Leita í fréttum mbl.is

Lækkun vegna hugsanlega-ólíklega-kannski

Þetta er nú með kjánalegri rökstuðningi sem ég hef séð.  Hugsanlegir erfiðleikar ef svo ólíklega vildi til að eitthvað ófyrirséð kæmi upp.  Það er reynt að draga fram eins marga fyrirvara og hægt er en samt eru þeir notaðir til að réttlæta breytingu.  Til að kóróna allt er útlitið sagt stöðugt.  Ég held að Moody's sé dottið inn í einhverja meðvirkni og treysti sér ekki til að tala hreint út.  Ég veit ekki hvort fyrirtækið þori ekki að segja að allt sé í steik hérna af hættu við að það verði sjálfsuppfyllandi spádómur eða að segja að allt sé á góðri leið vegna þess að það sé of mikil breyting frá síðasta mati.  Ég held að íslenska þjóðin eigi það nú alveg inni hjá Moody's og öðrum matsfyrirtækjum að menn tali hreint út.

Annars er bara til ein lausn á þessu og hún er að íslenska ríkið leiti eftir erlendu láni og sýni annað hvort fram á að það eigi ekki í vandræðum með að fá slíkt lán (sem mér finnst líklegast) eða staðfesti að það eigi í erfiðleikum með að fá slíkt lán og noti þá reynslu til að taka til í eigin ranni.  Ef Hafnarfjarðarbær, eitt skuldugasta sveitarfélag landsins, gat fengið lán með 70 punktaálagi, þá hef ég fulla trú á því að íslenska ríkið (sem skuldar álíka mikið og Hafnarfjarðarbær) fái stórt lán með lágu álagi.  Síðan má ekki gleyma því að íslensku bankarnir eru vel fjármagnaðir um þessar mundir, þannig að skammtíma þörf þeirra fyrir fjármagn er lítil sem engin.  Samkvæmt Moody's er útlitið svo stöðugt sem segir að framtíðarhorfur er hvorki jákvæðar né neikvæðar og því litlar líkur á ,,ólíklegum ófyrirséðum erfiðleikum".

Annars geta allir lent í vandræðum, ef einhverjir "ólíklegir ófyrirséðir" erfiðleikar henda viðkomandi.  Spyrjið bara Bear Sterns og ekki tók lánshæfismat þeirra neina dýfu áður en þau ósköp dundu yfir.


mbl.is Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1679981

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband