27.8.2008 | 13:59
Verðbólgutoppnum náð
Það er nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart í þessum verðbólgutölum. Hvort verðbólgan varð 0,9% milli mánaða eða 1,1% eins og sumar greiningardeildir spáðu skiptir ekki öllu. Það sem aftur skiptir miklu er að toppinum er náð. Búast má við að verðbólga í næsta mánuði lækki nokkuð og verði á bilinu 13,4 til 13,8% allt eftir því hvernig gengið hagar sér og hvaða breytingar verða á olíuverði og vaxtastigi. Hugsanlega eru einhver áhrifa af útsölum inni í núverandi mælingu. Í þessum tölum mínum er gert ráð fyrir að breyting vísitölu neysluverð verði á bilinu 0,3 - 0,7% á milli ágúst og september. Ef tekin er reynsla undanfarinna ára, þá er líklegt að verðbólga milli ágúst og september verði á bilinu 0.3 - 0,4%, sem gefur 12 mánaða verðbólgu upp á 13,4 - 13,5%. (Ég sé að greiningardeildir bankanna eru mjög ósammála um þróun næstu mánaða.)
Það má spyrja hvort þessar verðbólgutölur munu hafa áhrif á stýrivexti. Miðað við 14,5% verðbólgu, þá eru raunstýrivextir komnir niður í 1%, sem er með því lægsta sem gerst hefur. Raunar hafa raunstýrivextir aðeins einu sinni verið lægri, en það var í janúar 2002 þegar þeir mældust 0,7%. Það var í lok verðbólgukúfs sem kom í kjölfar mikillar lækkunar krónunnar í nóvember 2001. Það vill svo til að verðbólga milli desember 2001 og janúar 2002 var 0,9%. Alveg eins og núna. Þá sat Seðlabankinn á sér og féll ekki í þá freistni að hækka stýrivexti (hafði raunar lækkað þá 2 mánuðum áður) og það sem meira var, að bankinn lækkaði þá verulega fljótlega eftir það.
Það er haft eftir Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, að verðbólgan sé skelfileg núna, en það er eiginlega ekki rétt. Þá er ég að líta til verðbólgu milli júlí og ágúst. Verðbólgan var skelfileg í frá janúar fram í júní/júlí, en á því tímabili mælist hún 9,8%. Ársverðbólgan er meira og minna að endurspegla þær tölur. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann, þá sést að sambærilegar tölur fyrir 2007 voru 1,3% og 2005 1,5%. (Ég segi sambærilegar tölur, þar sem mælingunni var breytt um áramót. Nú er mælt frá miðjum síðasta mánuði að miðjum núverandi mánuði, en áður var mælt frá byrjun síðasta mánaðar til byrjunar núverandi mánaðar. Þetta hefur almennt ekki áhrif, en það gerir það í ágúst. Samkvæmt fyrri mælingaraðferð höfðu sumarútsölur áhrif til lækkunar í verðbólgutölum fyrir ágúst, en núna hafa þær áhrif til hækkunar. Það er því nauðsynlegt að bera verðbólgutölur fyrir ágúst í ár við verðbólgutölur í september hér áður fyrr.) Verðbólgutölur í september 2006 og 2004 voru aftur 0,6% og 0,4%. Meðaltal þessara fjögurra talna er því 0,95% eða svipað og núna. Þetta eru því tölur sem búast mátti við. Hagkerfið er búið að taka inn á sig lækkun gengisins, hækkun olíuverðs og hækkun vaxta og héðan í frá má búast við snörpum viðsnúningi.
Ég hef áður spáð að verðbólga verði milli 11 og 12,5% í árslok og sé enga ástæðu til að breyta því við þessar tölur, sem að mínu mati voru fyrirséðar (með einhverjum skekkjumörkum). Ársverðbólga upp á 12% er mjög líkleg og ekkert nema snörp verðhjöðnun getur breytt því.
Það var eitt í þessum tölum sem mér fannst úr takt, en það var hækkun á efni til viðhalds húsnæðis. Þessi tala kom mér samt ekki á óvart (þó hún sé úr takti við annað), þar sem ég er húsbyggjandi hef orðið var við óhugnanlegar hækkanir á byggingavöru. Mælast slíkar hækkanir stundum allt að 40 - 50%!
Verðbólgan 14,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.