Leita í fréttum mbl.is

Hrunið í Bandaríkjunum íslenskum bönkum að kenna!!!

Það er forvitnilegt að fylgjast með umræðunni á erlendum fréttamiðlum um hrunið í Bandaríkjunum.  Ég rambaði inn á einn þráðinn á FT Alphaville og þar blasti við eftirfarandi athugasemd:

Posted by stocious

Icelandic Banks suspected of shorting Investment Banks in act of vengeance…………….

Hugsanlega kemur það vel á vondan að Lehman Brothers hafi lent í þeim hremmingum sem fyrirtækið er komið í, þar sem fulltrúar þess voru grunaðir um að hafa staðið að baki "atlögunni" að íslenska bankakerfinu síðvetrar, en að einhverjum detti í hug að íslenskir bankar hafi bolmagn til að skortselja Lehman Brothers í gjaldþrot, það er hugmyndaflug í lagi.

Annars telja menn sökina frekar liggja í "nakinni" skortstöðu, en hún felst í því að skortselja verðbréf án þess að hafa fengið bréfin fyrst að láni.  Síðan tekst mönnum ekki að standa skil á bréfunum til kaupenda.  SEC hefur sent frá sér fréttatilkynningu (sjá hér) þar sem tilkynnt er að "nakinni" skortsölu í öllum almenningshlutafélögum, þar með öllum helstu fjármálafyrirtækjum vestanhafs, er sett þau takmörk að afhenda skal kaupanda bréfin fyrir lok þriðja viðskiptadags frá því að viðskipti eiga sér stað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 1681211

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband