Leita í fréttum mbl.is

Betra að fást við viðfangsefni en vandamál

Ég hef lengi haft þann sið, að þegar erfiðar aðstæður koma upp, þá reyni ég eftir kostum að kljást við það viðfangefni sem aðstæðunum fylgja.  Að leita að lausnum frekar en að velta mér upp úr vandanum.  Ég tekst aldrei á við vandamál, heldur verður hvert vandamál að nýju viðfangsefni sem þarf að leysa.

Þetta ár hefur verið sérlega viðburðarríkt að þessu leiti.  Vandinn, sem fallandi gengi krónunnar hefur valdið,  hefur fært mér óteljandi viðfangsefni að fást við.  En ég tel, að með því að einblína á lausnirnar, þá hefur mér (að ég vona) tekist að koma í veg fyrir meiri erfiðleika.  Vissulega hafa aðstæður í þjóðfélaginu farið dagversnandi, en þess brýnna hefur verið að takast á við viðfangsefnin.  Það skiptir máli ekki hver ástæðan er, semja þarf við banka, skera niður kostnað eða auka tekjustreymi til að endar nái saman.

Þar sem ég er ráðgjafi, þá get ég náttúrulega ekki leyft mér neitt annað vinnulag.  Hann væri nú furðulegur ráðgjafinn, sem kæmi inn og færi að gráta með kúnanum vegna þess að ástandið er svo slæmt.  Þetta er líka það sem ég lærði í mínu uppeldi og mínu námi.  Mitt sérsvið er aðgerðarannsóknir og innan þeirra einbeitti ég mér að ákvörðunargreiningu.  Ákvörðunargreining snýst um að taka hvert viðfangsefni og brjóta það niður í viðráðanlegar einingar sem hægt er að vega og meta með samanburðarbærum hætti.  Síðan er bútunum safnað saman og kostirnir, sem staðið var frammi fyrir, metnir í heild.  Aðeins þá er hægt að ákveða hvaða kostur er bestur.  Aðeins þá er komin lausn á viðfangsefninu.  Þetta er svona eins og svarið við gátunni:  "Hvernig borðar maður fíl?"  Jú, einn bita í einu.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög góð grein hjá þér eins og skynsamleg eins og flest sem frá þér kemur. Þetta eu svona punktar sem allir ættu að velta fyrir sér im þessar mundir.

En það er örmjó lína á milli þess að "velta sér uppúr vandanum" og "greina vendann". Það þarf kannski að velta sér dálítið uppúr vandanum til þess að greina hann til hlítar og það þarf að greina vandann til hlítar áður en hann er gerður að "viðfangsefni".

PS. Hver er munurinn á "tekjur" og "tekjustreymi"?

Takk fyrir góðar greinar.

sigurvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er enginn munur á tekjum og tekjustreymi.

Marinó G. Njálsson, 2.12.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband