Leita í fréttum mbl.is

Notaðu starfsþrekið til að verja heimilin

Það er fagnaðarefni að Geir H. Haarde telur sig hafa fullt starfsþrek og ég vona að hann haldi því þrátt fyrir þessu alvarlegu veikindi.  Óska ég honum alls hins besta.

Ég vil eindregið hvetja hann til að finna það atriði á verkefnalista ríkisstjórnarinnar sem heitir "verjum heimilin í landinu".  Ég efast ekkert um að slíkt atriði er á listanum.  Ástæðan er einföld.  Sem stjórnarmanni í Hagsmunasamtökum heimilanna berast mér til eyrna alls konar sögur frá fólki sem segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum við ríkisbankana.  Harkan hjá þeim er slík við innheimtu, að 1 milljón króna skuld á síðari veðrétti er vísað í nauðungaruppboð án nokkurra möguleika á samningum.  Hvað er í gangi?  Eru ríkisbankarnir ekki búnir að fá skýr tilmæli frá ríkisstjórninni að sýna fólki biðlund?

Ein aðalkrafa Hagsmunasamtaka heimilanna er að aðförum að heimilunum sé hætt.  Að sett sé tímabundið bann með lögum við nauðungaruppboðum á íbúðarhúsnæði fjölskyldna í landinu.  Það er ekki að ástæðulausu, sem þessi krafa er sett fram.  Tilmæli eru ekki nóg.

Ég hef fullan skilning á þörf ríkisbankanna til að innheimta skuldir, en mér finnst að þeir eigi að hafa í huga, að það voru þeirra gjörðir sem komu þjóðinni í þá stöðu sem hún er í.  Það er þjóðin sem er að borga fyrir misgjörðir þeirra og þjóðin á það inni hjá bönkunum að þeir haldi að sér höndum með innheimtuaðgerðir.  Þjóðin á það líka inni að bankarnir létti undir með fólkinu og fyrirtækjunum.

Ég vil hvetja alla sem hafa sögur um óbilgirni ríkisbankanna eða harkalegar innheimtuaðgerðir, sérstaklega út af léttvægu vanskilum, að senda þær til Hagsmunasamtaka heimilanna á póstfangið heimilin@heimilin.is.


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er með ólíkindum að heyra um þessa hörku, þegar ráðamenn þjóðarinnar hafa talað um að nú skuli sýna biðlund og annað í þeim dúr.

Það er auðvitað forkastanlegt að enn skuli enni vera búið að setja einhverja lagalegar hömlur á slíkar innheimtuaðgerðir, meðan verið er að vinna úr því alversta. Hagsmunasamtök heimilanna eru svo sannarlega mjög þarft framtak og þau verður að efla sem allra fyrst og fá stjórnvöld til að hlusta og vinna með.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Marinó - ég efast ekkert um sannleiksgildi frásagna þinna.

Þetta ber að fara tafarlaust með til Björgvins - bankamálaráðherra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 08:00

3 Smámynd: DanTh

Mér finnst svolítið sérstakt að sjá þá undrun sem er meðal svo margar í þessum málum. 

Hvorki Geir né Jóhanna hafa gefið upp hvað þau beinlínis ætla að gera til þess að verja heimilin.  Í þeim efnum hafa þau bæði talað með mjög óljósum hætti.

Ég hef hinsvegar merkt á sjónvarpsviðtölum við þau bæði og skilið það svo að það eigi beinlínis að ganga að þeim heimilum sem eru í fjárhagserfiðleikum eftir efnahagshrunið.  Þeirra lausnir eru allavega þannig að þegar fólk hefur misst allt ofan af sér, þá sé því gefin kostur á að leigja húsnæðið af þeim aðilum/bönkum sem keyrðu efnahag samfélagsins í þrot. 

Samkvæmt þessu sýnist mér að peningaöflin séu að fá áframhaldandi skotleyfi á að arðræna samfélagið í skjóli ráðamanna.  Af þessu má vera ljóst að framundan er eignaupptaka hjá þúsundum einstaklinga sem bankahrunið tók með sér í fallinu. 

Reynið nú að vakna og skilja að heimilin eru afgangsstærð hjá þeim stjórnmálaöflum sem hér hafa skipt með sér völdum um ómunatíð.  Þetta er sálarlaust lið hagsmunapotara sem eyra engu í því að viðhalda sínum eigin völdum á kostnað samfélagsins.

Við eigum að hafna þeirri sérhagsmunapólitík sem alltaf hefur verið rekin hér á landi og er í öllum flokkum.  Þessi öfl hafa aldrei borið hag heimilanna fyrir brjósti sér.  Þau eiga að fara frá og inn koma einstaklingar sem eru ómengaðir af þeim spillingartengslum sem stjórnmálaflokkarnir hafa spunnið um allt samfélagið. 

Það er spilling stjórnmálanna sem innleiddi efnahagshrunið og heimilin í landinu geta ekki treyst þessu fólki í ljósi sögunnar.   

DanTh, 25.1.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Offari

Það er fólkið í landinu sem réði þessa menn til vinnu. Æiga þeir ekki að vinna fyrir vinnuveitendur sína?   Svo er ein spurning hvað lærist af því að senda heimilin í fjárnám?

Offari, 25.1.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Daníel, ég er alveg sammála þér með þetta.  Það virðist vera ætlunin að bjarga "fjármagnseigendum", en ekki á nokkurn hátt taka tillit til þeirra sem eiga eignir sínar í húsnæði.

Ég tek það líka fram, að  mér finnst furðulegt að ríkisstjórnin ætli að láta einstaklinga (þ.e. ekki fagfjárfesta) sitja uppi með gríðarlegt tap í hlutafjáreign.  Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki af hverju sparifé á innlánsreikningum er svona heilagt, en annar sparnaður brennur upp óbættur.  Ég krefst þess að allur sparnaður njóti jafnræðis.

Marinó G. Njálsson, 25.1.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 1680016

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband