8.11.2008 | 08:53
Ríkisstjórn alţýđunnar í DV
Ţađ var hringt í mig á miđvikudaginn frá DV og ég beđinn um ađ taka ţátt í léttu gríni. Ađ vera forsćtisráđherra í slembuvalinni ríkisstjórn alţýđunnar. Ég hugsađi mig ađeins um, enda gćtu einhverjir litiđ svo á, ađ ţađ rigndi upp í nefiđ á ţeim sem tćki ţátt í slíku, en ákvađ svo ađ slá til.
Mér voru sendar nokkrar spurningar međ tölvupósti og svarađi ég ţeim eins og ábyrgur forsćtisráđherra. Niđurstöđuna er ađ finna í helgarblađi DV, sem kom út í gćr. Ég tók eftir ţví viđ yfirlestur svara minna, ađ ţar er ein villa: Buiter sem ég vísa til er William H. Buiter en ekki Walter Buiter.
Fyrir ţá sem ekki hafa ađgang ađ DV, ţá eru spurningarnar og svör mín hér fyrir neđan. Ég set ţau fram eins og ég sé sá sem valdiđ hefur. En hafa skal í huga, ađ allt er ţetta í gríni gert, ţó tilefniđ sé vissulega alvarlegt.
1. Hvort rćđur Seđlabankinn eđa ríkisstjórnin?
Ţađ er hlutverk ríkisstjórnarinnar ađ stjórna landinu. Ríkisstjórnin markar stefnu í efnhagsmálum og setur bćđur bönkum og Seđlabanka lög og reglur sem eiga ađ tryggja efnahagsstöđuleika í landinu. Ţetta regluverk á ađ verja hagsmuni almennings ofar öllu og ţarf ţví ađ breyta ţví verulega í ljósi reynslunnar.
a. Viltu reka Seđlabankastjórnina? Ef já: Af hverju?
Í ljósi ţess ađ Seđlabankanum hefur hvorki tekist ađ tryggja stöđugleika verđlags eđa í gengi krónunnar, ţá hef ég ákveđiđ ađ víkja stjórn og bankastjórum Seđlabankans. Nýr yfirbankastjóra hefur veriđ ráđinn til starfa. Mun hann vinna til ađ byrja međ, međ núverandi bankastjórn á međan mesta neyđarástandiđ varir, en tekur svo alveg yfir 1. janúar 2009. Til starfans var ráđinn fyrirverandi bankastjóri Bank of England og honum til ađstođar hafa veriđ ráđnir nóbelsverđlaunahafinn Paul Krugman, William H. Buiter og Ţórđur Friđjónsson.
b. Hvernig bera ráđherrar ábyrgđ?
Frumskylda hverrar ríkisstjórnar er ađ tryggja stöđugleika í efnahagsmálum og halda uppi háu atvinnustigi. Bregđist hún slíkri skyldu, ţá á hún ađ víkja. Hafi einstakir ráđherrar ekki stađiđ sig, ber ţeim ađ stíga til hliđar. Í ljósi atburđa síđustu vikna verđa bođađ til alţingiskosninga og mun ţćr fara fram laugardaginn 1. mars 2009. Í millitíđinni verđur skipuđ utanţingsstjórn og hef ég fariđ ţess á leit viđ rektor Háskóla Íslands ađ finna hćfa einstaklinga úr háskólasamfélaginu og atvinnulífinu til ađ sitja í ţeirri stjórn.
2. Telur ţú tímabćrt ađ sćkja um ađild ađ ESB?
Ađild ađ ESB verđur ađ vera á okkar forsendum og má alls ekki vera sem neyđarúrrćđi. Ţađ er ţó rétt ađ óska strax eftir slíkum viđrćđum, ţó svo ađ viđrćđurnar sjálfar hefjist ekki fyrr en hćgir um í ţjóđfélaginu.
3. Hvort myndir ţú, sem ráđherra efnahagsmála, vilja byggja upp krónuna eđa taka upp annan gjaldmiđil?
Krónan hefur runniđ sitt skeiđ sem sjálfstćđ mynt. Ţađ er nauđsynlegt ađ skođa kosti tengingar hennar viđ ađra gjaldmiđla eđa upptöku annars gjaldmiđils, en ákvörđun um slíkt má ekki taka án undangenginnar greiningar á hvađ telst best. Ţessa vinnu ţarf ađ setja strax í gang og kalla til fćrustu sérfrćđinga, en stjórnvöld taka síđan ákvörđunina, ekki sérfrćđingarnir.
4. Ćtlarđu ađ láta Breta komast upp međ ađ sverta ímynd Íslands međ hryđjuverkalögum?
Ţađ sem Breta gerđu var ófyrirgefanlegt og viđ munum sćkja fast ađ ţeir bćti okkur upp tjóni okkar. Til ađ sýna hver alvarlegum augum viđ lítum máliđ, hefur sendiherra okkar í Bretlandi veriđ kallađur heim til skrafs og ráđagerđa.
5. Treystirđu Alţjóđagjaldeyrissjóđnum fyrir hagsmunum Íslendinga?
Ađkoma IMF er og verđur alltaf á okkar forsendum og međ ţađ ađ markmiđi ađ halda atvinnulífinu gangandi. Komi í ljós ađ skilyrđi IMF eru ţannig ađ hér stefni í mikiđ atvinnuleysi, ţá er ţađ ekki ásćttanlegt. Fyrr munum viđ ađstođa fyrirtćki međ launagreiđslur en ađ hér fyllist allt af fólki sem mćlir göturnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Fćrsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég mundi styđja ţessa ríkisstjórn.
Hólmfríđur Bjarnadóttir, 8.11.2008 kl. 12:57
Takk fyrir ţađ, Hólmfríđur, en ég tek ţađ skýrt fram ađ ég hef ekki áhuga á stöđunni. Vissulega veit enginn ćvi sína fyrr en öll er.
Marinó G. Njálsson, 8.11.2008 kl. 17:52
Margt til í ţessu hjá ţér Marinó, en í fyrstu spurningu ertu farinn ađ tala eins og stjórnmálamađur og svarar ekki spurningunni!
ps. hvar eru gleraugun?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.11.2008 kl. 21:25
Vel svarađ.
Theódór Norđkvist, 8.11.2008 kl. 23:30
Ingibjörg, mér fannst gríniđ snúast um ađ tala eins og stjórnmálamađur, en ég skil hvađ ţú átt viđ.
Hvađa gleraugu? Áttu viđ á myndinni. Ćtli ég hafi bara ekki veriđ međ linsur. Ţađ gerist einu sinni á ári eđa svo.
Marinó G. Njálsson, 8.11.2008 kl. 23:56
Frábćr svör Marinó. Ég mundi styđja svona ríkisstjórn og vildi ađ stjórnir vćru ađ jafnađi skipađar međ slíkum hćtti. Utanţingsstjórnir hćfra einstaklinga, sem lokiđ hafa ćđstu menntagráđum hver á sínu sviđi. Ríkisstjórnin ađ sjálfsögđu ábyrg fyrir Alţingi, sem ţar međ endurheimti vald sitt og virđingu.
Ég er ekki sammála Ingibjörgu í ţví ađ ţú hafir ekki svarađ fyrstu spurningunni. Ég lít á orđin "Ţađ er hlutverk ríkisstjórnarinnar ađ stjórna landinu" sem fullkomiđ svar. Mér ţykir miđur ađ ţú skulir ekki hafa áhuga á stöđunni.
sleggjudómarinn (IP-tala skráđ) 9.11.2008 kl. 00:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.