Leita í fréttum mbl.is

Enn og aftur óheppileg tímasetning

Það er alveg með ólíkindum hvað sumir geta verið óheppnir með tímasetningar.  N1 er rétt búið að tilkynna hækkun, þegar olíuverð hrapar um 2 USD bara si svona.  Breytingin frá upphafi dags er hátt í 3 USD, en þetta á náttúrulega eftir að sveiflast í dag eins og aðra daga þannig að í lok dags gæti hafa orðið hækkun upp á 3 USD.
mbl.is Eldsneyti hækkar í verði hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þetta er ritað hefur dregið helling úr hækkun dollarans. Aðeins 1,1%hækkun í dag. 
Það var einmitt útskýring talsmanns N1 að hækkun dollarans um 3% í dag væri að búa til þessa hækkun.
Aftur á móti hefur heimsmarkaðsverðið lækkað um rúm 3% í dag og því ættu þessir sérfræðingar, ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér, að draga þessa hækkun til baka og lækka um 2 krónur í viðbót.

Hvað ætli það séu miklar líkur á að við sjáum það gerast.

Balsi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér sýnist sem menn hafi verið einstaklega óheppnir með þess ákvörðun.  Á einhverjum öðrum degi hefði þetta gengið upp.  Nú er bara spurning hvort N1 dragi hækkunina til baka.

Marinó G. Njálsson, 8.8.2008 kl. 16:34

3 identicon

Svona í ljósi þess að hin félögin eru ekki búin að hækka, finnst mér nú líklegt að þeir dragi þessa hækkun til baka. Það er samt líklegt að þeir bíði með það þangað til á morgun til að ná inn nokkrum auka krónum fyrir helgina.

Balsi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski þetta endi nú með því að Geir Harði rumski og reisi andlitið upp úr súpudiskinum?

Árni Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

N1 er búið að lækka aftur.  Sjá þess frétt mbl.is

Marinó G. Njálsson, 8.8.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1680019

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband