Leita í fréttum mbl.is

Er víst að peningarnir hafi tapast?

Mér finnst þessi fréttaflutningur af innlánum á reikningum IceSave og KaupthingEdge vera dálítið litaður.  Það er alltaf talað um að peningar hafi tapast.  Miðað við þær upplýsingar sem fást hér á landi, þá eru þessir peningar ekki tapaðir.  Vissulega hafa menn ekki aðgang að þeim í augnablikinu og ekki er ljóst hve mikið fæst út, en þar til að dæmið er gert upp, þá eru þetta ekki tapaðir peningar.  Vissulega eru líkur á því að einhvað tapist, en það gerist þá því aðeins að eignir bankanna standi ekki undir innlánunum.

Mér þætti því nákvæmara hjá fjölmiðlum að tala um að peningarnir gætu tapast eða eru fastir, samanber það sem segir í fréttinni sjálfri:

Bresk líknarsamtök gætu verið að tapa allt að 120 milljónum punda (um 22,5 milljörðum kr.) á þroti íslensku bankanna

Það er alveg nóg að Bretar séu að missa sig yfir þessu, þó við hellum ekki olíu á eldinn með ónákvæmu orðavali.


mbl.is Bresk líknarsamtök að tapa meira en 22 milljörðum á íslensku bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó,

Mig minnir að þú hafir verið að tala um munin á inneignum og fjárfestingum - eða ég sá það einhversstaðar.  Ég held að fólk sé að rugla mikið saman EIGENDUM bankanna, sem hafa tapað, og eigendum INNLÁNA sem hafa ekki tapað neinu nema bankarnir fari hreinlega á hausinn og geti ekki borgað.  Ég þekki ekki nógu vel hver staðan er akkúrat núna, en eftir því sem ég best sé þá hafa bankarnir verið teknir yfir en ekki farið á hausinn, sem þýðir þá að rekstur er í svipuðum skorðum og  innlán og útlán eru eins og þau voru.

Kveðja

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Innistæðueigendum var tryggður fyrsti kröfuréttur að öllu leyti í þrotabúinu með nýrri lagabreytingu á Alþingi. Eignir bankana munu því renna fyrst til þeirra. Ef það er ekki nóg þá kemur tryggingasjóður til skjalana, og ef það er ekki nóg mun ríkissjóður aðstoða að fremsta megni.

Þau sveitarfélög sem önnur opinber og óopinber samtök sem voru svo heimsk að hætta fjármunum annarra inni á ótryggðum reikningum ætluðum almennum sparifjáreigendum verða að taka af leiðingunum. Þau hefðu betur keypt ríkisskuldabréf í sínu heimalandi. En kanski treystu þau ekki breska ríkissjóðnum?

Gunnar Rögnvaldsson, 11.10.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er ekki bara það, Gunnar.  Ástæðan fyrir því að þessir aðilar völdu að leggja þær inn hjá íslensku bönkunum munu, samkvæmt mínum heimildum, liggja í því, að þær voru betur tryggðar þar en hjá breskum innlánastofnunum.  Ef breskur banki far á hausinn, þá hefðu slík innlán verið glötuð um leið.  Engar ábyrgðir, engar tryggingar.  Varðandi IceSave, þá gilda þó að lágmarki ákvæði EES.  Þetta er kannski bitamunur en ekki stigsmunur, en þetta mun vera ein af megin ástæðunum fyrir því að menn voru í miklu mæli að færa peninga inn á þessa reikninga.

Satt er að þessir reikningar voru ætlaðir sparifjáreigendum, en þá hefðu Landsbankamenn kannski átt að hafna hinum innlánunum.

Marinó G. Njálsson, 11.10.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband