Leita í fréttum mbl.is

Gagnaleki

Undanfarna mánuði hafa ítrekað birst í fjölmiðlum fréttir um að persónuupplýsingum hafi verið stolið, þær glatast á furðulega hátt eða komist í rangar hendur.  Þessi atvik hafa í litlu mæli komið niður á Íslendingum, en í byrjun júní mátti þó sjá frétt þess efnis að Borgun (MasterCard) hafi þurft að afturkalla og endurútgefa greiðslukort eftir að óprúttnir aðilar komust yfir upplýsingar um þau. 

Stærstu atvikin sem komið hafa upp síðustu ár eru annars vegar þjófnaður korthafaupplýsinga um 46 milljóna korthafa frá TJX verslanakeðjunni kanadísku og þegar HMRC (Her Majesty‘s Revenue and Customs) í Bretlandi glataði geisladiskum með upplýsingum um yfir 25 milljón þiggjenda barnabóta í Bretlandi.  Í tilviki HMRC er ekki nákvæmlega vitað hvað gerðist og er jafnvel óvíst að nokkur hafi komist í gögnin, en þar var samt um alvarlegt brot á persónuverndarlögum að ræða. Í tilfelli TJX, var brotið mun ígrundaðra og talið er að það hafi staðið að minnsta kosti í 3 ár frá 2003 til 2006, þegar það var uppgötvað.  Í hvorugu tilfelli er hægt að kenna um handvömm starfsmanns heldur er orsakarinnar að leita til þess að ekki hefur verið staðið rétt að stjórnun upplýsingaöryggis hjá þessu aðilum.

Ekki er til nein ein einhlít skilgreining á því hvað felst í „gagnaöryggisatviki“ eða „gagnaleka“, eins og notað verður í þessu skjali.  Hvert land hefur sína löggjöf og þó svo að löggjöf innan Evrópska efnahagssvæðisins sé keimlík, þá gegnir ekki sama máli um túlkunina.  Þó má segja að flestir geti fellt sig við eftirfarandi skilgreiningu:  „Gagnaleki er óheimil birting lögaðila á persónugreinanlegum upplýsingum, þar sem birtingin stefnir öryggi, trúnaði og heilleika upplýsinganna í voða.“

Framhaldið af þessari umfjöllun má lesa á vefsíðu minni www.betriakvordun.is eða með því að smella hér.  Þar er m.a. fjallað um ástæður fyrir fjölgun tilfella, helstu aðferðir, kostnað af öryggisbrestum, hverjir eru helstu skaðvaldarnir og hvað er til ráða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband