Leita í fréttum mbl.is

Vernda hagsmuni heimilanna

Það er gott að sjá að Samfylkingin er með aðgerðaáætlun til að vernda hagsmuni heimilanna.  Nú er bara að fá nægan liðstyrk til að hrinda þessu í framkvæmd ekki seinna en strax. 

Staða heimilanna og fyrirtækjanna er orðin erfið. Aðgerðir síðustu rúmlega 100 daga hafa því miður litlu skilað og nú er tími til kominn að við sjáum raunverulegar aðgerðir.


mbl.is Samfylkingin setti tíu skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Þannig að þú styður skattahækkanir og að lán þeirra sem fóru óvarlegast verði niðurgreidd?  Að þeim sem tóku ekki þátt í ruglinu, s.s. þeim sem skuldsettu sig ekki um of og þeim sem lagt hafa peninga til hliðar, verði sendur reikningurinn?

Þú telur að besta lausnin fyrir heimilin í landinu sé að skera þá niður úr snörunni sem fóru offari í skuldsetningu og nota til þess peninga hinna heimilanna sem sýndu ábyrgð?  Þú ert sem sagt fylgjandi því að fólk slái lán eins og enginn sé morgundagurinn, og ef það getur ekki borgað eigi hinir sem eru aflögufærir að borga reikninginn?

Þú ert þá fylgjandi því að ég fari í dag í bankann og taki lán, straui kreditkortið mitt í botn, og mæti svo eftir mánuð og heimti að ég fái felldar niður þær skuldir því ég ráði ekki við að borga þær?  En þú, sem kannski hefur verið skynsamur, eigir að borga reikninginn fyrir mig?

Þetta er nákvæmlega það sem maður óttaðist að myndi gerast, lýðskrum og pöpulistaháttur sem endar með ósköpum.

Veistu, húsnæðislán Íslendinga eru um 500 milljarðar króna.  Þessi nýja stjórn mun líklegast vilja fella niður ca 30% af þeim skuldum (því þetta er svo ósanngjarnt, segir hún), sem þýðir að skattborgurum er sendur reikningur upp á 150 milljarða.  Nema hvað að þetta er sama fólkið sem borgar á endanum.  

Ef þú ert dæmi um almenning sem fagnar svona tillögum, þá ætti alvarlega að íhuga að láta fólk fara í gáfnapróf áður en það fær kosningarétt, því með stuðningi við þessar tillögur ertu að leggja þitt fram til að endanlega rústa hagkerfinu og færa rústirnar af landinu í hendur afætanna og aumingjanna sem hafa aldrei, og munu aldrei, borga skatta. 

Liberal, 27.1.2009 kl. 11:19

2 identicon

Frábært Marínó!  Enda er ekki mitt að borga fyrir hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins hvað þá að ég ætli að sætta mig við það að borga það sem hrundi á lánin mín í formi verðtryggingar eftir að neyðarlögin voru sett!

Þar sem Sjálfstæðiflokkurinn hefur endanlega rústað hagkerfinu er ekkert annað í stöðunni en að byrja upp á nýtt!  Ég borga mikla skatta en þessi aukaskattur sem hrundi á mig eftir að neyðarlögin voru sett verður endursendur í Valhöll!

Beta (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

"Libreal", ég get ekki séð að fólk hafi verið að fara neitt meira óvarlega með húsnæðislánin sín en þeir sem lögðu háar upphæðir í peningasjóðina.  Tryggingasjóður innistæðna átti samkvæmt lögum bara að tryggja innistæður upp að EUR 20.177.  Þessir aðilar fá sitt sparifé bætt í topp.  Af hverju á að bjarga aðilum sem kjósa eitt sparnaðarform umfram annað?  Svara þú því og skoðum síðan stöðu húsnæðiseigenda.

Marinó G. Njálsson, 27.1.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Offari

Liberal. Nú er talað um að 40-50% heimilana sé á barmi gjaldþrots. Hvað gerist þegar þau fara á hausin? Sitjum við sem eftir lifum þá ekki upp með súpuna? Er það það sem þú vilt?

Staðreyndin er sú að flest þessi heimili sem eru ofveðsett eru það vegna þess að þau keyptu fasteign á of háu verði. Forsendur breyttust skindilega og skuldirnar hækkuðu en laun og fasteignaverð lækkaði.

Þetta fólk þurfti á húsnæði að halda og taldi sig geta þetta. Það er allt öðruvísi en það fólk sem tók lán til hlutabréfakaupa án þess að hafa í raun tekjur til að borga þau. Staðreyndin er sú að fólkið ræður ekki við þessar skuldir og þegar það áttar sig á því að þetta er ekki hægt hættir það einfaldlega að borga.

30-40% afskrift á skuldum þeirra er því betri lausn en að láta þetta fólk fara á hausinn. Það er semsagt betra að fá 60-70% greitt en ekkert. Ef ekkert er gert til að bjarga þessum heimilum hefst gífurlegur landflótti sem mun höggva stórt skarð í þjóðina.

Fasteignaverðið hrynur um 70-80% þannig að keðjuverkun gjaldþrotana margfaldast. Er það það sem þú vilt? Ég vill alla vega frekar borga hærri skatta en að borga miklu hærri skatta þegar færri eru eftir til að borga súpuna.

Offari, 27.1.2009 kl. 17:17

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Liberal vill vel en er ekki alveg að setja sig inn í málin. En það bendir til þess að hann sé einn af fáum íslendingum sem hafa staðið sig svo vel í peningamálum að hann þurfi engin fasteignalán og þannig sama um örlög þeirra sem hafa slík lán. Það er alveg á mörkunum að ég nenni að beina orðum mínum í áttina til Liberal sem er einn af þeim sem bloggar í felum og ekki undir nafni.

Að málefni Marinó þá er um að ræða eitt brýnasta hagsmunarmál heimilanna, ungs fólks sem er að stofna til heimila og er í átthagafjötrum eins og staðan er í dag.

Sjá blogg frá því í dag:

http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/786246/

Haraldur Haraldsson, 27.1.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Heimilin þurfa sannarlega aðstoð og ég fagna áformum flokkana sem eru nú í viðræðum um stjórnarmyndun. Þar eru Hagsmunasamtök heimilanna frábær viðbót við það gríðarlega starf sem framundan er.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Bíddu bíddu........ Er þetta ekki sama Samfylkingin og gerði nánast minna en ekki neitt síðustu hundrað daga? Hví á að taka mark á þeirra orðum núna? Er kosningalykt í lofti?

Runólfur Jónatan Hauksson, 27.1.2009 kl. 21:10

8 identicon

Sammála,,Sammála,, Runólfi það var sjálfstæðisflokkurinn einn sem eitthvað lét að sér hveða í tilþrifum til bjargar þjóðinni síðustu hundrað dagana,, strax til að mynda,, var lagt úr Ríkissjóði 5000 milljónir til bjargar bílainnflytjendum , svo þeir gætu endursent ofpantaðað magn bíla úr landi,, svo má ekki gleyma tilþrifum Einars K. að afskrifa stórar summur af skuldum Kótakónganna , sem og að senda þeim í uppbór 30.000 tonna aukakvóta til eignar,,eða til áframhaldandi sölu til fiskimanna , eða til aukinna veðsettninga,,Verst hve  fáum var bjargað með svo stórri upphæð,,Hvað skyldu margir þeirra standa utan Sjálfstæðisflokksins,, 

Bimbó (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Marinó og þakka þér góðar greinar.

Vil spyrja þig hvaða leið er fær til að endurheimta, eða öllu heldur sjá til þess, að þessir svokölluðu útrásarvíkingar okkar (stærsta glæpaklíka landsins með gamla framsóknar S-hópinn fremstan í flokki og auðvitað Baugsveldið) skili aftur, eða flytji heim það fjármagn sem þeir hafa með augljóslega skipulögðum hætti flutt úr landi á a.m.k. siðlausan hátt ef ekki kolólöglegan.

Eða er einhver leið fær til að frysta eigur þessara manna hér á landi þar til einhver botn fæst í niðurstöðu rannsóknar erlendra sérfræðinga ????

Sigurður Sigurðsson, 28.1.2009 kl. 08:40

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður (SISI), ég hef enga sérstaka skoðun á þessu tiltekna máli.  Mér svíður eins og mörgum öðrum, að menn viðurkenna blákalt að þeir eigi mika fjármuni í skattaskjólum og komist þannig hjá því að greiða skatt á Íslandi.  Ég hef lengi gagnrýnt hve auðveldlega menn virðast geta flutt eignir úr landi, t.d. að allt í einu sé hægt að stofna eignarhaldsfélag í Hollandi sem yfirtekur eignir systurfélags síns á Íslandi, án þess að systurfélagið greiði skatt af hagnaði eða að tilfærslan á milli skyldra félaga fari í eitthvað skattalegt mat af óháðum aðila.  Með þessu hafa auðmenn nýtt sér hve opin eða götótt íslensk skattalöggjöf er. 

Ég hef oft nefnt dæmið um Netverk.  Fyrirtækið var í góðum rekstri hér á landi.  Þegar það var flutt til Englands, þá var bara heimilisfanginu breytt.  Ég veit ekki til þess að neinar skattgreiðslur hafi orðið eftir hér á landi vegna flutningsins.  Starfsemin var í Englandi í nokkur ár, en þá varð skattalegt umhverfi þar skyndilega óhagstætt.  Ráðamenn fyrirtækisins vildu flytja það frá Englandi, en þá krafðist skatturinn þar hlutdeildar í vexti fyrirtækisins.  Mig minnir að niðurstaðan hafi orðið að Netverk fór ekkert og var síðan annað hvort selt eða lagt niður.  (Ég tek það fram að öll mín þekking á þessu máli byggir á fréttumfjölmiðla.)

Marinó G. Njálsson, 28.1.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband