Leita í fréttum mbl.is

Allt er til tjóns

Á vef Viðskiptablaðsins má lesa það álit Paul Rawlins sérfræðings hjá Fitch Ratings matsfyrirtækinu, að erlend lántaka ríkissjóðs eða Seðlabanka upp á 5 - 10 milljarða evra gæti haft veruleg neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins.  Það er svo sem alveg rétt að taka láns af svona stærðargráðu ætti almennt að hafa neikvæð áhrif, en í þessu tilfelli þarf það ekki að gerast.  Ástæðan fyrir því er einföld.  Það er verið að taka lánið til að byggja upp varasjóð og þessi varasjóður verður vafalaust ávaxtaður á eins öruggan hátt og hægt er.  Mun slík ávöxtun vega að miklu eða öllu leiti upp árlegan kostnað af láninu og hafa því lítil áhrif á afkomu ríkissjóðs.  Það er ekki eins og verið sé að taka lán til að setja í óafturkræfar framkvæmdir, til að fjármagna rekstur eða brúa fjárlagagat.  Annað sem skiptir máli í þessu samhengi er að íslenska ríkið er að öðru leiti ekki í neinu mæli á lánamörkuðum og er almennt ekki að taka "rekstrarlán".

Hin hliðin á þessu er, að matsfyrirtækin hafa þegar breytt lánshæfismati íslenska ríkisins í neikvæðar horfur, vegna þess að þau telja miklar líkur á að ríkið taki svona lán.  Það er einkennileg staða sem ríkið er komið í, horfum var breytt í neikvæðar vegna þess að ríkið þarf kannski að taka lán (sem matsfyrirtækin hreinlega krefjast að ríkið geri til að auka traustið á bönkunum) og svo á að gera þær ennþá neikvæðari þegar lánið er tekið (til þess að auka traustið á bönkunum).  Mér finnst þetta vera nokkuð vonlaus staða, ef allt sem íslendka ríkið gerir eða gerir ekki hefur neikvæð áhrif á lánshæfismat þess.

Eitt í viðbót.  Fitch breytti horfum á lánshæfismatinu í neikvæðar fyrir nokkrum vikum, enda var skuldatryggingaálag ríkisins og bankanna mjög hátt á þeim tíma.  Nú hefur þetta álag lækkað um einhver 80%, sem gerir það m.a. af verkum að bæði ríki og bönkum bjóðast lánsfé á skikkanlegum kjörum á opnum markaði.  Maður hefði nú haldið að slík breyting ætti að hafa áhrif á mat Fitch á horfur á lánshæfismati íslenska ríkisins, því ef mig brestur ekki minni, þá voru það m.a. ein helstu rök matsfyrirtækjanna fyrir þessum neikvæðu horfum, að vegna hás skuldatryggingarálags gæti það reynst ríkinu erfitt að fá slíkt lán yfir höfuð.  En kannski er þetta bara eins og með olíuna, að það er sama hvað gerist, það er allt hægt að finna eitthvað neikvætt við það og þess vegna er alltaf ástæða til að hækka.  Mér finnst spámenn treysta allt of mikið á gullfiskaminni þeirra sem spámennskan þeirra nær til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Marinó

Mér finnst það mjög áhugaverð niðurstaða hjá þér að lántakan sé óþörf. Mikil gagnrýni á Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu að gera ekki neitt er nú í ljósi sögunnar skopleg. Það er hins vegar hægt og verður að vinna í stöðunni.

Sigurður Þorsteinsson, 9.5.2008 kl. 05:24

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hvar segi ég að lánstakan sé óþörf?  Ég segi að þetta sé varasjóður, en er á sama máli og margir aðrir að ólíklegt sé að gengið verði í hann.  Það er ekki þar með sagt að hann sé óþarfur.  Han er raun mjög mikilvægur til að styrkja traust og trúverðugleika.

Marinó G. Njálsson, 9.5.2008 kl. 08:14

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það var fróðlegt að sjá í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag, að Sigurjón Þ. Árnason, Landsbankastjóri, notaði nákvæmlega sömu rök og ég hér að ofan um gjaldeyrisvarasjóðinn.  Hann er til að auka traust og trúverðugleika og lítið mál á að vera að láta hann ávaxta sig það vel að hann standi undir kostnaði.

Marinó G. Njálsson, 14.5.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband