13.1.2009 | 11:32
Nær skuldlaus ríkissjóður skuldar 653 milljarða!
Ég verð að viðurkenna, að það er eitthvað í þessari frétt sem stemmir ekki við fyrri yfirlýsingar um "nær skuldlausan ríkissjóð". Samkvæmt fréttinni eru skuldir ríkissjóðs "rúmir 653 milljarðar króna án tillits til allra skuldbindinga sem falla á ríkissjóð vegna falls bankanna". Í mínum huga þýðir það að lán sem tekin hafa verið eftir 7. október eru ekki inni í þessari tölu, þar sem þau eru vegna falls bankanna.
Ég spyr bara í hverju felast þessar skuldir, hvenær var stofnað til þeirra, til hvers vegna var stofnað til þeirra, hvenær eru þær á gjalddaga, hve háa vexti bera þær og hvað eru miklar eignir að baki þessum skuldum (þ.e. hve mikið eru ríkisskuldabréf sem seld eru til fjárfesta)? Mig fýsir líka að vita hve há lán og skuldbindingar hafa fallið á ríkið vegna falls bankanna og af hverju eru þær tölur ekki birtar í þessu uppgjöri. Það er jú vitað að ríkið greiddi háar upphæðir inn í bankana og að maður tali nú ekki til Seðlabankans. Það er líka vitað að ríkið fékk lán frá AGS (sem verður að teljast vegna falls bankanna), en svo vitum við ekkert meira.
Ég held að við eigum rétt á nánari upplýsingum og sundurgreiningu þessara skulda. Annars er þetta enn eitt dæmið um það pukur og leynd sem stjórnvöld og Seðlabanki viðhafa.
Ríkið skuldar 653 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það gerist ekki mikið skýrara að við þurfum nýja ríkisstjórn áður en þessi gengur alveg frá okkur.
Mofi, 13.1.2009 kl. 12:02
Já, Halldór, það þarf að skipta um fólk í brúnni ekki seinna en strax.
Marinó G. Njálsson, 13.1.2009 kl. 12:06
Þetta er alveg skelfilegt. Hér er um meira en 2 milljónir á hvert mannsbarn í landinu. Hvar eru breiðu bökin?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2009 kl. 12:17
Þetta er nú ekki nema 1 miljón á haus í erlendum skuldum og það miðast við gengi evru upp 180 kr sem er sennileg allt að tvöfalt raunvirði. Það tekur okkur minna 3 ár að borga þessa skuld bara með jákvæðum viðskiptahalla ef hann helst svipaður og verið hefur síðustu mánuði. Með öðrum orðum þá er skuldin kannski ekki há í hlutfalli við tekjur.
Guðmundur Jónsson, 13.1.2009 kl. 12:40
Ég tek undir það að þessi frétt er mjög ruglingsleg, en það er hins vegar ljóst að þegar upp verður staðið þá verða skuldir ríkissjóðs yfir 1000 milljarðar og sennilega talsvert hærri en það.
Öfugt við það sem Guðmundur gefur í skin, þá auðveldar jákvæður viðskiptahalli ekki ríkinu að greiða sínar skuldir. Minni innflutningur þíðir minni tekjur síkissjóðs. Vandi ríkisjóðs næstu árin er því alveg gríðarlega mikill og miklu meiri en flesta órar fyrir.
Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:53
Og svo held ég að það megi alveg fullyrða að þessar skuldir lækka ekki neitt þó skipt verði um stjórn. Það mun ekkert breytast til hins betra þegar stjórn undir forustu Steingríms J. "Bjarnfreðssonar" tekur við.
Aðalsteinn Bjarnason (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:21
Það eru svo sem til þau rök að fólk læri eitthvað á klúðrinu og fyrst við erum hvort eð er búin að mennta það með ærnum tilkostnaði, þá sé best að sjá hvort menntunarkostnaðurinn hafi borgað sig. Ég held samt ekki. Ég er nefnilega viss um að betra sé að fá þá til að leiða okkur út úr þessi klúðri sem hafa sérþekkingu á slíkri vinnu svo við þurfum ekki að greiða aftur óheyrilegan menntunarkostnað fyrir Geir, Ingibjörgu, Davíð og co. Ég vil bara ekki taka sjensinn á því að þetta lið hafi lært af reynslunni.
Marinó G. Njálsson, 14.1.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.