19.9.2008 | 14:05
Björgunaraðgerðir virðast bera árangur
Heimsins umfangsmestu björgunaraðgerðir virðast vera að bera árangur. Opnunin í Bandaríkjunum hefur ekki verið betri í 6 ár. Hamagangurinn í kauphöllunum er svo mikill að menn hafa ekki undan. Hækkanirnar á fjármálafyrirtækjum mælast allt að 90% og flest hækka um tugi, já tugi, prósenta.
Vissulega er ekki búið að tilkynna nákvæmlega hvað muni felast í björgunaraðgerðunum, en bara að þær hafi verið tilkynntar og að skortsölur hafa tímabundið verið bannaðar, hafa haft þessi áhrif. Nú mun tíminn einn leiða í ljós hvort þetta er upphafið á viðsnúningi eða bara smá uppsveifla áður en niðursveiflan helst áfram. Hafa heyrt svo oft undanfarna mánuði, að botninum hafi verið náð bara til að uppgötva daginn eftir að svo var ekki, þá er maður heldur á varðbergi gagnvart slíkum yfirlýsingum.
Ekki má líta framhjá því, að þó svo að mörg félög munu hækka gríðarlega í dag, þá mun það ekki duga til að vega upp lækkun þessara félaga á markaði síðustu vikur og mánuði. Til að vega upp 80% fall hlutabréfa þarf 400% hækkun, þannig að 30-50% hækkun í dag er bara dropi í hafi. Það sem mun aftur líklegast gerast í dag, er að skortsalar þurfa að kaupa til baka hlutabréf í félögum sem þeir hafa skortselt, a.m.k. þeir sem þurfa að skila bréfunum fyrir 2. október.
Verðhækkun vestanhafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1680033
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Björgunaraðgerðirnir munu kosta hundruð milljarða dala og fela í sér umfangsmikla endurskoðun laga um fjármálafyrirtæki, að sögn Paulson , fjármálaráðherra Bandaríkjanna rétt í þessu.
Marinó G. Njálsson, 19.9.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.