Leita í fréttum mbl.is

Hvaða spennu var létt?

Hún er alveg með ólíkindum niðurstaða ríkisstjórnarinnar og þarfnast skýringar við.  Ég trúi varla því sem ég les, að áfram eigi að láta hlutina leika á reiðanum eins og ekkert sé.  Gengi krónunnar féll um 16% á einni viku (eða hvað það nú var), skuldatryggingarálag bankanna er komið upp í allt að 5.500 stig, það er gjaldeyrisþurrð í landinu og niðurstaðan er núll og nix.  Ég spyr bara hvort rétt sé haft eftir forsætisráðherra.  Er fyrsti apríl?

Fréttastofa sjónvarpsins hefur hins vegar heimildir fyrir því að búið sé að virkja lánalínur til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn, bankarnir hafi samþykkt að selja eignir í útlöndum og lífeyrissjóðirnir ætli að koma með eignir heim.

Ég hefði gjarnan vilja sá tillögur sem væru eitthvað í þessa átt:

  1. Falla frá þjóðnýtingu Glitnis.
  2. Veita Glitni lánið sem bankinn bað um gegn þeim veðum sem bankinn bauð fram
  3. Krefjast þess að eigendur Glitnis leggi fram jafnháa fjárhæð eða fái nýtt hlutfé inn í bankann. Gefa þeim takmarkaðan tíma til verksins. Takist það ekki verði Glitni gert að selja frá sér hluta starfseminnar
  4. Efla gjaldeyrisvarasjóðinn um 8-1000 milljarða hvort heldur með beinu innstreymi eða lánalínum framlagið komi m.a. frá bönkunum, lífeyrissjóðum og ríkissjóði.
  5. Krefjast þess að bankarnir efli lausafjárstöðu sína og vindi ofan af eigna- og skuldatengslum sínum. Lokað verði fyrir krossábyrgðir, þar sem einn bankinn tekur ábyrgðir í hlutabréfum annars, sem tekur ábyrgðir í hlutabréfum hins.
  6. Skipt verði um alla bankastjóra í Seðlabankanum. Ráðinn verði einn yfirbankastjóri. Skilyrðið er að hann hafi mikla reynslu af bankamálum og þekki til hlítar verklag sem tíðkast hjá seðlabönkum. (Mér detta í hug menn eins og Jón Sigurðsson fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins, Jón Sigurðsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins og Tryggvi Pálsson fyrrum bankastjóri Verzlunarbankans og núverandi starfsmaður Seðlabankans.)
  7. Herta verði reglur um áhættuútreikninga bankanna sem meðal annars gera lán til hluthafa annarra banka áhættusamari en í núgildandi reglum.
  8. Bönkunum verði gert að tryggja sér varalánalínur, þannig að missir 2 - 3 meginlánveitenda geti ekki sett þá í greiðsluþrot.
  9. Lausafjárálagsprófanir verði framkvæmdar reglulega samhliða öðrum álagsprófunum.
  10. Síðan þarf gríðarstóran pakka til að aðstoða almenning sem lent hefur í hremmingum með lán sín. Bönkunum verði gert að leggja 200 milljarða á 5 árum í slíkan pakka. Lántakendum verði gert kleift að sækja um niðurfærslu höfuðstóls lána sinna í þennan sjóð.
  11.  Allt regluverk fjármálakerfisins verði endurskoðað með íslenska hagkerfið í huga. 

Ekki það að ég hafi neitt sérstakt vit á þessu, en eina leiðin til að auka trúverðugleika Íslands er að koma með aðgerðir sem styrkja gjaldmiðil þjóðarinnar, lækkar skuldatryggingarálag bankanna og ríkissjóðs og hækkar lánshæfismat bankanna og þjóðarinnar.  Það er eins og menn átti sig ekki á því að lausnin "að gera ekki neitt" mun að öllum líkindum verða til þess að íslensku bankarnir gætu lent í fjöldaúttektum af erlendum innlánsreikningum, skuldatryggingarálag mun hækka og gjaldeyrisskorturinn aukast.

Geir segir að dregið hafi úr spennunni.  Mikið væri gott, ef hann gæti skýrt það út fyrir okkur landsmönnum og umheiminum hvernig hefur dregið úr spennunni.  Markaðir eru búnir að vera lokaðir, þannig að ekki sést það á þeim.  Hvernig geta samræður í timburhúsi við Tjarnargötu dregið úr spennu á markaði?

Nú býð ég spenntur eftir skýringunni og ég býð dauðhræddur eftir viðbrögðum markaðarins.  Ég þarf að greiða 1.000 EUR í vikunni og fannst nógu slæmt að greiða rúmlega 150.000 kr. fyrir þær, en núna bendir flest til að ég þurfi að greiða 200.000 kr.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þú gerir ekkert í dag til að auka trúverðugleika Íslands. Það verður fólk að sætta sig við. Hann er enginn og hann verður enginn þangað til löngu eftir að þessari kreppu slotar.

þess vegna hefur ekkert upp á sig að breyta Glitnisdæminu. Það þýddi gífurlegt verðfall krónunnar og verra lánshæfnismat en það var nú bara eitthvað sem hlaut að koma að.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Salvör, það sem gert var í skjóli myrkurs fyrir viku eru mestu hermndarverk sem unnin hafa verið á íslensku efnahagslífi lengi.  Ég vil frekar taka skellin á því að leiðrétta þau mistök og byggja upp á nýtt, en að láta þau mistök draga okkur dýpra niður.  Lánshæfismatið hrundi við það að þjóðnýta Glitni, það getur ekki versnað meira við að hverfa frá þjóðnýtingunni og láta bankana fá tryggingar hlutahafanna til baka.

Marinó G. Njálsson, 6.10.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er ágætur listi til að byrja á.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.10.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1680031

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband