Leita í fréttum mbl.is

Æi, má hann ekki fagna

Mér finnst hann Jacques Rogge vera nú heldur smámuna samur.  Bolt er nýbúinn að slá heimsmet, sem menn héldu að myndi standa um "aldur og ævi" í 200 m hlaupi og hafði þar áður sett glæsilegt heimsmet í 100 m hlaupi án þess að hlaupa á fullu til enda.  Má hann ekki monta sig. Eins og fyrri meistarar hafi ekki gert það sama.  Er það kannski bara vegna þess að hann er "utangarðsmaður" að hann má ekki fagna í einrúmi.  Síðan sá ég ekki betur en að Spearman hefði einnig fagnað einn í heillangan tíma eða þar til að þeir hópuðust saman þeir þrír sem komu fyrst mark.

Mér finnst þetta lykta af fúllyndi þjóðanna, sem alltaf hafa unnið, yfir því að "litla Jamaíka" sé að taka þá í bakaríið í spretthlaupunum.


mbl.is Óánægðir með hegðun Bolt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég var að horfa á myndir frá 110 m grindahlaupi og þar sýndi Kúbverjinn sömu viðbrögð og Bolt í 100m hlaupinu, þ.e. hægði á sér, fagnaði áður en hann kom í mark og fagnaði svo með sjálfum sér.  Ætli hann fái líka ákúru frá Monsieur Rogge.

Marinó G. Njálsson, 21.8.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband