Leita í fréttum mbl.is

Sýnir hvers konar rugl er í gangi

Loksins hafa bankarnir gert það sem þeir áttu að gera fyrir löngu, þ.e. sanna það fyrir heiminum að skuldatryggingaálagið er ekki í neinu samræmi við raunveruleg kjör á markaði.  Nú er bara að sjá hvort Seðlabankinn og hinir viðskiptabankarnir fylgi ekki í kjölfarið.  (Og svo er aldrei að vita nema krónan braggist.)

Til hamingjum með þetta, Kaupþing.


mbl.is Kaupþing fær milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Akkúrat, og þetta er á sama tíma og Hreiðar Már kallar innkomu ríkisins "ömurlega" :).

Kaupþing á ekki eftir að þiggja neitt frá ríkinu varðandi ríkistryggð lán, mun gera þetta allt sjálft og solo. Enda er bankinn orðinn meðalstór evrópskur banki.

Sigurjón Sveinsson, 24.6.2008 kl. 20:28

2 identicon

Jiiiibbbbiiiii það finnst einhver sem vill lána okkur!!!!!  Kreppunni er aflýst....,? Auðvitað getum við lánað okkur frá veruleikanum, ....við borgum lánin með VISA raðgreiðslum og raðgreislurnar með öðru korti. .....

Þvílíkt rakalaust bull, sanna fyrir heiminum að við getum tekið lán,... haha.... Við erum lítið hagkerfi og það veit enginn af okkur.  Það eru engir erlendir fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðnum enda er hann lítill og einkennist af krosseignatengslum, kunningjaskap og innherjaviðskiftum enda er ekkert/sáralítið eftirlit í gangi að mér virðist.  Ekki einn einasti maður eða kona hefur verið dæmdur, ákærður eða grunaður um slíkt að mér vitandi.

Lán er ekki lausnin á efnahagsvandanum ......  Veruleikafyrrt umræða að mínu viti, það sem heldur uppi krónugengu er geysilega hátt vaxtastig, að taka þann tappa mun valda hruni í krónugenginu.  Erfitt er að vita raungengi krónunnar en kanski er það núna en ég held að það eigi eftir að falla mikið meira.  Það er grundvallaratriðið að koma á jafnvægi í rekstri ríkisins. Partíið er búið og lendingin verður hörð.   

Gunnar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bankarnir verða í nokkuð góðum málum ef útlánatöp þeirra verða undir 3% og ef við verðum ekki fyrir barðinu á okkar eigin undirmálslánakreppu og ef erlendir hlutabréfamarkaðir hætta að hrynja að ekki sé minnst á okkar eigin markað og ef verðtrygging og hrynjandi króna setja ekki fjárfestingar þúsunda "underwater". Því miður eru líkurnar á að öll þessi ef gangi eftir - alls engar. Öll heimsins afneitun fær því ei breytt.

Baldur Fjölnisson, 24.6.2008 kl. 21:25

4 identicon

Víst Kaupþing á svona auðvelt með lán ætti
þá ekki að vera auðvelt að taka stöðu með krónunni
með framvirkri sölu gjaldeyris og njóta vaxtarmunarins.
Nei það fæst ekki það er bara boðið vaxtarmunur sem
endurspeglar skuldartryggingarálagið enda hentar það
ekki gengis markmiði Kaupþingsmanna að menn taki stöðu
með krónunni.

IP (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, það er nauðsynlegt að hrósa þegar vel er gert, þó svo að biðin hafi ekki verið síður löng eftir alvöru aðgerðum frá bönkunum og frá Seðlabanka og ríkisstjórn.

Baldur, ég nefndi um daginn í einhverri athugasemd  þetta með íslensku undirmálslánin.  Ég er sammála að þetta getur snúist út í það.

Marinó G. Njálsson, 25.6.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband