Leita í fréttum mbl.is

Af hverju má ekki halda sig við skipulag?

Ég er nú íbúi í Lindahverfi og óttast ekki þessar framkvæmdir í hverfinu.  Ef við tökum, t.d., umferðina, er eitthvað betra að hún renni öll til Reykjavíkur í staðinn fyrir að hluti hennar stoppi í Kópavogi.  Einnig gæti fengist betra umferðaflæði, þar sem umferðin er ekki öll að fara í sömu áttina.  Þá gætu skapast mikil atvinnutækifæri fyrir íbúa á svæðinu, sem kæmi þá í veg fyrir þessa þjóðflutninga sem eru tvisvar á dag milli Reykjavíkur og bæjarfélaganna fyrir sunnan borgina.  Glaðheimasvæðið verður á krossgötum tveggja stórra umferðaræða, þ.e. Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar.  Það er því mun betra að staðsetja þessa uppbyggingu á Glaðheimasvæðinu en í Kvosinni, þar sem allt kemur úr einni átt.

Menn verða að fara að hugsa fyrir því að færi atvinnusvæðin nær íbúasvæðunum.  Það gengur ekki er að 50-70% af atvinnuhúsnæði í Reykjavík sé vestan Kringlumýrarbrautar.  Menn misstu af tveimur gullnum tækifærum á undanförnum árum til að breyta þessu.  Þá á ég við Landspítalann og Háskólann í Reykjavík.  Það er algjör fásinna að færa Háskólann í Reykjavík inn í botnlaga við Skerjafjörð nema menn ætli að koma með nýjar umferðaræðar að svæðinu á næstu árum.  Að beina aukalega fleiri þúsund mann um yfirfullar götur, er svo mikil skammsýni og á eftir að koma í bakið á fólki.  Mun skynsamlegra hefði verið að flytja hann upp í efri byggðir Reykjavíkur, t.d. í Úlfarsárdal.  Sama er með Landspítalann.  Út frá gatnatengingum þá er staðsetning hans í Reykjavík 101 hreint heimskuleg.  Það er sagt að þetta sé gert vegna nálægðarinnar við Háskóla Íslands.  Mér hefur alltaf fundist þau rök heldur klén.  Hvort er betra að nokkrir tugir einstaklinga aki 10 km lengra á dag, en að nokkur hundruð manns aki 10 km lengra á dag?  Í mínum huga voru Vífilsstaðir mun betri staður eða Keldnasvæðið.  Þá hefðu menn getað notað Landspítalasvæðið undir íbúabyggð.

En aftur að Lindahverfi.  Það virðist vera sem Gunnar og félagar séu búnir að fullkomna það sem ég kalla býttiaðferðina.  Hún byggir á því að þegar ná á einhverju fram, sem er utan hefðbundins ramma, að bjóða fólki afleita kosti, t.d. 12 hæða hús, og fá það til að samþykja 6-7 hæðir, þó svo að áður hafi verið kveðið á um 4 hæðir.  Þannig veit ég, að KS verktakar voru ekki að biðja um jafnháa byggingu á Nónhæð og Kópavogsbær setti í kynningu.  Ekki bara það, að byggingin sem síðan var sett fram sem málamiðlun var líka stærri en sú sem KS verktakar ætluðu að byggja í upphafi.  Þessu er líklega eins farið með Lindir IV, að þar hafa byggingaraðilar ekki óskað eftir jafnháu húsi og Kópavogsbær kynnti, heldur er markmiðið að gefa fólki dúsu með því að lækka húsin en ná samt fram hækkun þeirra.  Þetta er að sjálfsögðu sú aðferð sem menn hafa notað í gegnum árin til að fá rétta lánsfjárhæð hjá bankanum eða hækka skatta!

Ég hef ekkert á móti háhýsabyggð meðan að henni er dreift þokkalega, en það sem mér finnst skipta megin máli er að fólk geti treyst því að skipulag haldist.  Hringlandahátturinn sem hefur verið með  skipulag í Lindum IV (þ.e. svæðið þar sem Elko, Krónan og Intersport eru), er með slíkum ólíkindum að góður rithöfundur hefði ekki getað búið til slíkan söguþráð.  Fyrir 10 árum var gert ráð fyrir að þarna kæmi framhaldsskóli.  Staðsetning skólans þarna hafði talsvert að segja í ákvörðun okkar að flytja í hverfið.  Síðan liðu nokkur ár og horfið var frá hugmyndum um skólann án þess að gefin væri ástæða fyrir því.  Næst átti að koma eitt hús með verslunum á neðstu hæð, skrifstofum, hóteli og jafnvel íbúðahúsnæði á efri hæðum.  Þetta átti að vera allt að 12 hæða turn.  Honum var hafnað af íbúum, jafnvel þó hann hafi verið lækkaður í 8 hæðir.  Það plan var líka blásið af.  Síðan kom þessi tillaga um lágreist verslunarhúsnæði og til hliðar fjögurra hæða skrifstofuhúsnæði.  Verslunarhúsnæðið er komið og byrjað er á undirstöðu hins hússins, þegar Gunnar og félagar vilja allt í einu byggja hærra.  Ég skil ekki svona hringlandahátt.  Hvað er að því að halda sig við skipulag?


mbl.is Íbúar hræðast aukna umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Það er nú bara þannig að skipulag þarf að vera í stöðugri skoðun. annars verður engin þróun.

Fólk virðist alltaf verða jafn galið út af turnum, það virðist ekki fatta að 5-6 hæða hús sem fer upp fyrir sjóndeildarhringinn, byrgir jafnmikið fyrir útsýni og 20 hæða hús. 

Þetta 10 hæða hús sem á að koma þarna virðist vera dálítið langt, það færi mikið betur að stytta það um helming, en hafa það 20 hæðir í staðin.

Á Nónshæð fór miklu betur að hafa tvo turna ásamt lágreistri byggð, heldur en massa að 1-2-3-4og5 hæða húsum eins og tillagan er í dag. 

Það er alveg ljóst að þessi uppbygging ásamt umferðarmannvirkjum mun hafa góð áhrif á umferðina, sé horft á höfuðborgina í heild. 

Sturla Snorrason, 5.9.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 1680565

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband