6.10.2008 | 16:01
Basel-nefndin gefur út reglur um lausafjáráhættu
Basel-nefndin innan Bank of International Settlements hefur gefið út reglur um stjórnun og eftirlit með greiðsluhæfisáhættu (Principles for Sound Liquidity Risk Management and Supervision). Með þessu er nefndin að bregðast við þeirri lausafjárkreppu sem bankaheimurinn er að ganga í gegnum og fylla upp í holur í fyrra regluverki sínu. Reglurnar má lesa í heild með því að smella hér.
Í inngangi skjalsins segir:
Greiðsluhæfi er geta banka til að fjármagna aukningu eigna og greiða gjaldfallnar skuldbindingar án þess að verða fyrir óásættanlegu tapi. Það grundvallarhlutverk banka að breyt skammtíma innlánum í langtíma lán geri eykur eðlilega greiðsluhæfisáhættu banka, bæði innan bankakerfisins og fyrir markaði í heild. Liggur við allar fjárhagsfærslur og fjárskuldbindingar hafa áhrif á greiðsluhæfi banka. Skilvirk stjórnun á greiðsluhæfisáhættu hjálpar banka að tryggja getu sína til að mæta lausafjárskuldingum...Stjórnun greiðsluhæfisáhættu er gríðarlega mikilvæg þar sem greiðslufall hjá einni stofnun getur haft víðtæk áhrif.
Í skjalinu er lögð áhersla á nokkur meginatriði:
- mikilvægi þess að byggja upp þol fyrir greiðsluhæfisáhættu
- viðhalda viðundandi stigi greiðsluhæfis
- nauðsyn þess að tengja kostnað, hag og áhættu vegna greiðsluhæfi við alla meginstarfsþætti
- bera kennsl á og mæla alls konar atriði sem hafa áhrif á greiðsluhæfiáhættu, þar á meðal samfelda greiðsluhæfisáhættu
- hanna og nota mismunandi álagspróf
- þörf fyrri trausta og starfhæfa áætlun um samfelda fjármögnun
- stjórnun daglegri áhættu vegna greiðsluhæfis og veða
- birta niðurstöður opinberlega
Settar eru fram 17 grundvallarreglur. Fyrsta er það sem er megingrunnregla (fundamental principle). Þá koma ellefu reglur sem snúa að stjórnun greiðsluhæfisáhættu og virðist mér við fyrsta yfirlestur að flestar séu common sense atriði, sem eigi að vera hluti af áhættustjórnun sérhverrar fjármálastofnunar. Regla 13 eru um birtingu upplýsinga. Loks eru fjórar sem fjalla um hlutverk eftirlitsstofnana, hér á landi Fjármálaeftirlit.
Mig langar að benda sérstaklega á reglu 11, en hún fjallar um þörf fyrir formlega áætlun um samfelda fjármögnun (Contingency Funding Plan, CFP) sem á m.a. að lýsa aðgerðum í neyðartilfelli. Í leiðbeiningum með reglunni segir að CFP eigi að gera bönkum kleift að ráða við mismunandi aðstæður er leiða til greiðsluhæfisálags.
Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar veitir nánari upplýsingar um þetta efni. Áhugasömum er bent á að hafa samband með því að senda tölvupóst á oryggi@internet.is.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.