26.8.2008 | 17:00
Atburðir sem Vesturlönd buðu upp á!
Rússar vöruðu við því að þetta myndi gerast, ef Vesturlönd styddu sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo. Rússar voru á móti því að Kosovo yrði klofið frá Serbíu og töldu að það setti af stað ferli sem erfitt yrði að stoppa. Það var ekki bara út af Suður-Ossetíu og Abkhasíu, heldur einnig út af fjölmörgum lýðveldum innan Rússlands sem hugsanlega vildu fara sömu leið. Það eru líka héruð út um allan heim sem eru í sömu stöðu og má þar nefna Baskahéruð og Katilóníu á Spáni, héruð Tamíla á Sri Lanka og Quebec í Kanada.
Það má svo sem spyrja sig hvort ekki sé betra að Suður-Ossetía fái að lýsa svona yfir sjálfstæði án verulegra átaka en að þar þurfi fyrst að geisa margra ára stríð með tilheyrandi mannfalli. Mannfallið í átökunum hingað til er óverulegt (þó allt mannfall sé af hinu illa). Ég get ekki séð að Suður-Ossetar muni sætta sig við það að tilheyra Georgíu (eða Grúsíu eins og það er víst á íslensku eða var það Laxnes sem notaði þetta heiti) og því sé þetta besta lausnin. Sama sýnist mér gilda um Abkhasíu. Hvort þessi héruð kjósa svo að sameinast Rússlandi, verður bara að fá að koma í ljós.
Það sem ég legg þó áherslu á að í mínum huga er nákvæmlega enginn munur á þessu máli og málefnum Kosovo. Her Georgíu réðst inn í Suður-Ossetíu til að brjóta á bak aftur tilraunir heimamanna að öðlast sjálfstæði. Í tilfelli Kosovo voru það Serbar sem fóru inn í Kosovo til að brjóta Albanana á bak aftur. Í tilfelli Kosovo skarst NATO í leikinn eftir mikið mannfall og fjöldamorð á heimamönnum, en nú skarst her Rússa í leikinn áður en mannfall varð of mikið. Í tilfelli Kosovo lögðu Rússar Serbum til vopn. Í tilfelli Suður-Ossetíu voru það Bandaríkjamenn sem lögðu Georgíumönnum til vopn.
Nú er ég alls ekki vinstri maður og enn síður einhver aðdáandi rússneskra valdhafa. En mér finnst fáránlegt að horfa upp á Vesturlönd setja einar reglur fyrir sig og aðrar fyrir þau ríki sem eru þeim ekki þóknanleg. Það kemst aldrei á friður í heiminum meðan svo er. Mér finnst einnig furðulegt að sjá fréttir um það að vopnaflutningur með íslenskum vélum frá Bandaríkjunum til Georgíu hafi átt sér stað örfáum dögum áður en her Georgíu hóf aðgerðir sínar í Suður-Ossetíu og Abkhasíu. Ákveðið var að nota íslenskar vélar vegna þess að það hefði ekki þótt líta nógu vel út, ef bandarískar Herkúles vélar hefðu verið notaðar! Það þarf ekki miklar vangaveltur um samsæriskenningar til að komast að þeirri niðurstöðu að árás Georgíuhers hafi verið pöntuð af stjórnvöldum í Washington til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í nóvember. Það er nefnilega þekkt, að Bandaríkjamenn kjósa frekar fíla (repúblikana) en asna (demókrata) á slíkri stundu.
Menn hafa gagnrýnt Rússa fyrir útþenslustefnu en gleyma því að það er líka að gerast á hinni hliðinni. Bandaríkjamönnum er mikið kappsmál að fjölga ríkjum NATÓ eins mikið og mögulegt er. Ég get alveg skilið að Rússum finnist sér ógnað, þó ég hafi enga samúð með þeim. Sama á við um eldflaugavarnir Bandaríkjamanna, sem á að koma upp í nokkrum Austur-Evrópulöndum. Sagt er að þær eigi að verja Bandaríkin fyrir árásum frá Íran, en íranskar flaugar drífa ekki einu sinni til Ísrael, þannig að það er borin von að þær nái til Bandaríkjanna. Auk þess vissi ég ekki til að Íran ætti í stríði við Bandaríkin eða að Bandríkjunum stæði ógn af slíkum eldflaugum.
Ég er nú ekki viss um að Bandaríkjamenn yrðu hrifnir ef Rússar settu upp slíkar flaugar á Kúbu eða í Mexikó. Þeir gætu þóst vera að verjast flaugum frá Argentínu eða Brasilíu! Hvað veit maður? Bandaríkin sjá ógnir í hverju horni, þannig að það hlýtur að vera satt!
Ég óttast að sú hernaðaruppbygging sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár geti ekki endað á nema einn veg. Það þarf að nota þennan herafla. Þannig hefur það reynst í gegnum tíðina og það er engin ástæða til að breyting verði á núna. NATÓ hefur látið teyma sig inn í átök í Afganistan án þess að þau átök geti fallið undir hlutverk NATÓ. Það var gert svo Bandaríkin gætu gert innrás í Írak. Innrás sem var ekki bara tilefnislaus heldur hefur stofnað friði í heiminum í voða. Innrás sem hefur náð að sameina fjölda öfgahópa í baráttunni við Vesturlönd. Innrás sem hefur sýnt heiminum fram á að bandarísk stjórnvöld fara sínu fram hvað sem hver segir eða sönnunargögn sýna fram á. Innrás sem sýnir að Bandaríkin hunsa ályktanir Öryggisráðsins þegar þeim hentar. Meðan Bandaríkin haga sér svona, er nema von að aðrir hermi eftir þeim.
Rússar viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkhaziu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Jahá. Ég hafði ekki pælt í Kosovo tengingunni. Nú fer þetta að meika meiri sens hjá Rússum...
Engu að síður tel ég að þetta sé vafasamt...rétt eins og yfirgangur NATO í Serbíu og nágrenni. Ég hef síðustu þrjú ár teflt í Obrenovac, úthverfi Belgrað (nefnt fyrir Obrenovic prinsi og kóngi held ég - sjálfstæðishetjunni gegn Tyrkjum sem fluttu Serba frá Kosovo og Albana inn í staðinn). Þar í bæ er raforkuverið sem NATO sprengdi. Víða má enn sjá ummerki tilgangslausra sprenginga NATO.
En Marínó. Hvenær ætlarðu að taka fram skákkallanna að nýju?
Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 17:11
Snorri, ég hef alveg lagt skákina á hilluna, enda hef ég aldrei jafnað mig á því að tapa fyrir þér um árið .
Auðvitað er þetta vafasamt, kolvitlaust og ekki til þess fallið að auka jafnvægið á svæðinu. Þetta er jafn arfavitlaust og innrásin í Írak eða að leyfa Kosovo að lýsa yfir sjálfstæði eða að koma upp eldflaugavarnarkerfi við túnfót Rússa. Þetta er líka sorglegt vegna þess að það hafði skapast þokkalegt jafnvægi fyrir nokkrum árum og maður hélt að kannski kæmist á varanlegur friður.
Marinó G. Njálsson, 26.8.2008 kl. 17:18
Kannski þolir heimurinn ekki frið? Það verður alltaf að vera ófriður til að benda á að vandamálin séu einhverjum öðrum að kenna.
Snorri Bergz, 26.8.2008 kl. 17:56
Ég er svo sammála þér. Það hryggir mig einnig hve ósjálfstæð vinnubrögð virðast eiga upp á pallborð íslenskra fjölmiðla. Hér virðist engin sjálfstæð fréttamennska eiga sér stað, varðandi alþjóðamál, heldur er amerískum fréttum stungið í örbylgjuofnin og hitaðar ofaní okkur og allir kaupa Rússagrýluna...
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.8.2008 kl. 20:14
Þetta er rétt athugað.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 20:19
Já, bara ef menn (karlar og konur) væru sjálfum sér samkvæm og létu sama yfir alla ganga þá væri strax friðvænlegra í heiminum.
Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2008 kl. 09:59
Ég sé að Fréttablaðið tekur þetta mál upp í FBL-greiningu í dag. Mér finnst þeir samt gleyma því að hvorki Suður-Ossetía né Abkhasia tilheyrðu Georgíu fyrr en Stalín skipaði svo fyrir. Hvað telst svo sögulega georgískt land eða landfræðilega, er fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar að deila um.
Suður-Ossetía (og raunar Abkhasía líka) lýsti fljótlega yfir sjálfstjórn sinni eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og eiga því mun frekar tilkall til þess að kallast sjálfstætt ríki, en t.d. Kosovo. Nú eru 18 ár síðan að Suður-Ossetar tóku yfir stjórn sinna mála, en Rússar hafa hingað til ekki viljað að þeir klyfu sig alveg frá Georgíu. Ákvörðun Vesturlanda varðandi Kosovo breytti þeirri afstöðu, enda barðist Rússland gegn henni bæði innan Sameinuðu þjóðanna og á alþjóðlegum vettvangi.
Vesturlönd með Bandaríkin í fylkingabrjósti buðu upp í nýjan dans sem á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þau ákváðu að breyta þeirri venju sem hefur verið við líði í alþjóðastjórnmálum, þ.e. að nýtt ríki er ekki stofnaðu með klofningu út úr öðru án þess að fyrir liggi samþykki beggja aðila, þ.e. bæði "gamla" landið og "nýja" landið samþykki aðskilnaðinn. Eins og sagt er á ensku, þá hefur box Pandóru verið opnað og það er ómögulegt að vita hvað kemur upp úr því.
Marinó G. Njálsson, 27.8.2008 kl. 12:13
Sæll Marínó.
Hér smá grein sem einmitt varpar ljósi á þessa hlið málsins, tengingu Kosovo deilunnar og þá sem nú er í S-Ossetíu.
http://www.stratfor.com/weekly/georgia_and_kosovo_single_intertwined_crisis
Sigurjón Sveinsson, 27.8.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.