Leita í fréttum mbl.is

Nú er búiđ ađ ţurrmjólka ţennan markađ. Hvađ nćst?

Ţađ hefur veriđ fróđlegt ađ fylgjast međ ţví hvernig spákaupmennirnir fćra peningana sína á milli markađa.  Eina stundina var ţađ .com, ţá var ţađ hlutabréfamarkađir, fjármála- og lánamarkađir og hárvörumarkađir.  Ţessum síđasta var skipt upp í nokkra geira, ţ.e. hrávöru í iđnađarframleiđslu, hrávöru í matvćlaframleiđslu og síđan olíu.  Allir ţessir markađir hafa veriđ leikvellir peningamanna, sem hafa haft ţađ eina markmiđ ađ ná út eins miklum hagnađi á stuttum tíma og mögulegt var.  Gull virđist einn góđmálma ennţá haldast hátt.  Silfur, kopar og hvítagull hafa hrapađ svo ađ bara íslenska hlutabréfavísitalan kemst til jafns viđ ţetta.

Ástćđur fyrir ţessum sveiflum virđast byggđar á rökum sem ekki standast nánari skođun.  Olían átti ađ hafa hćkkađ vegna meiri eftirspurnar í Kína, en hćkkunin fylgdi engum lögmálum um verđteygni, eins og búast hefđi mátt viđ.  Sama var um hćkkun á matvćlaverđi á fyrri hluta ţessa árs.  Ţetta bar allt merki um samráđ markađsráđandi ađila.  Svipađ og gerđist hér á landi međ öll bílnúmera einkahlutafélögin (ţ.e. félög sem hétu nöfnum sem minntu á bílnúmer).

Ég hef nefnt ţetta áđur í fćrslum hér og ţá var gert grín ađ einfeldni minni og ţekkingarleysi á markađslögmálum, en nú held ég ađ atburđir síđustu vikna hafi sýnt okkur hér á landi, hvernig menn léku sér ađ markađinum til ađ hámarka hagnađ sinn.  Ţetta er ađ gerast á mun stćrri skala á heimsvísu.  Ef einhver ađili myndi taka sig til og rannsaka markađsíhlutun eđa markađsstjórnun á alţjóđavísu síđustu ár, ţá er ég viss um ađ í ljós mun koma ađ lítill hópur peningamanna rćđur nákvćmlega verđi og gengi hrávöru, hlutabréfa, gjaldmiđla, olíu, skuldartryggingarálags og hvađ ţađ nú er sem gengur kaupum og sölu á almennum markađi.  Frjáls markađur er ekki til.  Eftirlitsstofnanir eru vita gagnslausar.  Regluverk um markađsviđskipti er ekki pappírsins virđi.  Viđ höfum séđ hvernig ţetta hefur virkađ hér á landi og af hverju ćtti ţetta ađ vera eitthvađ öđruvísi úti í hinum stóra heimi.  Ef mađur er ekki einn af skákmönnunum, ţá er mađur í besta falli peđ á taflborđi ţeirra.


mbl.is Fréttaskýring: Hamfarir á hrávörumörkuđum hafa áhrif hér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norđkvist

Athyglivert.

Theódór Norđkvist, 10.12.2008 kl. 21:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband