23.9.2008 | 17:04
Hækkun gengisvísitölu er 50% það sem af er ári
Þau stórmerku tímamót urðu í dag, að gengisvísitalan lokaði í yfir 180 stigum. Það sem meira er að hækkun vísitölunnar það sem af er árinu er komin yfir fimmtíu af hundraði. Þetta þýðir að það sem kostaði okkur 2 krónur í ársbyrjun kostar núna 3 krónur. Til að setja þetta í samhengi þá er hér fyrir neðan gengi nokkurra gjaldmiðla samkvæmt miðgengi hjá Glitni 1. janúar sl. og síðan við lok útsölumarkaðar Seðlabankans í dag.
Gengi | 1.1.2008 | 23.9.2008 | Mismunur |
EUR | 91,65 | 139,31 | 52,00% |
USD | 62,32 | 94,69 | 51,94% |
CHF | 56,46 | 87,46 | 54,91% |
CAD | 62,68 | 91,434 | 45,87% |
NOK | 11,55 | 16,9539 | 46,79% |
JPY | 0,5687 | 0,8947 | 57,32% |
GVT | 120,5 | 181,4 | 50,54% |
Svona með fullri virðingu fyrir því að ástandið á alþjóðafjármálamörkuðum sé skelfilegt, en sýnir þetta ekki augljóslega hvað peningamálastjórn Seðlabanka Íslands og hagstjórn ríkisstjórnar Íslands hafa gjörsamlega brugðist. Þetta er svo fáránlegt, að menn eru komnir yfir það að bölsótast út í fall krónunnar og eru komnir yfir í hysterískan hlátur.
Afleiðing af þessu, er að þeir sem skulduðu í upphafi árs kr. 10 milljónir í myntkröfu með blöndu af ofangreindum myntum, skulda núna kr. 15.054.000. Greiðslubyrði lánsins sem var segjum kr. 100.000 á mánuði í byrjun janúar er komin í kr. 150.000 að viðbættu því að vextir sem voru 6% í janúar eru komnir í 9 og upp í 12% núna.
Á meðan þessu fer fram tjáir forsætisráðherra sig bara í drottningarviðtölum á Íslandi eða við erlenda blaðamenn sem vita ekki hvers á að spyrja. Seðlabankastjóri stingur úfnum hausnum fram við og við og kennir öllum um nema sjálfum sér. Efnahagsráðgjafi er ráðinn, en hann er bara að skoða málin. Er einhver til í að gefa sig fram sem getur gert eitthvað?
Það eru nærri því 7 mánuðir síðan að krónudallurinn fór að taka á sig sjó. Á þessum tíma hafa ríkisstjórn og Seðlabanki örfáum sinnum reynt að dæla upp úr dallinum, en síðan tekið sér góða pásu enda vafalaust dauðuppgefnir á puðinu og gjörsamlega úrræðalausir. Nú er svo komið að allar lestar eru fullar af vatni og flestar vistarverur líka. Farið er að flæða langt upp á aðalvélina og styttist í að hún fari í kaf. Ef ekki verður byrjað fljótlega að dæla með öflugum dælum, þá sekkur bévítans dallurinn. Hvaða skipstjóri léti svona lagað ganga yfir dallinn sinn? Enginn, en meðan á þessu stendur er forsætisráðherra í felum og seðlabankastjóri í hnútakasti. Er það nema von að trúverðugleiki þeirra sé enginn.
Ég spáði því í vor að verðbólga gæti í versta falli farið í 18-20% á haustmánuðum, en aldrei lægra en 14% síðsumars. Um daginn hélt ég að verðbólgutoppnum væri náð, en nú er ég ekki viss. Mér sýnist að þetta síðast hrap krónunnar gæti orðið til þess að verðbólga í október gæti numið tæplega 15% og síðan fari hún yfir 15% í nóvember. Hressist krónan ekki verulega á næstu vikum, þá kemur fátt í veg fyrir þessa þróun.
Lokagildi gengisvísitölu í fyrsta skipti hærra en 180 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Rétt hjá þér, Marinó. En manstu ekki eftir umræðunni um að krónan hefði verið of sterk þá ? Allir vissu að hún gæfi eftir en hversu mikið vissi enginn. Til lengri tíma litið reikna allir eftir að þetta muni ganga töluvert eftir. Það mun örugglega gerast, svo við verðum bara að bíða.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:24
Örn, ég er alveg sammála þér í því að krónan muni styrkjast aftur. Það er ekki málið. Spurningarnar sem gott væri að vita svörin við eru:
Bara svo fólk átti sig á því, þá olli 18% gengislækkun frá 1. til 23. mars því að verðbólga milli mars og apríl mældist 3,4%. Ef við gerum ráð fyrir að hátt í 16% gengislækkun á sama tíma í september valdi hlutfallslega jafnmikilli gengislækkun milli september og október, þá verður hún um 3%. Það þýðir að ársverðbólga í október mun mælast yfir 17%. Ef við höldum áfram og notum verðbólgutölur frá maí og júní fyrir nóvember og desember, þá verður ársverðbólga í nóvember tæp 18% og sambærilegar tölur fyrir desember og janúar verða um 18,25% og 19%. Nú segir örugglega einhver að gengið lækki ekki mikið úr þessu, en höfum það í huga að frá 23.3. til 6.7. þá var vissulega mikið flökt á krónunni, en upphafsgengið og lokagengið var nánast það sama. Raunar lækkaði gengið ekki nema um 1,24% frá 23.3. til 1.9. Þannig að þó svo að krónan veikist ekkert frekar, þá er útlit fyrir 18 - 19% verðbólgu. Ef þetta er það sem Seðlabankinn og ríkisstjórnin vilja, þá verði þeim að góðu. Vissulega næst fram hin mikla raunlækkun fasteignaverðs, en fjöldi fyrirtækja og heimila verður kominn að fótum fram þegar þessi holskefla verður gengin hjá.
Að lokum vil ég bara setja inn tengil á færsluna mína frá því í vor: Verður 12 mánaðaverðbólga 18-20% í haust Jafnframt vil ég koma með smá tilvísun í þá færslu:
Marinó G. Njálsson, 24.9.2008 kl. 00:01
Á meðan verðbólgan æður upp þá hækkar hún raungengi krónunnar. Það leiðir til þess að aðlögun krónunnar mun ekki fara fram gegnum leiðréttingu á nafngengi heldur raungengi. Ég óttast því mjög að jafnvægisraungengi krónunnar verði við tiltölulega hátt nafngengi. Ég taldi með sjálfum mér í upphafi ársins að það væri í kringum GVT 130 en ég reiknaði um daginn að það hefur hliðrast í átt að 150-160.
Ég held að við séum að horfa upp á eina mestu eignarupptöku í sögu Íslands, því miður. Almenningur getur ekki varið eigið fé sitt sem er að megninu í steinsteypu. Ég er ekki svartsýnn aðeins raunsær.
Það er samt alltaf bjartar hliðar á öllu og þessi niðursveifla mun hugsanlega verða til þess að við förum að beina huga okkar að því sem skiptir meira máli. Við misstum okkur aðeins á síðustu misserum en við eigum svo margt gott inni. Leitum að betri gildum og fyrirmyndum en þeim sem við höfum litið til undanfarið.
BNW (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:57
Takk kæri Marinó....flott hvernig þú vinnur þetta.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.9.2008 kl. 20:07
Þetta er svona svipað og að segja við krabbameinssjúkling með tannpínu:"Það borgar sig ekki að senda þig til tannlæknis því það læknar ekki krabbameinið!"
Atli Geir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.