10.7.2008 | 16:34
Hver er kostnaðurinn af bæjarstjóraskiptunum í Grindavík?
Mér finnst þessi umræða um kostnað af bæjarstjóraskiptunum í Grindavík vera nokkuð merkileg. Þar takast menn á um ábyrgð og útgjöld og í báðum tilfellum vilja sjálfstæðismenn varpa sökinni á Samfylkinguna. Hér fara sjálfstæðismenn með rangt mál og langar mig að skýra út af hverju.
Það er viðurkennt að bæjarstjórinn kosti Grindvíkinga 42 milljónir kr. það sem eftir er ráðningartíma hans og út biðlaunatímann. Það er líka viðurkennt að fyrrverandi meirihluti hafi gert þennan samning án uppsagnarákvæðis og því bundið hendur lýðræðislega kosinna fulltrúa bæjarins í 4 ár og 6 mánuði. Það er því ljóst að ábyrgðin á þessum 42 milljónum kr. er hjá fyrrverandi meirihluta, þ.e. bæði sjálfstæðismönnum og Samfylkingu. Að halda einhverju öðru fram er fásinna. Þessi kostnaður var geirnegldur með ráðningarsamningi við Ólaf Örn Ólafsson og kostnaður vegna samningsins er núverandi meirihluta gjörsamlega óviðkomandi.
Er þá enginn kostnaður vegna samstarfsslitanna? Jú, mikil ósköp, en hann er ekki vegna fyrrverandi bæjarstjóra. Hann er vegna núverandi bæjarstjóra. Nú hefur ekkert komið fram hvað nýi bæjarstjórinn fær í laun og hugsanlega verða þau jafnhá og hjá Ólafi Erni og með sama biðlaunarétti. Sé það málið, þá verður kostnaður Grindvíkinga kr. 42 milljónir, en verði Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur boðin einhver önnur starfskjör, þá verður kostnaðurinn af þeim sá kostnaður sem Grindvíkingar bera af samstarfsslitunum.
Ástæðan fyrir því að ég er að fjalla um þetta mál, er að þessi ályktun sjálfstæðismanna er dæmi um ályktunarvillu sem algeng er í ákvörðunarferli/ákvörðunargreiningu. Tekin er kostnaðarákvörðun úr fortíðinni og hún tekin sem kostnaður við nýja ákvörðun vegna þess að ekki er búið að greiða allan reikninginn. Þetta er eins og að segja, að ef ég kaupi mér nýtt hús án þess að geta selt það gamla, þá séu eftirstöðvarlána af gamla húsinu hluti af kostnaðinum af því nýja. Auðvitað er það ekki rétt, en vissulega eykst greiðslubyrðin.
Fyrir 16 árum eða svo var ég með námskeið um markvissari ákvörðunartöku, þar sem ég fór yfir helstu þætti ákvörðunarferlisins. Byggði ég námskeiðið á sérnámi mínu í aðgerðarannsóknum, en þar hafði ég einbeitt mér að ákvörðunargreiningu (decision analysis). Á þessu námskeiði kynnti ég fyrir nemendunum hvað gott ákvörðunarferli þarf að bjóða upp á og hvað það er sem helst kemur í veg fyrir að góð ákvörðun sé tekin. Ég fer alltaf öðru hvoru yfir þetta efni mitt og furða mig alltaf jafn mikið á því hvað þessar einföldu staðreyndir sem þar koma fram eru réttar og sannar. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um þetta efni eða vantar ráðgjöf á þessu sviði geta haft samband með því að senda tölvupóst á oryggi@internet.is.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ólafur Örn hefur alls ekki verið farsæll bæjarstjóri. Aulaháttur hans í mannlegum samskiptum hefur m.a. valdið miklum atgervisflótta meðal forstöðumanna Grindavíkurbæjar. Hann ber ekkert skynbragð á hvað skiptir máli í rekstri bæjarfélags. Sparsemi hans hefur verið aðhlátursefni. T.d. var eitt af hans afrekum í fjármálastjórn að hætta að gefa starfsmönnum bæjarins jólagjafir. Endurskoðendasál og baunateljari.
Það er allt annað mál hvernig að í mesta lagi jaðargreindir bæjarfulltrúar sömdu við hann og það verður þeim til ævarandi skammar.
Laun hans hækkuðu um 250.000 á mánuði vegna þess að honum var gert að kaupa eigið húsnæði. Þetta holgómalið hækkaði hann s.s. í launum sem svarar einum kennaralaunum. Af þessu verður Jóna Kristín og restin af hinni hitaveitueinkavæðandi samfylkingu að axla. Oj bara pakk!!
P.s. Það væri gaman að vita hvort að laun bæjarfulltrúa synci á einhvern hátt við laun bæjarstjórans stórkostlega.
malli (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.