25.6.2008 | 11:48
Bankarnir orðnir langþreyttir á úrræðaleysi Seðlabankans?
Mér sýnist sem Kaupþing sé að bresta þolinmæðin á úrræðaleysi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Fyrst er það hátt í 40 milljarða lán á hagstæðum kjör og nú að bjóða út sérvarin skuldabréf vegna íbúðalána. Kannski er bankinn með þessu að sýna ríkinu og Seðlabanka að það er lítill vandi að fá góð kjör á markaði. Ég legg til að Davíð hringi í Hreiðar Má og fái ráðgjöf um það hvernig á að fá stórt lán á hagstæðum kjörum.
Það er alveg sama hvert litið er efnahagsstjórnun ríkisstjórnarinnar og peningamálastefna Seðlabankans undanfarin ár er að nauðga allri þjóðinni þessa daganna. Það er náttúrulega út í hött að Seðlabankinn, sem standa á vörð um gjaldmiðil landsins, er gjörsamlega úrræðalaus. Hvar í hinum vestræna heimi liðist það að gengi gjaldmiðils lækkaði um 40% á innan við 6 mánuðum án þess að seðlabanki viðkomandi lands væri búinn að grípa inn í með aðgerðum. Það getur vel verið að krónan hafi verið of hátt skráð og það getur vel verið að lausafjárkreppa sé í gangi á alþjóðlegum fjármálamarkaði, en að sitja hjá með hendur í skauti er grafalvarlegur hlutur. Það er sagt að með illu skal illt út reka, en þegar lækningin er farin að valda meiri skaða en sjúkdómurinn, þá er kominn tími til að skipta um lækni og fá einhvern sem kann til verka.
Kaupþing með útboð á skuldabréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 1679976
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
þu telur semsagt að bankarnir séu saklausir af þróuninni ?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.6.2008 kl. 13:14
Nei, ég tel bankana alls ekki vera saklausa frekar en okkur viðskiptavinina, en það er ríkið og Seðlabanki sem setja leikreglurnar, sjá um efnahagsstjórnun og setja peningamálastefnu. Það er okkar hinna að haga okkur skynsamlega innan þeirrar afmörkunar. Það hefur heilmikið verið talað, en minna framkvæmt af hálfu hins opinbera og síðan reyna menn að skýla sér bakvið að um alþjóðlegan vanda sé að ræða, þegar ekkert annað vestrænt land hefur lent í viðlíka hremmingum og við. Ástæðan er að miklu leiti mistök í hagstjórn.
Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 13:41
Sammála. Ekki dettur mér í hug að agnúast út í bankana. Þeir gera það sem góðir kapítalistar eiga að gera, sjá tækifærin og hagnast eins og þeir geta.
Hélt einhver að þeir myndu gera eitthvað annað?
Kári Harðarson, 25.6.2008 kl. 15:59
Elsku hjartans bankarnir okkar!
Sem allir eru svo vondir við.
Árni Gunnarsson, 25.6.2008 kl. 17:16
Auðvitað á maður að vera gagnrýninn á bankana líka, en það eru fyrst og fremst þeir sem setja leikreglurnar sem bera ábyrgð efnahagsástandinu, þ.e. ríkisstjórn og Seðlabanki.
Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 17:18
Ef auglýsingaruslpósturinn sæi sér fært að ræða málin við Halldór Blöndal formann bankaráðs seðlabankans - er ég viss um að málin myndu skýrast.
Baldur Fjölnisson, 25.6.2008 kl. 17:56
Guðjón, það er líklegast vegna þess að einhvers staðar sátu menn eftir við að láta peningalegan styrk Seðlabankans fylgja stærð hagkerfisins.
Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 20:35
Hvernig ætli alþjóðlega rannsóknin á atlögu að ísl. efnahagskerfinu, sem Davíð Oddsson yfirforsætisráðherra boðaði í mars sl. gangi ???
Baldur Fjölnisson, 25.6.2008 kl. 21:17
Guðjón, það er ekki Seðlabankinn sem tekur lánið heldur ríkissjóður og hugmyndin er sambærileg og þegar eigendur fyrirtækis leggja því til meira fjármagn.
Varðandi að skipta krónunni út, þá gerist það örugglega fyrr en síðar, en slíkt tekur langan tíma og er ekki lausn á yfirstandandi vandamáli. Þá má reikna með að við þurfum að uppfylla alls konar skilyrði til að mega taka upp aðra mynt. Svo sem um efnahagslegan stöðugleika, viðskiptajöfnuð o.s.frv. Ég veit t.d. að Ungverjar þurfa að bíða í a.m.k. 2 - 3 ár í viðbót til að geta tekið upp evruna, en þeim finnst sín mynt, forint, vera ónothæf.
Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 22:38
Helsti sökudólgurinn er vaxtastigið, sem er á mafíustigi. Það að braskarar úti í heimi (og á Íslandi) stjórni gengi krónunnar og þar með hvort almenningur á landinu missir húsin sín er mjög alvarlegt mál.
Það er engin töfralausn að ríkið taki eitthvað ofurlán til að bjarga öllu. Það festir bara háu vextina í sessi.
Og gleymum ekki hverjir eiga borga þetta lán. Fyrst núlifandi Íslendingar með 64.000 kr. á ári í vaxtagreiðslur hver Íslendingur og síðan ófæddar kynslóðir.
Theódór Norðkvist, 25.6.2008 kl. 23:16
Marinó, ég held að þú sért orðinn rækilega villtur í efnahagsumræðunni. Davíð þarf ekki að spyrja strákana ráða varðandi lántökur. Strákarnir hefðu betur farið að ráðum Davíðs og seðlabankamanna að fara varlega í lántökurnar. Prófessor í hagfræði við háskóla Íslands sagði að skuldsetningin á undanförnum árum næmi tíu þúsund miljörðum. Það verður eflaust erfitt að ná landi í þeim efnum í ljósi þess að á undanförnu hafa hinir skuldsettu bankar og fyrirtæki þurft að afskrifa og selja stóra hluti af tíu þúsund miljarða fjárfestingunni. Hvað segirðu Marinó, hver á að taka skellinn?
Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 09:40
Guðjón, ef þú kannt ekkert annað en að snúa út úr og leggja fólki orð í munn, þá skaltu beina athugasemdum þínum eitthvað annað.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2008 kl. 11:31
Óttar, ég er eitthvað tregur í dag. Fyrst kemur Guðjón með athugasemd þar sem ég botna ekkert í og síðan þú.
Ég hef hvergi sagt annað en að bankarnir og landsmenn hafi farið of geyst. Ég sé sjálfur eigið fé mitt í húsinu sem ég bý í og húsinu sem ég er að byggja sveiflast um milljónir liggur við á hverjum degi og lækkað tugi milljóna á síðustu 6 mánuðum. Það er áhætta sem ég tók í samræmi við bestu manna spá um að eðlileg gengisvísitala væri á bilinu 125 - 130. Mín mistök sem ég er að súpa seyðið af með tilheyrandi ofurvöxtur og kostnaði. Það breytir samt ekki því að Seðlabankinn hefur ekki haldið hagkerfinu innan verðbóglumarkmiða nema í örfáa mánuði eftir að verðbólgumarkmiðin voru tekin upp, að stýrivextir eru 15,5%, að krónan (sem Seðlabankinn á að verja) hefur lækkað um nærri 35% það sem af er ári, að erlendir spákaumenn hafa gert atlögu að efnahagskerfinu (sem Seðlabankinn á að verja), að gríðarlegur skortur er á gjaldeyri (sem Seðlabankinn á að sjá um að útvega), að gríðarlegur skortur er á lánsfé, að Seðlabankinn hefur í einni aðgerðinni reynt að stemma stigi við verðbólgunni (hækkun stýrivaxta) en í hinni ýtt undir hana (lækkun bindiskyldu 2003 og breyting á áhættustuðli vegna eiginfjárkröfu 2003 og 2007 með reglum frá FME) og með því að halda uppi miklum vaxtamun milli Íslands og annarra landa haldið genginu langtímum saman sterkara en íslenska hagkerfið stóð undir. Ég er ekki að segja að Seðlabankinn eigi að hafa vitið fyrir okkur hinum, en íslenskur málsháttur segr að í upphafi skuli endinn skoða og ég held að það hafi klikkað í þessu tilfelli.
Eitt að lokum. Mér finnst alveg óþarfi að persónugera Seðlabankann í Davíð. Flest af þeim vandamálum sem við erum að glíma við eru frá því áður en Davíð varð Seðlabankastjóri. Vissulega heyrir maður alls konar slúður um að Davíð ráði öllu, en ég held að enginn maður með sæmilega sjálfvirðingu láti traðka á skoðunum sínum og því hef ég enda trú á að menn séu að láta Davíð ráða hvað er sett á blað. Mér dettur heldur ekki í hug að Seðlabankanum séu menn ekki að reyna að leysa vandann, en mér sýnist bara sem meðulin hafi gert illt verra.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2008 kl. 14:25
Er rétt að tala um að erlendir spákaupmenn hafi gert atlögu að efnahagskerfinu? Þetta eru bara braskarar sem vilja ná sér í gróða. Þeim er alveg nákvæmlega sama hvort lítil þjóð í ballarhafi fari á hausinn, geti þeir náð sér í skjótfengið fé.
Ef þeir menn (Davíð Oddsson og undirsátar) sem ákváðu að setja krónuna á flot, hafa a.m.k. menntaskólaþekkingu í hagfræði og alþjóða viðskiptum áttu þeir að vita að hinn stóri fjármálaheimur byggir að miklu leyti á spákaupmennsku.
Og að þetta væri hættan, sem við erum að horfa upp á núna gerast. Bera þeir enga ábyrgð að þínu mati?
Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 17:16
Vil bæta við að spákaupmennirnir eru líka úr hópi Íslendinga.
Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 17:17
Theódór, það er alveg rétt að spákaupmennirnir/braskararnir geta líka verið íslenskir og þess vegna eru þeir eingöngu íslenskir. Hvað vitum við?
Davíð var forsætisráðherra þegar krónan var sett á flot, þannig að hann kom ekki að þeirri ákvörðun af hálfu Seðlabankans.
Ég hef sagt að þeir sem setja leikreglurnar, sjá um efnahagsstjórnina og ákveða peningamálastefnuna eru ábyrgir á sama hátt og stjórnarformaður fyrirtækis sem ákveður stefnu þess. Slíkar ákvarðanir eru að sjálfsögðu byggð á vinnu undirmanna, aðfenginna ráðgjafa og sérstakra sérfræðinga, en ábyrgðin er hjá æðstu stjórnendum.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2008 kl. 17:36
Ertu að segja að Seðlabankinn hafi tekið upp flotgengi upp á eigin spýtur og frumkvæði? Ég á mjög bágt með að trúa því. Hefði ríkisstjórnin getað verið andvíg því hefði hún getað komið í veg fyrir það.
Er annars Seðlabankinn ekki ríkisstofnun? Eru ekki æðstu menn ábyrgir fyrir ákvörðunum ríkisstofnana? Þeir setja allavega lögin, þ.á.m. lög um Seðlabankann.
En gott og vel, köllum þá stjórnendur Seðlabankans (þáverandi) líka til ábyrgðar.
Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 18:13
Við skulum vona að bankastjórn Seðlabankans sé sjálfstæð í hugsun og gjörðum, þó svo að forsætisráðherrar á hverjum tíma geti komið skoðun sinni á framfæri.
Marinó G. Njálsson, 26.6.2008 kl. 18:32
Það þýðir ekkert að kóa endalaust með gjörónýtu staffi.
Tilgangur þess að hafa Halldór Blöndal sem formann bankaráðs seðlabankans er augljóslega sá að gjöreyða trúverðugleika stofnunarinnar og það hefur gengið eftir. Sama er að segja um aðra jólasveina sem álþingi hefur skipað í stjórn þessa skrípafyrirbæris og vistunarúrræðis og sem hafa skipað sjálfa sig í þessa útrýmingarherferð. Þetta liggur allt á borðinu og sagan lggur fyrir og eki verður horft framhjá því.
Baldur Fjölnisson, 26.6.2008 kl. 20:25
Lög um Seðlabanka Íslands:
1. gr. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Um stjórn hans fer samkvæmt lögum þessum.
Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans.
22. gr. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum bankastjórnar.
23. gr. Í bankastjórn Seðlabanka Íslands sitja þrír bankastjórar og er einn þeirra formaður bankastjórnar. Bankastjórn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru öðrum falin með lögum þessum.
Forsætisráðherra skipar formann bankastjórnar Seðlabankans og aðra bankastjóra til sjö ára í senn.
Ríkisstjórnin getur þannig ekki skotið sér undan ábyrgð á því sem Seðlabankinn gerir.
Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 11:56
Guðjón, ég hef hvergi minnst á viðskiptahallann í þessari umræðu, þannig að fatta ekki hvernig þú tengir mín ummæli við hann.
Theódór, ég hef ítrekað talað um að ríkisstjórn og Seðlabanki séu ábyrg, en hvort fyrir sínum hluta. Ríkisstjórninni ber að sjá um að Seðlabankinn geti staðið við skuldbindingar sínar og ber ábyrgð á þeim, en Seðlabankinn ber ábyrgð á ákvörðununum sínum um peningamálastefnu, verðbólgumarkmið og reglur sem hann setur um fjármálamarkaðinn. Á sama hátt ber ríkisstjórnin ábyrg á þeim reglum/reglugerðum sem hún setur um fjármálamarkaðinn og loks Alþingi gagnvart þeim lögum sem það setur.
Marinó G. Njálsson, 27.6.2008 kl. 13:18
Er ekki rosalega líklegt að Davíð Oddsson taki við fyrirmælum frá Geir Haarde og Halldóri Blöndal,
22. gr. Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum þessum. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum bankastjórnar.
Baldur Fjölnisson, 27.6.2008 kl. 13:27
Þetta á nú víst að virka þannig að 500 milljarðarnir séu settir í fjárfestingu, einhverja góða pappíra og bíði þar og ávaxti sig á móti skuldinni. Þetta á síðan að hræða einhverja vonda menn sem sitja um að fella krónuna. Að sjálfsögðu er engin leið að finna fábjána á erlendum lánamörkuðum sem kaupa þessa steypu af Geir Haarde, Árna Mathiesen, Halldóri Blöndal og Davíð Oddssyni og ruglustrumpum og jábræðrum sem þeir hafa raðað í kringum sig.
Baldur Fjölnisson, 27.6.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.