24.9.2008 | 10:16
Fátt sem kemur á óvart
Það var alveg fyrirséð að ársverðbólgan myndi lækka milli ágúst og september. Að lækkunin hafi ekki orðið meiri er viss vonbrigði, en því veldur fyrst og fremst veiking krónunnar. Greinilegt er að menn eru að taka lækkun krónunnar í meira mæli inn í nýjar vörur að loknum útsölum en gert hafði verið áður en útsölur hófust. Síðan er spurning að hve miklu leiti lækkun krónunnar fyrstu dagana í september eru að spila inn í þetta.
Núna er það að gerast í fyrsta skipti í mörg ár að húsnæðisliður vísitölunnar er að hafa veruleg áhrif til lækkunar. Ræður þar mest markaðsverðið, en vert er að rifja upp á veruleg hækkun varð á byggingavísitölu í síðustu mælingu.
Þessi lækkun á ársverðbólgu milli talna í ágúst og september kemur, eins og áður segir, ekki á óvart, Ástæðan er, líkt og ég hef bent á í fyrri færslum, að vísitala neysluverðs hækkaði frekar mikið milli ágúst og september 2007 eða um 1,32% borið saman við 0,86% núna. Mælingarnar eru ekki alveg samanburðarhæfar, þar sem mælingin í fyrra var gerð hálfum mánuði fyrr. Nú ef við leiðréttum síðan mælinguna með tilliti til þess að ársverðbólga upp á 14% er raunar 54 vikna verðbólga en ekki 52 vikna, þá kemur í ljós að ársverðbólga frá 15. september 2007 til 15. september 2008 er nokkuð nálægt því að vera 13,7%. (Fundið með því að nota bara helming af vísitölu hækkun milli september og október 2007.)
En þetta eru góðu fréttirnar. Nú koma þær slæmu. Þar sem krónan hefur verið að taka dýfu það sem af er september, þá má búast við áhrifum af því í næstu verðbólgumælingu. Hækkun gengisvísitölunnar er orðin 14% frá 1. september. Bara svo fólk átti sig á því, þá olli 18% gengislækkun frá 1. mars fram að páskum því að verðbólga milli mars og apríl mældist 3,4%. Ef við gerum ráð fyrir að 14% gengislækkun á sama tíma í september valdi hlutfallslega jafnmikilli verðbólgu milli september og október, þá verður hún um 2,6%. Það þýðir að ársverðbólga í október mun mælast yfir 16%. Ef við höldum áfram og notum verðbólgutölur frá maí og júní fyrir nóvember og desember, þá verður ársverðbólga í nóvember rúm 17% og sambærilegar tölur fyrir desember og janúar verða um 17,5% og 18,3%. Nú segir örugglega einhver að gengið lækki ekki mikið úr þessu, en höfum það í huga að frá 23.3. til 6.7. þá var vissulega mikið flökt á krónunni, en upphafsgengið og lokagengið var nánast það sama. Raunar lækkaði gengið ekki nema um 1,24% frá 23.3. til 1.9., eins og áður var bent á. Þannig að þó svo að krónan veikist ekkert frekar, þá er útlit fyrir yfir 18% verðbólgu. Taki gengið upp á því að styrkjast verulega á næstu dögum, þá getur verið að gengisbreytingin rati ekki inn í vöruverð og við sleppum með skrekkinn.
Verðbólgan 14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 1681251
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er mjög einfalt. Ef ekki tekst að styrkja gengið þá verður ekki barist við verðbólguna. Gengið er hreinlega forsenda þess að takist að hemja verðbólguna, annars ratar þetta á endanum inn í vöruverðið.
Og eins og þú veist mjög vel, miðað við stöðuna í dag, er verðhjöðnun mun betri leið til að ná fram kjarabótum / stöðuleika en launahækkanir þar sem það er meiri líkur til þess að þær glatist ekki á leiðinni.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.