Leita í fréttum mbl.is

Bera menn veiruna á milli?

Samkvæmt frétt á visir.is, þá er farið að bera á sýktri síld úti fyrir Keflavík.  Þetta er ennþá óstaðfest.  Ef þetta reynist rétt, þá er spurning hvort flotinn sé sjálfur ábyrgur fyrir því að bera veiruna, sem veldur sýkingunni, á  milli svæða.

Ég þekki svo sem ekkert sýkingarleiðir í sjó, en ég var búinn að sjá svona lagað gerast.  Sömu veiðarfæri eru notuð á báðum stöðum.  Skipin hafa siglt í sýktum sjó.  Sýktur fiskur hefur verið um borð í skipum sem síðan færðu sig á nýtt veiðisvæði.  Ef þetta væri í landbúnaði, þá væri allt sótthreinsað áður en farið væri af sýktum bæ yfir á ósýktan.  Viðhöfðu menn einhverjar slíkar ráðstafanir á skipunum?  Var veiðarfærum, sem sýkta síldin var veidd í, fargað eða var þeim kastað beint á torfur á nýjum svæðum?

Nú, ef fréttin á visir.is er röng, þá eru það samt góðar forvarnir að nota ekki sömu veiðarfærin á sýktu svæði og ósýktu.


mbl.is Veiða síld við hafnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farga nót, já sæll?

Vilfreð (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 08:23

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Vilfreð, hefur þú einhverja aðra lausn til að koma í veg fyrir að veiðarfæri beri sýkingu á milli veiðisvæða? Ég sé nú ekki fyrir mér að menn dýfi nótinni í sótthreinsandi bað.

Er kostnaðurinn við að farga nót meiri en tjónið sem hlýst af því að sýkja allan sjóinn?  Það efast ég um.  Hvað sem því líður, þá þarf að koma í veg fyrir að sýkingin berist á milil af mannavöldum.  Ég veit ekki hvaða lausn á að beita, en ef það er raunhæfur möguleiki að skip eða veiðarfæri beri sýkinguna á milli, þá þarf að loka fyrir sýkingarleiðina.

Marinó G. Njálsson, 1.12.2008 kl. 09:51

3 identicon

Marinó, mér finnst þín sýn á þetta vandamál fullgild og ég var búinn að hafa orð á því fyrir mína parta, hvort ekki hefði verið ráðlegt að hugsa þetta strax og djöfulskapurinn sýndi sig þarna við Stykkishólm. Hitt er aftur önnur hlið á málinu, að þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur sem þjóð, vegna þess að við treystum mest á fiskinn sem gjaldeyrisöflun. Þorskurinn étur síld í stórum stíl - eins og reyndar flest sem að hans kjafti kemur, bæði ætt og óætt. Þar með má bóka að þorskstofninn er þegar byrjaður að sýkjast af þessum fjára. Ef þetta bætist nú við önnur vandamál sem þorskstofninn á við að stríða, sem allt bendir til, þá getur við farið að pakka saman á þessu skeri.

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:42

4 identicon

er ekki fremur ó líklegt að síldin hafi sýkst og fengið öll eikenni á 1 sólahring?

siggi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:40

5 identicon

Ekki hefur þetta smitast á einni nóttu og svo er spurning hvort ekki sé um sömu síld og hvarf úr grundarfirðinum því ekki finnst hún innan eyja í Breiðafirði þeas Hvammsfirði.Mjög líklegt að hún sé kominn á stakksfjörðin sú síld þeas í Faxaflóann og hafi því verið sýkt fyrir og að veiðarfærin eigi ekki hlut að máli þar,hins vegar mætti að líkum leiða að sú síld sem sleppur í gegnum Möskvasmug flottrollana á úthafinu verði berskjaldaðri fyrir sýkingu eftir hreistur los og missi.

Svo hafa einhverjir verið að veiða makríl af flotanum á erlendum miðum en samt held ég að við getum ekki skrifað þetta á veiðarfærin því hvað má þá segja um fuglin súluna máfin ofl sem étur síld gæti hann ekki allt eins borið þetta á milli nei þarna er sennilega náttúran sjálf að verkum og til að mynda hlýnun sjávar gerir það að verkum og þá gæti verið komin upp sú staða að hér sé orðin kjörhiti fyrir sníkilinn eða sýkinguna því bara hálf gráða í aukningu á sjávarhita á stuttum tíma sem er varanleg er gríðaleg og hefur mikil áhrif sennilega álíka og ef að hlýnaði á Íslandi um 5°c í lofthita varanlega þá er ég hræddur um að eitthvað myndi fara að þrífast hér sem ekki þrífst hér núna vegna umhleypinga eins og td mosquito flugan ofl.

Það sem mér finnst liggja í augum uppi núna er að fara að græja alla koppa á lagnet reknet og nót og veiða þetta allt upp strax í bræðslu því ekki má láta þetta sjálfdrepast og verða að engum auð fyrir þjóðarbúið nei við ættum að slá til og veiða hana áður en hún drepst og í leiðini koma í veg fyrir að stofnin fari að flakka og smita meira

Allir koppar á sjó og síldarævintýri í kreppuni segi ég það kemur blóðinu af stað í bæjum og þorpum landsins ekki veitir af 

Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

siggi, ekki veit ég hvort að þetta gerðist á einni nóttu eða hve langur umgangstíminn er.  Hitt veit ég, að það eru sjálfsagðar varúðarráðstafanir, þegar sýking kemur upp að vaða ekki beint af sýktu svæði yfir á ósýkt án þess að þekkja afleiðingarnar.  Nú held ég þvi hvergi fram að menn hafi borið sýkinguna á milli, heldur velti bara upp þeim möguleika.

Marinó G. Njálsson, 1.12.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband