Leita í fréttum mbl.is

Hvað segja matsfyrirtækin við þessu?

Nú verður fróðlegt hvort matsfyrirtækin meðhöndla RBS, HBOS og TSB Lloyd's á sama hátt og Glitni, þ.e. fella lánshæfismat þeirra um marga flokka.  Ástæðan fyrir því að breska ríkisstjórnin er að fara inn í bankana (miðað við fréttir undanfarna daga) er framundan eru stórir gjalddagar lána og miklar afskriftir og bönkunum tókst ekki að tryggja sér fjármagn eftir öðrum leiðum.  Eða verður þetta eins og alltaf að það er ekki sama Jón og séra Jón, Ísland og Bretland.
mbl.is Breska ríkið leggur bönkum til hlutafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ??

Æ það getur stundum verið betra að vera bara Jón ...

var ekki séra Jón hálshöggvin hér á árum áður?? 

Hauslaus gerum við víst ekki mikið ... 

??, 13.10.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hann var víst Herra Jón, en ég get svo sem tekið undir þetta.  Ég held raunar, að það gæti reynst okkur í hag þegar fram í sækir, að við förum fyrst í gegnum þetta (fyrst að við erum á annað borð að lenda í þessu) þar sem ég held að dómínókubbarnir séu að falla hver af öðrum og enginn muni standa eftir óskaddaður þegar yfir lýkur.

Marinó G. Njálsson, 13.10.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: ??

Jú það er rétt hjá þér hann var bara Jón en var þó í starfi sem bar með sér sérann ;)

Ég er alveg sammála þér í því að kannski er bara best að vera í þessu fyrst! Við getum þá kannski staðið upp aftur - fyrst - og byrjað að vinna í málunum. Leggja þarf alla "hausa" sameiginlega í bleyti.

Ég hef alla tíð hér í útlandinu (Frakkland, Þýskaland, raunar þýskumælandi lönd og UK) sagt þegar fólk hefur spurt mig á undanförnum árum af hverju það sé svona mikil uppsveifla á Íslandi að það sé vegna þess hversu smá við erum og hversu menntað fólk við eigum. Ég raunar átti nú svo sem aldrei von á því að smæðin ætti eftir að verða okkur að falli en það geta allir dottið án þess að drepast við það ekki satt??

En eins og ég sagði þá er mín kenning (og heldur áfram að vera mín kenning þrátt fyrir fallið) að það hafi alltaf komið Íslandi mjög vel hversu vel menntuð við erum frá mörgum mismunandi þjóðum og heimshlutum. Við erum ekki með eina sýn á hlutunum. Síðan komi smæðin inn í myndina er allt þetta ágæta fólk kom aftur heim og lagði hausana saman í bleyti. Stuttar vegalengdir, auðfenginn aðgangur að stjórnunarfólki þetta eigum við aftur að nota okkur í uppbyggingunni.

Við eigum það fram yfir margar aðrar þjóðir að margir hafa farið erlendis til að læra og það í allar áttir. Ég þarf bara að horfa til Þýskalands, Frakklands og UK til að sjá að þar er ekki um þetta að ræða, flestir hafa einungis menntun sína í eigin landi og hafa ekki eins góðan aðgang að upplýsingum og stefnum annars staðar þrátt fyrir mikla fjölmiðla!
Getur verið tækifæri fyrir okkur eða hvað finnst þér ?? 

??, 13.10.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Hugsaði það sama í gærkvöldi. Eru Bretarnir að falla í sömu gryfjuna og Íslendingar.

Það virðist allavega ekkert duga til varnar þessari heimskreppu en að samfélögin taki á sig alla verðlausu gjörningana. Í USA dugðu 700 milljarðarnir ekkert. Markaðurinn krefst þess að áfram verði ausið fjármagni þar til að hann er viss um að nóg sé komið.

Þetta verður einhverskonar línudans milli þess að markaðurinn telji allar leyndar hættur uppkeyptar af ríkissjóðum/seðlabönkum og svo hins að markaðurinn telji ríkin geta staðið undir skuldbindingunum.

Því það tekur lítið betra við ef markaðurinn telur ríki/þjóðir vera orðnar gjaldþrota.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 13.10.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

??, ég veit að hann var prestur, en þar sem hann var biskup, þá er sú hefð að tala um Herra ekki séra.

Annars finnst mér hræðilegt að sjá hvernig útrásinni er kennt um fall bankanna, því það er rangt.  Útrásinni á aftur sök á því hve fallið er hátt.  Fólk virðist ekki skilja þarna á milli.  Vissulega voru teknar afdrifaríkar ákvarðanir af stjórnvöldum og Seðlabanka sem bæðu juku umfangið og hraðann, þannig að mér sýnist sem allir þurfi að taka á sig einhverja sök. Að persónugera fallið í útrásarmönnunum, eins og Egill gerði í gær, er hreint út sagt rangt.

Marinó G. Njálsson, 13.10.2008 kl. 10:17

6 identicon

Marinó, útrásin er að setja þetta þjóðfélag á nánast hausinn og þessvegna er fólk reitt. Bankarnir tóku þátt í útrásinni og grófu sína eigin gröf með óskynsamlegri starfsemi í þágu sjálfs síns og útrásarinnar. Hefur útrásin felt einhverja sparisjóði sem ekki var búið að binda við bankana?

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:51

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þórður, útrásin felldi ekki bankana.  Þú getur alveg eins sagt að Kárahnjúkavirkjun hafi fellt þá eða uppbyggingin á Íslandi eða húsnæðislánin eða bílalánin.  Það sem felldi bankana var fjárþurrð upp á heilar 150 milljónir EUR sem á þeim tíma var jafngilt innan við 25 milljörðum króna.  Það er alveg hræðilegt, þegar hugsað er til baka hve lítil þúfa velti þungu hlassi. 25 MILLJARÐAR var allt sem Glitni vantaði þegar stjórnarformaður bankans fór að tala við formann bankastjórnar Seðlabankans.  Við vitum svo sem ekkert hvað þessi 25 milljarðar hefur dugað lengi og hugsanlega hefði slíkt lán bara seinkað því óumflýjanlega um fáeina daga eða nokkrar vikur.  Þetta fáum við aldrei að vita.  En miðað við ástandið í dag, þá hefði ég gjarnan viljað að Seðlabankinn hefði bara veitt Glitni blessað lánið án veða!  Þetta er afdrifaríkasta ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu íslenskra efnahagsmála.

En eins og ég sagði fyrr, þá gerir útrásin fallið hærra og er í þeim skilningi að setja okkur á hausinn.

Marinó G. Njálsson, 13.10.2008 kl. 11:55

8 Smámynd: ??

Sammála!

Hvers vegna í ósköpunum fengu "félagarnir" ekki alvöru "analysta" til að meta stöðuna??
Hvað lá á þessari ákvaðanatöku Davís og félaga án nokkurrar yfirvegaðrar og upplýstrar ákvörðunatöku??

Lánin hjá Glitni voru ekki á gjalddaga fyrr en 15. október og við eigum ennþá 2 daga í það (þó að ótrúlegt virðis vera)!! 

En það er eins og alltaf gott að vera vitur eftir á og gott að geta myndað sína skoðun án þess að þurfa að taka neinar ákvarðanir ekki satt?? 

??, 13.10.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband