13.10.2008 | 12:13
Litlir karlar í stórum störfum
Mér sýnist sem bæði Alistair Darling og Gordon Brown séu litlir karlar í allt of stórum störfum sem þeir ráða ekki við. Að AD sé ennþá að fara með sama bullið og í síðustu viku gagnvart breskum fjölmiðlum, þrátt fyrir að hann segi allt annað við íslenska ráðamenn er náttúrulega út í hött.
Það er síðan kaldhæðni örlaganna að RBS skuli þurfa að afskrifa 500 milljónir evra vegna frumhlaups þessara litlu karla sem telja sig þess umborna að veita öðrum lexíu, þegar þeir sitja sjálfir í brennandi húsi. Kemur þar vel á vondan.
Mér finnst líka ótrúlegur undirlægjuháttur breskra fjölmiðla að trúa endalaust bullinu sem frá þeim kemur gagnrýnilaust. Menn sannreyna ekki upplýsingar eða hlusta bara á sína eigin blaðamenn sem staddir eru á Íslandi. Nei, það skal fórna efnahag Íslands svo hægt sé að draga athyglina frá þeirra eigin vangetu.
Heitir sparifjáreigendum aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Var undirlægjuháttur fjölmiðla ekki á sama stigi hér á landi sem skýrar að stjórum hluta hve umfangsmikil svikamyllan var hér og hve lengi hún stóð yfir? Við hefjum betur sett hér fjölmiðlalögin um árið.
Calvín, 13.10.2008 kl. 13:07
Calvin, kemur þetta eitthvað þessu máli við?
Marinó G. Njálsson, 13.10.2008 kl. 13:26
Þetta er "spinning" og dæmi um pólítík og það getur annars verið skrítin tík. Þetta er biðleikur sem Brown gerir til að skapa sér ímýnd sem sterkur leiðtogi heimafyrir með að ráðast að "gráðugum" Íslendingum og láta hagsmuni U.K. hafa forgang. Auk þess er hann að setja pressu á okkur til að mýkja okkur upp og hræða okkur.
Alvarlegra í þessu máli er að IMF setur það sem skilyrði fyrir stuðningi við okkur að samkomulag náist milli okkar, Hollendinga og Englendinga sem gefur Englendingum nánast sjálfdæmi í þessu máli.
Þetta eru of stórar upphæðir fyrir okkur og við ráðum ekki við þessar skuldbindingar með góðu móti. Bætir þannig steinhlassi við byrðar okkar sem er ærin fyrir. Má segja að við liggjum undir steinfargi og ráðum ekki við þessar skuldbindingar. Þetta kemur til með að valda stórfenglegum fólksflótta næstu áratugina frá Íslandi ef stjórnmálamenn fallast á of miklar skuldbindingar.
Þjóðfélagið þarf hér að hindra að verðmæti sleppi að íslenskar útrásar-"hetjur" stingi ekki frá "barreikningum" því þetta kemur til að valda ótrúlegri heift og reiði um áraraðir á Íslandi.
Það fúlasta við þetta Icesave mál er að þetta tefur allar aðrar nauðsynlegar aðgerðir og við það tapast verðmæti og skellurinn verður þyngri fyrir íslenskt þjóðfélag.
Gunn (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:27
Ég trúi ekki öðru en að íhaldið komi til með að nota þetta í kosningaslagnum, ef ekki fyrr. Þetta mun koma upp á yfirborðið og verða nagli í kistu pólitíkussins brúna.
Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.