífeyrissjóðirnir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2009 kl. 23:44
Ég hugsaði einmitt það sama þegar ég las fréttina. Það sem fréttin sýnir er hversu ómögulegt er að miða við þenna sjóveika ójafnvægisgjaldmiðil. Eignirnar rýrna ekki í útlöndum við það eitt að krónan styrkist, flest okkar eru heldur ekkert að fara nota lífeyrinn sem þarna er geymdur fyrr en eftir mörg ár eða áratugi, þegar krónan verður orðin hluti Íslandssögunnar.
Fyrirsögn fréttarinnar hefði líka geta verið: "Mjög veik staða krónunnar um áramót sýndi eignir lífeyrissjóðanna í hagstæðara ljósi, umreiknað yfir í verðlitlar íslenskar krónur".
Einar Karl, 7.2.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.