7.5.2008 | 14:59
Slóvakar fyrstir til að kasta krónunni
Ef svo fer að Slóvakía tekur upp evru þann 1. janúar 2009, þá verður það fyrsta landið til að láta mynteininguna krónu víkja fyrir evrunni. Kannski er þetta fordæmið sem aðrir munu fylgja en líklegt er talið að Danir kasti krónunni innan tíðar, Tékkar geta ekki verið eftirbátar frænda sinna og systkina í Slóvakíu, Eistar geta nú varla haft mikla trú á sinni mynt og munu nota fyrsta tækifæri sem gefst til að taka upp evru, en líklegast er lengra í að Svíar gefi krónuna frá sér. Búast má við því að ákvörðun Dana hafi áhrif á Svía. Þá eru bara ótalin tvö lönd með krónur: Noregur með olíukrónu og Ísland með jó-jó krónu. Það sér hver sem vill að jó-jó krónan er ekki nógu traustur gjaldmiðill.
Slóvakía fær aðild að evru-svæðinu 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1680811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér finnst þetta vera mjög mikil einföldun á gjaldeyrisviðskiptum. Allir gjaldmiðlar hafa sveiflur, meira að segja þessi guðdómlega evra. Dollarinn þótti einu sinni mjög sterkur gjaldmiðill en hvað hefur gerst í dag? Sum ríki eru farin að neita að taka við dollar. Það er engin trygging fyrir því að evran verði hvorki stöðug né sterk um ókomna tíð. Hagstjórn á evrusvæðinu hefur líka sín vandamál og það munu líka verða hagstjórnarvandamál eftir að evran hefur verið tekin upp. Upptaka evru er engin hókus pókus lausn og við munum áfram sjá hátt verðlag og verðbólgu eftir þessa guðdómlegu evruvæðingu.
Mér finnst að innganga í ESB eigi að snúast um eitthvað meira heldur en bara um einhvern gjaldmiðil. Innganga í ESB þýðir að við látum frá okkur mikið af því sem að við köllum framkvæmdavald. Geta ekki þar leynst einhverjir hagsmunir sem að eru stærri heldur en tímabundinn hagstjórnarvandi?
Mér finnst að menn eigi að hætta að ræða upptöku evru sem einhverja lausn á núverandi efnahagsástandi. Fyrir það fyrsta þá munum við ekki geta tekið upp evruna fyrr en að núverandi efnahagsástand lagast. Og það verður ekki fyrr en að við erum að fullu gengin inn í ESB og það gerist alveg örugglega ekki á einni nóttu.
Jóhann Pétur Pétursson, 7.5.2008 kl. 17:58
Hvað er þetta má ekki grínast aðeins?
Marinó G. Njálsson, 7.5.2008 kl. 18:35
Er ekki alveg ljóst að Kaupþing stóð að lækkun krónunnar
ef skoðað er uppgjör sést að tap er mikið án lækkunar krónunnar,
þeir hafa ákveðið að fórna þjóðinni til að bjarga eigin skinni
og reyna að kenna útlendum spákaupmönnum um og höfða til þjóðerniskenndar Íslendinga. Spákaupmenn sem taka stöður á móti erlendum skuldarbréfum bankanna í þeim tilgangi að koma þeim í þrot myndu ekki skaffa bönkunum 150 miljarða gengishagnaði með veikingu krónunnar á sama tíma.
Gengislækkun krónunnar varð í kjölfar þess, að
erlendu vaxtaálagi var speglað inná Íslenska gjaldeyrismarkaðinn án þess að bankarnir hefðu tekið nokkurt lán á þeim kjörum. hvaða banki skildi hafa haft frumkvæði að því ? Það verður að hafa það í huga að bankarnir eru gróðamaskínur
sem hugsa til skamms tíma og vilja engu fórna.
SJÁ http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=49790
SJÁ http://www.visir.is/article/20080507/VIDSKIPTI06/154125828/-1/VIDSKIPTI01
IP (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 03:41
Ég veit svo sem ekkert hvort Kaupþing stóð að lækkun krónunnar, en það er merkilegt að sjá hve gengishagnaður er stór hluti af hagnaðartölum bankanna. Forvitnilegt væri að vita hvernig þessi uppgjör litu út, ef bankarnir gerðu upp í evrum. Það sem mér þótti forvitnilegast var samt þessi afskriftartala upp á 24 milljarða hjá Kaupþingi vegna undirmálslána, þar sem ítrekað hafði verið haldið fram að íslensku bankarnir væru með lítið sem ekkert undir í þeim lánum. Síðan kemur allt annað á daginn. Spooky!
Marinó G. Njálsson, 8.5.2008 kl. 08:54
Það er víst örugt að Evran muni fara til baka aftur og þá jafnvel um 30% . Það vita bankarir og láta ekki frá sér Evrur á með staðan er þannig. Fólk sem er að fjárfesta í á Evru svæðinu núna mun fara ílla út úr því þegar hún gengur til baka Er eitthvað öruggara að vera með þannig gjadmiðil. Dollarinn virðist vera mun stabilli gjaldmiðill svo best væri að fasttengja krónuna við hann. Skekkjumörk gætu verið 5 til 10% .
Jón V Viðarsson, 8.5.2008 kl. 21:32
Við skulum vona að krónan rétti úr kútnum. Kaldhæðni er, að krónan er núna á réttu róli, ef borin er saman þróun vísitölu neysluverðs og gengisvísitala áður en krónan var sett á flot og sú þróun notuð á þessar vísitölur í dag. Ef vísitala neysluverðs án húsnæðis er notuð á krónan inni 10 - 15% hækkun. Þar sem krónunni var handstýrt hér í gamla daga, þá er hugsanlegt að fyrrnefndri þróun hafi líka verið handstýrt og því ekkert að marka hana.
Marinó G. Njálsson, 8.5.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.