1.12.2008 | 09:53
Betra að fást við viðfangsefni en vandamál
Ég hef lengi haft þann sið, að þegar erfiðar aðstæður koma upp, þá reyni ég eftir kostum að kljást við það viðfangefni sem aðstæðunum fylgja. Að leita að lausnum frekar en að velta mér upp úr vandanum. Ég tekst aldrei á við vandamál, heldur verður hvert vandamál að nýju viðfangsefni sem þarf að leysa.
Þetta ár hefur verið sérlega viðburðarríkt að þessu leiti. Vandinn, sem fallandi gengi krónunnar hefur valdið, hefur fært mér óteljandi viðfangsefni að fást við. En ég tel, að með því að einblína á lausnirnar, þá hefur mér (að ég vona) tekist að koma í veg fyrir meiri erfiðleika. Vissulega hafa aðstæður í þjóðfélaginu farið dagversnandi, en þess brýnna hefur verið að takast á við viðfangsefnin. Það skiptir máli ekki hver ástæðan er, semja þarf við banka, skera niður kostnað eða auka tekjustreymi til að endar nái saman.
Þar sem ég er ráðgjafi, þá get ég náttúrulega ekki leyft mér neitt annað vinnulag. Hann væri nú furðulegur ráðgjafinn, sem kæmi inn og færi að gráta með kúnanum vegna þess að ástandið er svo slæmt. Þetta er líka það sem ég lærði í mínu uppeldi og mínu námi. Mitt sérsvið er aðgerðarannsóknir og innan þeirra einbeitti ég mér að ákvörðunargreiningu. Ákvörðunargreining snýst um að taka hvert viðfangsefni og brjóta það niður í viðráðanlegar einingar sem hægt er að vega og meta með samanburðarbærum hætti. Síðan er bútunum safnað saman og kostirnir, sem staðið var frammi fyrir, metnir í heild. Aðeins þá er hægt að ákveða hvaða kostur er bestur. Aðeins þá er komin lausn á viðfangsefninu. Þetta er svona eins og svarið við gátunni: "Hvernig borðar maður fíl?" Jú, einn bita í einu.
Íslendingar einblína á vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er mjög góð grein hjá þér eins og skynsamleg eins og flest sem frá þér kemur. Þetta eu svona punktar sem allir ættu að velta fyrir sér im þessar mundir.
En það er örmjó lína á milli þess að "velta sér uppúr vandanum" og "greina vendann". Það þarf kannski að velta sér dálítið uppúr vandanum til þess að greina hann til hlítar og það þarf að greina vandann til hlítar áður en hann er gerður að "viðfangsefni".
PS. Hver er munurinn á "tekjur" og "tekjustreymi"?
Takk fyrir góðar greinar.
sigurvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:39
Það er enginn munur á tekjum og tekjustreymi.
Marinó G. Njálsson, 2.12.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.