1.10.2008 | 13:06
Skilar sér í vel yfir 20% verðbólgu og 25% stýrivöxtum á næstu mánuðum
Það er greinilega búið að festa akkeri á blessaða flotkrónuna svo hún hætti að sveiflast. Vandinn er að það er allt of stutt í keðjunni og hún of þung að auki, þannig að krónu greyið er að sökkva til botns. Vandamálið er að við vitum ekki ennþá hve djúpt er þar sem akkerinu var kastað út.
Það er náttúrulega út í hött að krónan sé orðin lægri en japanska jenið eða að svissneskur franki og kanadískur dalur séu komnir yfir 100 kall. Bilun!
En við eigum eftir að bíta úr nálinni með þetta. 18% gengisfall í mars hafði í för með sér 3,4% hækkun vísitölu neysluverðs milli mars og apríl. Hækkun gengisvísitölu nemur um 30% síðustu 30 daga og ef við segjum að verðbólgan hagi sér hlutfallslega svipað núna og í vor, þá má búast við að hækkun vísitölu neysluverðs verði 5,7% milli mælinga í september og október. Það gerir 68% verðbólgu á ársgrunni (þ.e. 5,6% verðbólgan margfölduð með 12) og 12 mánaðaverðbólga yrði 19,9%. Ef síðan er gert ráð fyrir að hækkun vísitölu helmingist milli mánaða næstu tvo mánuði, þ.e. verði 2,8% í nóvember og 1,4% í desember, þá mun verðbólgan ná nýjum toppi í tæpum 24,5% í janúar 2009.
Inn í þessa útreikninga vantar alveg áhrif sem verða af mikilli hækkun stýrivaxta, en fall krónunnar og hækkun verðbólgu kallar óhjákvæmilega á allt af 10% hækkun þeirra, þ.e. úr 15,5% í 25,5% ætli Seðlabankinn að halda jákvæðum stýrivöxtum.
Ég verð að viðurkenna, að þegar ég spáði 18-20% verðbólgu í færslu hér í vor (sjá Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust), þá átti ég ekki von á því að þar væri ég of varkár. En svo virðist sem orð mín:
þá má jafnvel gera ráð fyrir allt að 20% verðbólgu í vetrarbyrjun
muni því miður standast. (Svo það sé skjalfest, þá er fyrsti vetrardagur 25. október, þegar Gormánuður gengur í garð.)
Krónan á enn eftir að veikjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég byggi þetta með stýrivextina bara á því að Seðlabankinn hefur alltaf haldið jákvæðum stýrivöxtum miðað við 12 mánaða verðbólgu. Auðvitað eru 25% stýrivextir algjört brjálæði, en ég er sem sagt að spá þessu út frá þessari grundvallarreglu.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2008 kl. 13:25
Frábær fyrsta málsgreinin hjá þér Marinó. Góð samlíking.
Þrymur, þú hljómar eins og átrúnaðargoðið þitt DO. "Auðvelt að vera vitur eftirá" þvælan, þó allur netheimur og annar heimur sé fullur af gömlum viðvörunum. Svona tala bara fávitar eins og Davíð Oddson og þú átt ekki að láta svona út úr þér.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 1.10.2008 kl. 16:24
Ótti við áhættu ræður ríkjum á fjármálamörkuðum heimsins. Ég held ég að fundarhöld ráðamanna sé hluti af geysilegri vá. Held að að allir íslensku bankarnir eru að rúlla og hagkerfið einnig. Þetta dæmi með Baug/Stoðir/Bónusfeðga og DO er bara lítið sjónarspil miðað við þær hamfarir sem eru að skella á en ég vona svo sannarlega að minn illi grunur reynist rangur.
Þetta er í raun, rétt hjá þér Marínó að eftir bókinni er það eina stjórntæki seðlabankans er vaxtahækkun, hinar eru að loka hagkerfinu og taka upp gjaldeyrisskömtun og færa okkur til baka um 50 ár er ekki raunhæft og að kaupa krónur og eyða gjaldeyrisvarasjóðnum. Það er dauðadæmt það myndi auka álag spákaupmanna og þar erum við berskjölduð.
Held að í þessari stöðu myndi vaxtahækkun, sem annars væri það rétta, komið af stað skriðu gjaldþrota og ólíklegt að menn færu að fjárfesta í íslenskum krónum. Hmmm. ég persónulega myndi ekki gera það.
Sjáðu nú til dæmis síðustu frétt Bloomberg News um Ísland.http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=a95kue97dG9I
"Glitnir and Kaupthing Bank hf, Iceland's biggest bank, have funded lending for acquisitions and other investments in northern Europe by borrowing in money markets rather than using customers' deposits. The banks, along with Landsbanki Islands hf, top the list of European banks most likely to fail, according to prices of credit default swaps collected by Bloomberg." Hmmmm..
``This is a fully-fledged currency crisis,'' said Carl Hammer, an emerging-markets analyst in Stockholm at SEB AB. ``Investors have lost confidence in the financial system and the central bank can't bail out the rest of the banks the same way it did Glitnir. It simply doesn't have the money.'' .....
Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér en held að endrinn er að koma hið íslenska fjármálaævintýri er að breytast í harmleik fyrir fólkið í landinu.
Alþjóðlegir fjárfestar eru að skera á festarnar við okkur. Við erum vélarvana í ólgusjó á hripleku skipi. Fólk á Íslandi er ennþá ekki að fatta þetta. Minn illi grunur er að það sama sé að gerast með Kaupþing og Landsbankann, þeir eiga við fjármögnunarvanda hvort að veðin eru góð eða slæm og eiginfé er xxx miljarðar skiptir hér engu máli. Banki án fjármagns er kafari án súrefnis hann fer mjög og fljótlega á hausinn eða kafnar. Núna þarf að taka skjótar og áhrifaríkar ákvarðanir, það að taka enga ákvörðun er einnig ákvörðun. Það er útséð með að við fáum aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna, held að Geir hafi verið að grátbiðja þá um hjálp þar í síðustu viku. Auðvitað geta mennirnir ekki sagt þetta opinberlega sem sumir eru að reyna að þvinga fram.
Hef spurnir um að það er farið að senda bænarköll til bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum og Evrópska seðlabankans.
Sjá Financial Times: http://www.ft.com/cms/s/72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c,Authorised=false.html?_i_location=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fcms%2Fs%2F1%2F72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c
Í dag fór gengistryggingarálagið upp í 1800 og er hækkandi og ríkissjóður er einnig kominn langt yfir 600.
Á þessum tíma koma fjárlög með 60 miljarða halla og umræðan hér á fróni snýst um hvort hluthafar Glitnis tapi einhverjum krónum er náttúrulega algjört aukaatriði í þessu stóra stóra dæmi.
Gunn (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:38
Gunn, góð samantekt. Ég tek heilshugar undir með þér að það stefnir í óefni og mjög líklega verra ástand en 1983. Það sem mér þykir verst í þessu öllu, eru tækifærin sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafa farið á mis við vegna þess að þessir aðilar bjuggust við því að ástandið myndi ganga fljótt yfir.
En eitt sem ég vil benda fólki á og mun skrifa betur um það síðar. Húsnæðislánin sem ég tók í íslenskum krónum fyrir 9 árum hafa hækkað um hátt í 50% þrátt fyrir allar afborganirnar. Gjaldeyrislánið sem ég tók fyrir 5 árum hefur miðað við gengi í gær hækkað um 47%. Munurinn á þessum tveimur lánum, er að höfuðstóll gjaldeyrislánsins mun lækka, þegar og ef krónan styrkist. Höfuðstóll íslenska lánsins mun eingöngu lækka, ef ég næ að borga nógu mikið af því. Meðal greiðsla af hverri milljón af erlenda láninu hefur það sem af lánstímanum verið umtalsvert lægri en meðal greiðslan af hverri milljón af íslenska láninu. Þannig að þrátt fyrir hinn mikla skell sem við erum að fá með falli krónunnar, þá er verðbólgan og verðbæturnar meiri skaðvaldur en blessuð krónan sem er að sökkva í hyldýpið.
Marinó G. Njálsson, 2.10.2008 kl. 15:24
Í nágranalöndum okkar vita menn vel af þessum vandamálum okkar. Í Noregi hafa þeir ávalt verið mjög varkárir í yfirlýsingum um efnahagsmál á Íslandi. Það er mikið af útlendum fjárfestum á norska hlutabréfamarkaði sem hefur fallið mikið. Hér er einnig farið að bera á gjaldeyrisskorti og núna í dag varð norski seðlabankinn að spýta andvirði 71 miljarði Nkr sem eru næstum svimandi 1400 miljarðar íKr og sænski seðlabankinn 60 miljarða sænskra sem er um 1000 miljarðar Íkr. Þeir hafa mjög öflugt hagkerfi og geysilega gjaldeyrisvarasjóði auk olíusjóðsins og þola vel ágjöf. Við erum því miður ekki í þeirri aðstöðu. Lítið, skuldsett veikt hagkerfi með veikan seðlabanka og geysistóra banka sem eru fyrir löngu vaxnir út úr hagkerfin og það sem ég óttast er að þessi flóknu krosseignatenglsl milli fyrirtækja valdi dómínóáhrifum sem verða mjög stór, gætu þurkað út nánast allt og eftir stæðu rústir einar. Það eru engir fjársterkir aðilar sem vilja fjárfesta á Íslandi nema þá Björgólfsfeðgar, sumum finnst það eflaust slæmt en það er þá betra en enginn. Þetta verður geysileg brunaútsala sem á eftir að koma.
Yfirmaður greiningardeildar First Securitis i Noregi, Harald Magnus Andreassen i First Securities i Noregi sagði um Kaupþing "De er «too big to sell and too big to save»"
http://e24.no/boers-og-finans/article2681372.ece
Stóru bankarnir þrír Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn eru auðvitað stærsta málið, sparisjóðirnir róa einnig lífróðri og spá ég þvi að innan skamms tíma verði enginn sparisjóður eftir, Kaupþing verður farið og eftir standi Landsbankinn Ísland öll erlend starsfsemi farin og kanski Glitnir ef hluthafarnir haldi að þeir fái annan fjárfesti, en sjáum hvað gerist, samsláttur er einnig í myndinni og það er eflaust rætt en spurning hvernig það kæmi út á þessum tíma og það yrði án efa að vera með milligjöf rikisins. Fyrst fá þessir aðilar ríkisbankanna að gjöf og 12 árum seinna er svona komið.
Gunn (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 16:07
Þakka hressilegan pistil eins og oft áður. Forsætisráðherrann blessaður hefði betur lesið eitthvað af þeim, það var ekki sjón að sjá hann í þingsölum í gærkvöldi. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs 27. október, merktu við daginn í almanakinu þínu.
Erna Bjarnadóttir, 3.10.2008 kl. 08:11
Ég get alveg fullvissað um að ég fylgist vel með öllum verðbólgutölu, enda sá aðili á landinu sem hef birt nákvæmustu langtímaspárnar hingað til
Marinó G. Njálsson, 3.10.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.