Leita í fréttum mbl.is

Héldu menn að örfáar milljónir dygðu?

Seðlabanki Íslands lagði 6 milljónir evra í þremur skömmtum inn á gjaldeyrismarkaði í gær.  Þetta reyndist dropi í hafi og hefur greinilega ekki haft mikil áhrif á gengi krónunnar á alþjóðavísu.  Til þess að áhrifin verði einhver, þá þarf Seðlabankinn greinilega að leggja meira í pottinn og fleiri gjaldmiðla. 

Spurningin er hve mikið er nóg.  Er það 100 milljónir evra eða 1 milljarður evra eða ígildi þessara upphæða í öðrum myntum?  Mér finnst að minnsta kosti að 6 milljónir evra sé allt of lítið, nema að þær hafi átt að vera 6 milljónir á dag í 100 daga.

Þetta er bara enn eitt dæmi um vanmátt Seðlabanka Íslands.  Það er eins og bankinn hafi engin úrræði til að styðja við gengi krónunnar.


mbl.is Ekki hægt að halda gengi föstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Eigum við ekki að bíða með að dæma.  Leyfum allavega vikunni að klárast.

Margrét (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Margrét, ég hélt að Seðlabankanum væri alvara í því að styrkja gengið og því komu mér upphæðirnar sem settar eru í verkið á óvart.  Kannski verða þeir tilbúnir með 100 milljónir evra á morgun og þá skal ég verða fyrstur manna til að hrósa þeim.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2008 kl. 13:49

3 identicon

Sæll,

Ég held að við þurfum öll að hafa hugfast alveg sama hvort við heitum Marinó, Margrét eða eitthvað annað er að stökkva ekki til og dæma strax.  Við höfum því miður ekki allar forsendurnar og verðum að gefa ráðamönnum þjóðarinnar svigrúm til að vinna í málinu

Margrét (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Margrét, mér finnst við vera búin að gefa þeim mjög gott svigrúm.  Það eru um 14 mánuðir síðan krónan byrjaði að lækka.  Það eru 7 mánuðir síðan áhlaupið byrjaði í mars.  Og í september féll krónan gríðarlega.  Við getum ekki beðið endalaust eftir aðgerðum.  Ef tíminn frá því í mars hefði verið nýttur, þá værum við hugsanlega ekki í þessari stöðu.  Ef Seðlabankinn hefði verið til í að hlusta á ráðleggingar Japana, Breta og Bandaríkjamanna (sem ég hef ekki hugmynd hverjar voru), þá hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir eitthvað af þess, en hugsanlega hefði böggul fylgt skammrifi.

Mér finnst svona pínulítið þessi gagnrýni Geirs á "vinaþjóðir" okkar vera eins og heittrúaði maðurinn sem lenti í flóðinu.  Hann treysti á að Guð bjargaði sér og afþakkaði því aðstoð frá manninum á bílnum þegar farið var að flæða að húsinu, manninum á bátnum þegar fyrsta hæðin var komin í kaf og manninum á þyrlunniþegar hann var sjálfur kominn upp á þak.  Hann drukknaði og fór til himna.  Þar hitti hann Guð og sagði við hann:  "Ég er sannkristinn maður og guðrækinn.  Mér hefur verið kennt að Guð bjargi þeim guðræknu.  Af hverju bjargaðir þú mér ekki?"  Guð svaraði: " Ég reyndi.  Fyrst sendi ég manninn á bílnum, en þú afþakkaðir farið.  Svo sendi ég manninn á bátnum og en sagðir þú nei.  Loks sendi ég manninn á þyrlunni, en þú þáðir það ekki.  Hvað gat ég gert meira?"

Við getum ekki valið hvaða aðstoð okkur er boðið á neyðarstundu.  Í sumum tilfellum verðum við að taka því sem býðst og sætta okkur við bögglana sem fylgja.

Marinó G. Njálsson, 8.10.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1681239

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband