20.7.2008 | 13:10
Nýr Listaháskóli - fleygur í götumynd Laugavegar
Ég var staddur í Búdapest fyrir rúmum mánuði, sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Þrátt fyrir að Ungverjar séu hvorki snyrtipinnar né mikið fyrir viðhald húsa, þá mega þeir eiga eitt. Götumynd aðalgatna Búdapest er ekki hróflað. Við Blaha Lujza Tér á József körút (gata sem myndar hálfhring Pest megin við Dóná) standa yfir miklar framkvæmdir. Þar er m.a. verið að byggja nýtt hús. Búið er að rífa gamla húsið að öllu leiti nema einu. Framhlið hússins stendur!!! Það er nefnilega bannað að hrófla við götumyndinni og þá meina menn að það sé bannað. Sé bætt inn nýjum húsum eða að gamla húsið hefur verið það illa farið, að ekki hefur verið hægt að bjarga framhliðinni, þá verður nýja húsið að hafa framhlið sem fellur inn í gömlu götumyndina.
Nú liggur fyrir tillaga að nýjum Listaháskóla Íslands. Skólinn á að rísa í reit sem afmarkast af Hverfisgötu, Frakkastíg og Laugavegi. Á þessu svæði eru nýleg og gömul hús, sem öll hafa sitt svipmót. Mörg mega alveg missa sín, en önnur eru þess eðlis að mér finnst vera mikilvægt að varðveita þau þar sem þau eru. Ég held að það sé óhætt að segja, að tillaga +Arkitekta hunsi gjörsamlega götumynd þessara þriggja gatna. Það er kannski ekki mikið hægt að tala um heillega götumynd Hverfisgötu á þessu svæði, en bæði ofar og neðar eru glæsileg gömul hús sem sækja hefði mátt hugmyndir í. Sama gildir um Frakkastíginn. En Laugavegurinn hefur ákveðna ásýnd vestan Frakkastígs. Þar eru steinhús báðum megin við Laugaveginn sem eru í fallegum stíl. Þá ég að tala um hornhúsið sunnan megin við Laugaveg og síðan Vínberið, þ.e. þar sem matvöruverslunin er.
Ég verð að viðurkenna, að mér finnst það furðulegt hjá þeirri menntastofnun, sem er (vonandi) að kenna um byggingasögu og byggingalist að virða ekki byggingasögu svæðisins sem hún ætlar að flytja á. Tillag +Arkitekta er glæsileg bygging, en hún á ekki heima á þessum stað. Hún á heima þar sem eru opin svæði allt í kring, þannig að útlit byggingarinnar njóti sín í heild, en ekki í grónu hverfi þar sem hún verður sem fleygur í götumyndina. Þar sem hún verður minnismerki um það hvernig ekki á að gera hlutina. Það sem meira er. Verði reist hús samkvæmt þessari tillögu á þessum stað, er endanlega búið að koma í veg fyrir að hægt sé að varðveita götumynd Laugavegar. Þessi hugmynd er þess furðulegri að ofar á Laugavegi er nýbúið að fjarlægja gamalt hús til að byggja nýtt og framhlið nýja hússins á að vera eins og framhlið gamla hússins í útliti. Þar er farin ungverskaleiðin og arfleifðin varðveitt. Eiga arkitektar og byggingaraðilar þess húss heiður skilið fyrir þetta.
Hvað varðar tillögu að nýjum Listaháskóla, þá er hún (þrátt fyrir að vera mjög glæsileg bygging) eins og illa gerður hlutur í götumynd Laugavegar, Frakkastígs og Hverfisgötu. Svona framúrstefnubygging á ekki heima á þessu svæði. Fyrir utan að hún mun aldrei njóta sín. Arfleifð hennar (verði hún reist) verður svipuð og Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti, þ.e. komandi kynslóðir munu furða sig á tillitsleysi Listaháskólans við umhverfi sitt. Það hlýtur að vera hægt að laga útlit byggingarinnar að umhverfinu. (Það er ekki einu sinni hægt að segja "laga betur að umhverfinu", þar sem útlit hennar sækir nákvæmlega ekkert í umhverfi sitt.) Það hlýtur að vera hægt að ná markmiðum byggingarinnar með ytra útlit sem lagar sig betur að umhverfinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1680019
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sammála þér í þessu máli. Eftir margra áratuga húsnæðishrak listaskólana er þetta afar dapurleg niðurstaða. Hér á í raun að umturna því umhverfi sem skólinn er að sækjast eftir að vera hluti af. Húsið er allt of fyrirferðamikið, yfirþyrmandi fyrir umhverfið og að mínu mati ekki einu sinni falleg bygging.
Emil Hannes Valgeirsson, 20.7.2008 kl. 20:17
NÁKVÆMLEGA - ég er algjörlega sammála ykkur báðum. Þetta "skrímsli" má ekki og getur ekki fengið leyfi til að rísa þarna!! Þetta er vanvirðing fyrir alla borgabúa sem láta sig miðbæinn varða!!
Ömurleg mistök sem við VERÐUM að stoppa!!!!!
Edda (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:36
Sammála
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.7.2008 kl. 06:45
Ef hin ósmekklega listhneigð Íslendingsins fær að ráða þá verður húsið reist og mun án efa standa sem enn eitt minnismerkið um fyrirlitningu arkitekta á sögunni, smekkvísi og list. Og rétt einsog Svarti manndrápsbollinn við Tryggvagötu (sem er hálfgerð endurgerð á Títaník í kubbastíl) og búinn er að eyðileggja Naustið, mun Listaháskólinn innan tíðar standa upp úr jörðinni sem enn ein staðfestingin á erkihroka nútíma Íslendinga gagnvart því sem einu sinni var og mörlenskir Vandalar kalla: Tækifæri-til-að-losa-okkur-við-skúra-og-reisa-mannsæmandi-byggingar. Samskonar fólk ætlaði að losa okkur við Bernhöftstorfuna. Samskonar fagurfræðingar munu láta reisa Iðu-sóttargemling í steypulíki á Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Við Íslendingar eigum svo mörg dæmi um ljótar byggingar og illa staðsettar að stundum mætti halda að hér byggi þjóð sem væri með sorfið grjót í báðum augntóttunum. En staðreyndin er sú að við erum Sovét þegar kemur að byggingum: Því ljótari sem þær eru, því nútímalegri þykja þær.
Beggi (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 07:08
Hvers vegna þarf að troða Listaháskólanum við Laugaveginn? Og eyðileggja miðbæinn enn frekar. Reykjavík er nú þegar eitt hörmulegt byggingaslys, og án efa ljótasta borg í Evrópu. Hræðilegt ef menn ætla að halda áfram með skipulagsleysið og skort á fegurðarskyni.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:39
það væri fróðlegt að heyra/sjá eitthvað um aðrar hugmyndir/tilllögur sem bárust. Frétti af einni sem gerði ráð fyrir því að öll Laugavegshúsin héldu sér...
lipurtá, 21.7.2008 kl. 09:46
Það er gott að sjá að ég er ekki einn um þessa skoðun. Mér heyrist svo sem að borgarstjóra hugnist þessi tillaga heldur ekki og er þetta líklegast í fyrsta skiptið sem við Ólafur erum sammála
Marinó G. Njálsson, 21.7.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.