18.6.2008 | 13:21
Gagnaleki
Undanfarna mánuði hafa ítrekað birst í fjölmiðlum fréttir um að persónuupplýsingum hafi verið stolið, þær glatast á furðulega hátt eða komist í rangar hendur. Þessi atvik hafa í litlu mæli komið niður á Íslendingum, en í byrjun júní mátti þó sjá frétt þess efnis að Borgun (MasterCard) hafi þurft að afturkalla og endurútgefa greiðslukort eftir að óprúttnir aðilar komust yfir upplýsingar um þau.
Stærstu atvikin sem komið hafa upp síðustu ár eru annars vegar þjófnaður korthafaupplýsinga um 46 milljóna korthafa frá TJX verslanakeðjunni kanadísku og þegar HMRC (Her Majestys Revenue and Customs) í Bretlandi glataði geisladiskum með upplýsingum um yfir 25 milljón þiggjenda barnabóta í Bretlandi. Í tilviki HMRC er ekki nákvæmlega vitað hvað gerðist og er jafnvel óvíst að nokkur hafi komist í gögnin, en þar var samt um alvarlegt brot á persónuverndarlögum að ræða. Í tilfelli TJX, var brotið mun ígrundaðra og talið er að það hafi staðið að minnsta kosti í 3 ár frá 2003 til 2006, þegar það var uppgötvað. Í hvorugu tilfelli er hægt að kenna um handvömm starfsmanns heldur er orsakarinnar að leita til þess að ekki hefur verið staðið rétt að stjórnun upplýsingaöryggis hjá þessu aðilum.
Ekki er til nein ein einhlít skilgreining á því hvað felst í gagnaöryggisatviki eða gagnaleka, eins og notað verður í þessu skjali. Hvert land hefur sína löggjöf og þó svo að löggjöf innan Evrópska efnahagssvæðisins sé keimlík, þá gegnir ekki sama máli um túlkunina. Þó má segja að flestir geti fellt sig við eftirfarandi skilgreiningu: Gagnaleki er óheimil birting lögaðila á persónugreinanlegum upplýsingum, þar sem birtingin stefnir öryggi, trúnaði og heilleika upplýsinganna í voða.
Framhaldið af þessari umfjöllun má lesa á vefsíðu minni www.betriakvordun.is eða með því að smella hér. Þar er m.a. fjallað um ástæður fyrir fjölgun tilfella, helstu aðferðir, kostnað af öryggisbrestum, hverjir eru helstu skaðvaldarnir og hvað er til ráða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.