23.7.2008 | 14:33
Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?
Greining Landsbankans er að spá lækkun stýrivaxta í nóvember í spá sem birt var í morgun. Byggir greiningin m.a. á því að "dregið [hafi] úr verðbólguvæntingum næstu mánuði" og því hafi Seðlabankinn ekki lengur þörf á að halda stýrivöxtum svona háum lengur. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan að greiningardeild Landsbankann birti spá um þróun krónunnar þar sem spáð var að hún yrði veik út árið og þar með að varla kæmi til lækkun verðbólgu vegna styrkingu krónunnar.
Ég trú ekki öðru en að Seðlabankinn velti fyrir sér samspili verðbólgu og stýrivaxta, þegar ákvörðun um stýrivexti eru teknar. A.m.k. var það skýringin í apríl, þegar stýrivextir voru hækkaðir í 15,5% að halda yrði stýrivöxtum í ákveðinni fjarlægð frá verðbólgunni. Þá var bilið, þ.e. raunstýrivextir, 3,7% og í blogginu mínu frá 22.5. Viðsnúningurinn hafinn?, þá spáði ég því að raunstýrivextir færu niður fyrir 3% með verðbólgutölum í maí. Sú varð að vísu ekki raunin, heldur gerðist það mánuði seinna. Um þessar mundir standa raunstýrivextir í 2,8%, þ.e. verðbólga mældist 12,7% í júní og stýrivextir standa í 15,5%. Gangi verðbólguspár bankanna eftir verður verðbólgan í júlí á bilinu 13,3 - 13,7%, sem gerir það að verkum að raunstýrivextir verða á bilinu 1,8 - 2,2% og gætu lækkað niður fyrir 1,5% gangi spár eftir um rúmlega 14% verðbólgu í ágúst.
Ég velti í maí vöngum yfir hvaða raunstig stýrivaxta Seðlabankinn teldi nauðsynlegt. Það er alveg ljóst að miðað við óbreytta stýrivexti munu raunstýrivextir lækka við birtingu næstu tveggja verðbólgutalna, en eftir það hækka þeirra hægt fram að áramótum. Spá um stýrivexti byggir á tveimur forsendum:
1. Æskilegt raunstig stýrivaxta.
2. Spá um verðbólgu næstu mánaða.
Skoðum fyrst æskilegt raunstig stýrivaxta. Reynsla undanfarinna ára er að Seðlabankinn hefur haldið raunstýrivöxtum á bilinu 1,8 - 3,8% á þeim tíma þegar verðbólga hefur verið tiltölulega lág. Það má því gera ráð fyrir að æskilegt raunstig sé um 2,8-3,3%. (Hér verður 3,3% notað.)
Það sem við vitum um verðbólgu næstu mánaða er að hún á eftir að hækka áður en lækkunarferlið fer í gang. Svartsýnustu spár bankanna geta þýtt að verðbólga í ágúst fari í 14,5%, en bjartsýnustu virðast gera ráð fyrir 13,7 - 14,1%. Mjög erfitt er að spá framhaldinu, þar sem það veltur umtalsvert á stöðu krónunnar, en það er sama hvernig ég leik mér með tölur, ég get ekki séð að verðbólga í árslok verði undir 11% og mjög líklega slagar hún í 12,5%.
Þá er komið að því að spá fyrir um stýrivexti. Í fyrsta lagi, þá megum við þakka fyrir að þeir verði ekki hækkaðir tímabundið eftir birtingu verðbólgutalna í júlí og ágúst. Seðlabankinn hefur góð og gild rök fyrir því, ef hann miðar bara við að halda tilteknu raunstigi. Ákveði Seðlabankinn aftur að stinga sér í gegnum öldutopp verðbólguöldunnar, þá má á móti búast við að hann dragi það lengur að hefja lækkunarferlið og ég er ekki viss um að verðbólga hafi hjaðnað nægilega á ársgrundvelli í nóvember til að stýrivextir verði lækkaðir þá. Raunar held ég að Seðlabankinn muni ekki hefja lækkunarferlið fyrr en ársverðbólga er komin niður fyrir 12%. Sé eitthvað að marka gengisspá Landsbankans, þá gerist það varla fyrr en í desember og hugsanlega ekki fyrr en í janúar.
Eftir að lækkunarferlið fer í gang, þá er allt sem bendir til þess að það verði skarpt (með fyrirvara um frekari áföll). Miðað við forsendur að ofan má því búast við að stýrivextir breytist sem hér segir (verðbólguspá innan sviga):
Desember 15,0% (11,5%)
2009:
Febrúar 14,0% (10,3%)
Mars 12,0% (9,0%)
Apríl 9,0% (5,6%)
Maí 8,0% (4,4%)
Júní 7,0% (3,7%)
Júlí 6,5% (3,1%)
Ágúst 6,0% (2,7%)
Nóvember 5,5% (2,4%)
Þetta er náttúrulega alveg sérlega mikil bjartsýni, en þessu fylgir mjög líklega talsverður skellur í efnahagslífinu.
Spá stýrivaxtalækkun í nóvember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó.
Skemmtilegar pælingar hjá þér og að ýmsu leyti vel rökstuddar.
Ég held hins vegar að spá þín um verðbólgulækkun frá feb. 2009 - 10,3% til ágúst 2009 í 2,7% sé ekki líkleg né sennileg.
Einungis þær staðreyndir að mjög mörgum launasamningum var í raun eiginlega "frestað" til fyrri helming næsta árs, auk þess að framkvæmdir í Helguvík ofl. verða komnar á meira skrið en nú er, þær munu mjög líklega draga nokkuð úr "verðbólgulækkunarhraðanum".
Væntanlegar launabreytingar næsta árs og aðrar breytingar í hagkerfinu sem þá verða, m.a. vegna aukinna framkvæmda, munu þess vegna líklega útiloka eins skarpa lækkun verðbólgunnar og þú gerir ráð fyrir.
Ég held að verðbólgan í ágúst 2009 verði líklega á bilinu 4,5% - 6,0% og raunstýrivextir hærri sem því nemur.
Það yrði engu að síður verulega góður árangur fyrir þjóðarbúið.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:05
Helsti gallinn við þessa útreikninga er að þú ert að reikna með opinbera verðbólgustiginu sem gilti fyrir 6-12 mánuðum. Skv. hagstofunni var opinberi verðbólguhraðinn síðustu 3 mánuði umreiknað til árshækkunar um 25% og á sama hátt verðbólguhraðinn síðustu 6 mánuði um 19%. Raunstýrivextir sem þú kallar svo eru því greinilega neikvæðir um þessar mundir og fátt sem bendir til þess að þeir verði jákvæðir út þetta ár amk.
Byrji seðlabankinn að lækka vexti hrynur krónan sem aftur flytur inn verðbólgu sem aftur þrýstir upp vöxtum osfrv. Þannig að þetta er fyrir löngu orðinn óviðráðanlegur vítahringur. Ekki bætir úr skák fyrirliggjandi gjaldþrot amk. hluta bankakerfisins hérna og þar með í raun gjaldþrot ríkissjóðs og seðlabanka.
Ég á von á að eftir áramótin (hugsanlega strax í haust) skelli á okkar eigin heimatilbúna undirmálslánakreppa (eins og þú veist þá hefur öllum plús hundinum verið lánað í topp fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum) þegar atvinnuleysi eykst og yfirvinna dregst saman og fjármögnun okurlánamaskína bankanna harðnar enn. Þegar okurlánarinn fær sjálfur ekki fyrirgreiðslu þá eiga skuldarar hans varla von á góðu. Mér finnast því vaxtalækkanir næsta árið amk. frekar langsóttur möguleiki. Það sem vinnur gegn þeim er helst veik króna, mikil verðbólga, áfram tryllingslegar ríkisframkvæmdir og útþensla atvinnuleysisgeymslna ríkisins og mjög stórir lánveitendur sem eru á barmi gjaldþrots.Baldur Fjölnisson, 23.7.2008 kl. 16:14
P.S. Í ljósi gífurlegrar verðbólgu um þessar mundir og hlægilegra kjarasamninga fyrr á árinu á ég von á amk. 30% launahækkunum á fyrsta ársfjórðungi 2009 enda má það varla minna vera ef launþegar eiga að vinna upp gríðarlegar kjaraskerðingar á þessu ári.
Þannig að það bendir allt í eina átt; líkur á vaxtalækkunum næsta árið amk. virðast hverfandi og raunar verulegar líkur á að seðlabankinn hækki vexti í sumar í llósi mikils verðbólguhraða sem er skv. hagstofunni 25% miðað við síðustu 3 mánuði og 19% miðað við síðustu 6. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 23.7.2008 kl. 16:20
Guðmundur, ég er alveg sammála þér með að verðbólga upp á 2,7% í ágúst á næsta ári er mjög bjartsýnt og nær er að reikna með 5 - 6% verðbólgu. Ég tek það fram að ég nota ekki opinber gögn um framtíðina, bara fortíðina. Allar tölur eru minn talnaleikur út frá sögulegum gögnum.
"Baldur", við skrifuðumst á um þetta 22.5. og þar setti ég fram þessi rök um að Seðlabankinn ætti kannski að líta á verðbólgu til skemmri tíma. Þá sagði ég:
Varðandi það að krónan hrynji, ef vextirnir lækki, þá hefur krónan hrunið án þess að vextirnir hafi lækkað. Spurning er hvort hagkerfið stendur betur með háa stýrivexti í lækkandi verðbólgu eða lækkandi krónu.
Marinó G. Njálsson, 23.7.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.