18.6.2008 | 16:37
Trúin á aðgerðum engin
Það er greinilegt að markaðurinn hefur enga trú á því að ríkisstjórnin grípi til aðgerða fljótlega eða hafi yfirhöfuð getu á að gera eitt eða neitt. Orð Geirs í gær eru greinilega álitin innantóm og bera þess merki að ríkisstjórnin sé gjörsamlega clueless, sbr. færsla mín um ræðuna hans í gær. Hafi menn haft væntingar um að verðbólgan lækkaði á haustmánuðum, þá eru þær væntingar roknar út í veður og vind. Forsenda þess var að gengið styrktist eða héldi sjó, en 12% fall krónunnar á innan við 4 vikum verður frekar til þess að verðbólgan aukist en minnki. Spá mín frá því 6. maí um 18 - 20% verðbólgu í haust (sjá hér) stefnir því miður í að verða rétt með þessu áframhaldi.
Gengi krónunnar aldrei lægra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, ég er sammála þér. Þetta lítur ekki vel út og virkilega ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.
Það þarf að koma einhver ákvörðun um eitthvað. Ég er ekki sammála Geir að best sé að gera ekki neitt og markaðurinn er auðsjáanlega einnig á þessari skoðun.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.6.2008 kl. 19:26
Sennilega á þetta mun betur heimna undir þessari færslu en hinni eldri:
Þegar olúkrepann reið yfir Kúbu árið 1959 þar sem bandarískar olíuhreinsunarstöðvar vildu ekki hreinsa sovéska olíu skipuðu Kúbversk yfirvöld því fyrir að hætt skyldi að nota traktora og þess í stað yrðu uxum beitt fyrir plógana á kúbverskum ökrum. Í Granma, málgagni uppreisnarsinna á Kúbu kom svo frétt um það að framfarir í landbúnaði eftir bylginguna væru slíkar að nú væru uxum beitt fyrir plógana í stað traktora!
Skyldi íslenskur almenningur falla jafn auðveldlega fyrir áróðri sjálfstæðismanna og menn töldu að sá kúbverski gerði á sínum tíma?
Þegar ég heyrði ágripið af ræðu Geirs nú í gær datt mér líka í hug ræðubúturinn sem vinnufélagi minni hafði upp á vegg hjá sér. Þar var farið yfir ræðu fyrirrennara Geirs í embætti, þ.e. Davíð Oddssson.
Fyrirsögn fréttarinnar var að "Margt bendir til að meiri ró sé að færast yfir efnahagslífið". Mig minnir að um hafi verið að ræða hátíðarárp forsæitisráðhrra árið 2000 (þetta var n.b. kárlega ávarp 17. júní en þó gæti munað 1-2 árum Menn getal leitað í ávörpum Davíðs til að vera vissir).
Eitt er þó víst að innsæi Davíðs í þessum málum var nákvæmlega ekkert - aldrei hefur verið jafn mikil óró yfir efnahagslífi Íslands og frá árinu 2000 - bæði upp og niður!
En einhverra hluta vegna þykir okkur alveg sjálfsagt að þessi maður sitji í forsvari efnahagsmála í þeim ólgusjó sem hann svo sannarlega sagði að væri ekki væntanlegur!
Hvað er að þessari þjóð?
Steingrímur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:03
Hvernig í ósköpunum ætti markaðurinn né nokkur annar að hafa trú á ríkistjórn Geirs né stjórn Seðalabankans á stjórn peningamála. Þjóð sem hefur búið við stórfeldan viðskipahalla til fjölda ára niðurgreitt innflutnig með rangt skráðri kr, er haldið hefur verið uppi með okur stýrivöxtum. Vandamál okkar er að við sitjum uppi með værukæra stjórnmálamenn er hugsa fyrst og síðast um rassgatið á sjálfum sér, auk flokktrúða og skyldmenna er komast þurfa í stöður hjá ríkinu.
Þjóð sem ver yfir 12 milljörðum í utaríkiþjónustu, nær 15% af útflutning sjávarafuða, 1300 milljónum í loftvarnir, og með yfir 44% í útgjöld til ríkisins, segir þetta ekki allt, þó fátt eitt sé upptalið.
Eg hef ekki hugmynd hversu há verðbólgan veruð á næstu mánuðum, en eitt veit ég þó að ef ekki veruð skipt um stjórnendur Seðlabankans, þá mun verða hér fjölda atvinnuleysi stax í haust. Mín trú er sú og hefur verið sl. 2 ár að efnahagsþrenginar okkar næstu missera, verði álíka og 67 til 70, og Árni Matt verði komið fyrir í forstjórastól Landsvirkjunar, ekki er nú öll vitleysan eins.
haraldurhar, 19.6.2008 kl. 01:16
Annars sagði ég fyrir 2 vikum (sjá hér) að ég teldi nýjar reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð bankanna auka gengisáhættu og hefðu fyrst í stað í för með sér veikingu krónunnar. Það virðist vera sem eitthvað hafi verið til í þessu hjá mér, a.m.k. hefur krónan hrunið hratt.
Marinó G. Njálsson, 19.6.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.