9.7.2008 | 22:13
Hvað hefði gerst ef þetta hefði verið öfugt?
Það er forvitnilegt að fylgjast með fréttum um þennan "eltingaleik". Hvalaskoðunarskip fer á hvalveiðislóðir til að ná "hneykslanlegum" myndum af hvalveiðum. Skipstjóri hvalveiðibátsins segist ekki hafa viljað skjóta fleiri hrefnur af ótta við að stefna farþegum og áhöfn hvalaskoðunarskipsins í hættu og fullyrðir að báturinn hafi verið langt fyrir utan svæði hvalaskoðunarskipa. Skipstjóri hvalaskoðunarskipsins segir hvalfangarana ekki hafa þorað að drepa fleiri hrefnur af ótta við að það næðist á filmu. Auk þess væri óþolandi að hvalveiðar færu fram á því svæði sem hvalaskoðun fer fram. Skipstjóri hvalveiðibátsins segist hafa verið langt fyrir utan hvalaskoðunarsvæðið og því hafi hann á engan hátt truflað venjubundna hvalaskoðun.
Þetta sjónarspil sem þarna var sett á svið og fjölmiðlamenn greindu frá er dæmigert fyrir baráttuna gegn hvalveiðum. Fjölmiðlar gleypa við þessum "fréttum", sem í mínum huga eru sviðsettar og því alls ekki baráttunni gegn hvalveiðum til framdráttar. Þá ég við að það eru engar fréttir að verið sé að veiða hrefnu. Það eru heldur engar fréttir að fullt af fólki sé á móti hrefnuveiðum. Það eru enn síður fréttir að þegar hrefna er skorin, þá flæðir blóð. Mér finnst sem fjölmiðlar séu að láta nota sig málstað annars aðilans til framdráttar. Nú er ég með þessu hvorki að taka afstöðu með eða móti veiðunum, heldur eingöngu að horfa á þessa atburðarrás hlutlaust. (En bara svona til að halda því til haga, þá er ég mótfallinn þeim, þar sem mér finnst þær vera óþarfar.) Þessi ferð var ekki farin til að sýna fram á að hvalveiðar fari fram á svæði hvalaskoðunarmanna. Hún var heldur ekki farin til að fjalla á hlutlægan hátt um hvalveiðar eða andstöðuna við þær. Hún var fyrst og fremst farin til að ná í myndefni fyrir IFAW og af þeirri sök einni áttu fjölmiðlamenn ekkert með að fara í þessa ferð.
Hvalverndunarsinnar náðu fram sínu, þ.e. áhöfn hvalveiðibátsins var látin líta illa út í fjölmiðlum og myndefni fékkst sem hugsanlega er hægt að nota einhvers staðar úti í heimi til að safna peningum og hvetja mótmælendur til dáða. Menn jafnvel glöddust yfir því að hvalfangararnir náðu ekki að drepa nema eina hrefnu sl. nótt. Hvalaskoðunarfólk fékk tækifæri til að hneykslast á því að hvalveiðar færu fram á "hvalaskoðunarsvæði" og svona mætti halda áfram.
Almenningi er nokk sama um atburðinn, þar sem í raun gerðist ekkert þannig séð eða hvað? Jú, það var eitt sem gerðist. Það sem gerðist var að skip með heimild til löglegra veiða (þær geta verið siðlausar, en eru löglegar) var elt á röndum af fulltrúa atvinnuvegar sem telur sig hafa hag af því að hinn hætti starfsemi sinni. Þessir tveir aðilar eru í samkeppni um sama hlutinn, en á mismunandi forsendum. Ef skipið hefði verið frá einhverjum öðrum aðila en hvalaskoðunarfyrirtæki, þá lítur þetta öðru vísi út. Spurningin er hvað myndi gerast, ef hvalveiðiflotinn tæki upp á því að sigla daginn inn og daginn út í kringum hvalaskoðunarskipin á svipaðan hátt og Elding II gerði í kringum Njörð í dag. Ég býst við að þá heyrðist hljóð í horni og kært væri til löggæsluyfirvalda.
Það sem mér finnst samt verst í þessu máli, að fjölmiðlar skuli láta nota sig í áróðursstríði annars aðilans gegn málstað hins. Það er léleg fréttamennska og á ekki að líðast.
Eltu hvalafangara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
"Fjölmiðlar gleypa við þessum "fréttum", sem í mínum huga eru sviðsettar og því alls ekki baráttunni gegn hvalveiðum til framdráttar."
Alveg finnst mér merkilegt hvað þeir sem eru viðkvæmir fyrir því að hvalaskoðunarbátar séu að þvælast fyrir hvalveiðimönnum, hafa miklar áhyggjur af því að það kunni að skaða ferðaþjónustuna. Ég tek fram að ég hef ekki einarða afstöðu til hvalveiða sjálf, því þeim heimildum sem ég hef skoðað um stærð hvalastofna ber engan veginn saman.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 07:12
Eva, hvalaskoðunarfólk hefur kvartað hástöfum í hvert sinn sem hvalfangari er nálægt þeim, þannig að ég hélt að viðkvæmnin væri í þá átt. Ég veit ekki hvað þú starfar við, en myndir þú sætta þig við að óviðkomandi aðili elti þig á röndum og andaði niður um hálsmálið á þér meðan þú værir að sinna störfum þínum. Mér þætti það óþægilegt og gjörsamlega óviðunandi. Kannski finnst hvalföngurum það líka.
Marinó G. Njálsson, 10.7.2008 kl. 10:13
Góður punktur, sammála. Hvað gera atvinnuhvalfriðunarfrömuðir þegar alfriðun hefur náðst á hvölum? Leggja þeir sjálfa sig niður og fá sér aðra vinnu? Nei þeir munu snúa sér að næstu dýrategund. Engu mun skipta hvort sú tegund er í "útrýmingarhættu" eða ekki því þeir fá á sveif með sér ístöðulausar og auðtrúa sálir sem fyrr með því að spila á tilfinningar þess.
Hvað ætlar þetta auðtrúa fólk að éta þegar það verður búið að friða kýrnar, kindurnar, fiskinn já heila klabbið? Jú það ætlar sennilega að fara út í búð og kaupa þar í matinn eins og það hefur alltaf gert. Það hljóta allir að sjá að það sé óþarfi að deyða dýr sér til matar þegar nægt framboð er af kjöti og fiski í búðunum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2008 kl. 13:18
Harðkjarna dýraverndarsinnar borða korn, baunir, ávexti og grænmeti og munu sjálfsagt halda því áfram.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:55
Það er ekki annað hægt en að brosa Guðjón þegar dýraverndunarsinni segist vera með "skynsamleg" viðhorf til þessara hluta. Auðvitað er það þín skoðun og ykkar líka að þetta sé skynsamlegt en trúðu mér, flestum finnst þau fráleit og mikið af rangtúlkunum í málflutningi ykkar.
jon Sig (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.