Leita í fréttum mbl.is

Tökum gullið - Til hamingju Ísland

Ég hef fulla trú á að við vinnum Frakka í fyrramálið.  Ef tölfræði þessara tveggja liða er skoðuð, þá eru þau jöfn á flestum sviðum.  Þar sem munar, þá munar litlu eða að tveir þættir vega hvorn annan upp.  Hafa verður þó í huga að Frakkar spiluðu við tvo veika andstæðinga, sem hjálpaði þeim að ná góðri tölfræði.

Bæði lönd spiluðu við Rússa, Pólverja og Spánverja.  Ísland vann öll þessi lönd frekar örugglega, Frakkar unnu tvo og gerðu eitt jafntefli. Frakkar eru með 10 mörk í plús úr þessum leikjum og Ísland er með 10 mörk í plús.  Í þessum þætti er því jafnræði milli liðanna.

Hér fyrir neðan er tafla með tölfræði útileikmanna.  Aftasti dálkurinn sýnir tölfræði Frakka gegn Kína og Brasilíu sem með tveimur undantekningu hífir tölfræði Frakkanna mikið upp.

 

Ísland

Frakkland

Kína/Brasilía

Mörk/Skot (Skotnýting)

219/372 (59)

200/332 (60)

67/100 (67)

Af línu

51/67 (76)

54/64 (84)

14/16 (88)

Úr hornunum

24/38 (63)

22/44 (50)

10/17 (59)

Utan punktalínu

66/160 (41)

43/114 (38)

6/19 (32)

Víti

19/24 (79)

15/18 (83)

5/6 (83)

Hraðaupphlaup

47/61 (77)

46/66 (70)

23/31 (74)

Gegnumbrot

12/22 (55)

20/26 (77)

9/11 (82)

Stoðsendingar

108

106

43

Sóknarbrot

80

80

27

Bolta stolið

31

44

19

Varin skot í vörn

30

30

5

 

Á töflunni sést að það er ekkert í sóknarleik Frakka sem við þurfum að óttast þannig séð.  Liðin eru einfaldlega mjög jöfn.  Það vantar eina tölfræði í þetta.  Ísland hefur nýtt 54% af 403 sóknum liðsins, en Frakkland 52% af 383 sóknum sínum.

Styrkur beggja liða er sterkur varnarleikur sem skilað hefur liðunum mjög mörgum hraðaupphlaupum.  Vissulega kom helmingur hraðaupphlaupsmarka Frakka í leikjunum tveimur gegn Brasilíu og Kína, þannig að gegn betri sóknarliðum eru þeir meðsvipaðan árangur og Egyptar og Brassar.  Veikleiki Ísland fyrri hluta móts var markvarslan, en nú hefur Björgvin heldur betur hrokkið í gang.  Styrkur Björgvins er að taka skot að utan, en búast má við því að Frakkar reyni meira að brjótast í gegn, fara inn úr hornunum og fara inn af línunni.

Frakkar eru með góða leikmenn í flestum stöðum.  Mest ber á Nikola Karabatic sem er með 29 mörk og 30 stoðsendingar.  Hann leysir mikið inn á línu eða brýst í gegn.  Daniel Narcisse er helsta skytta liðsins, sem skorar líka mikið af línunni og með gegnumbrotum.  Línumaðurinn Bertrand Gille er gríðarlega sterkur auk þess að vera mjög snöggur.  Hornamaðurinn Luc Abalo skorar grimmt úr horninu og hraðaupphlaupum en fær oft dæmt á sig í sókninni.  Hinn hornamaðurinn, Oliver Girault, hefur einnig verið duglegur í hraðaupphlaupum, en það stendur ekki eins mikil ógn af honum sem hornamanni.

Leikurinn mun því samkvæmt tölfræðinni verða jafn og spennandi.  Hann mun ráðast af dagsforminu og hvort annað hvort liðið sé orðið mett.  Einnig gæti hann ráðist af úthaldi leikmanna.  Hjá Frökkum hefur mikið mætt á sex leikmönnum, þ.e. Thierry Omeyer, markmanni, og útmönnunum fimm sem ég nefndi að ofan. Mest hefur mætt á Karabatic, en hann hefur samt leikið skemur en bæði Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson og litlu lengur en Alexander.  Guðjón Valur hefur spilað flestar mínútur af leikmönnum íslenska liðsins, en eftir að hafa hvílt í fyrsta leik hefur honum varla verið skipt útaf.  Kannski er þetta ástæðan fyrir því að hann misnotaði 3 hraðaupphlaup í fyrri hálfleik gegn Spánverjum?

Að lokum vil ég skora á Þorvald Bjarna að breyta texta lagsins Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt þannig að hann fjalli um íslenska landsliðið í handbolta, aðra Ólympíufara og aðra frábæra íþrótta- og listamenn sem hafa náð langt í sínum greinum.

PS.  Mér finnst menn gleyma því að Ísland hefur áður náð langt í hópíþróttum, þó svo að það hafi ekki verið á Ólympíuleikum.  Þar á ég m.a. við briddslandsliðið sem vann Bermúdaskálina hér um árið, íslenska landsliðið í hestaíþróttum og skáklið Salaskóla svo fáeinir séu nefndir.


mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband