30.3.2008 | 16:14
Ekki nóg að fjarlægja fréttina
Mér brá í morgun þegar ég sá upphaflegu fréttina hér á mbl.is. Að vísu náði ég ekki tengingu við frétt Sunday Times og er ástæðan líklegast sú að hún hafði þá þegar verið fjarlægð.
Það er gott og blessað að vitleysan hafi verið fjarlægð, en það er ekki nóg. Þessi frétt hefur líklegast þegar borist víða um heim. Ýmsar fréttaveitur og vefsíður sérhæfa sig í því að fiska upp svona fréttir og birta þær á sínum síðum. Síður geymast í biðminni, á millitölvum internetsins o.s.frv. Það er því nauðsynlegt að Sunday Times dragi fréttina til baka með því að birta leiðréttingu. Verði það ekki gert munu áhrif hennar ekki deyja út.
Viðbót kl. 18:51
Þar sem mbl.is er búin að taka fréttina út, þá set ég hluta hennar inn hér:
Frétt af mbl.is
Röng frétt um íslenska banka fjarlægðViðskipti | mbl.is | 30.3.2008 | 15:07
Breska blaðið Sunday Times hefur tekið út frétt af vef sínum þar sem sagt var frá því að breskir sparifjáreigendur taki nú innistæður sínar út úr reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska bankakerfið kunni að hrynja.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er búið að fjarlægja fréttina ?
Það er enn hægt að fara inn á Sunday Times og lesa þetta.
Valborg
Valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:22
Valborg, ég gekk bara út frá því að frétt mbl.is væri rétt. Miðað við það sem þú segir, þá er það ekki rétt. Þess frekar þarf Sunday Times að leiðrétta fréttina og skora ég á forsvarsmenn Landsbankans og Kaupþings að ganga beint í verkið. Svona frétt gæti orðið að sjálfsuppfyllandi spádómi.
Marinó G. Njálsson, 30.3.2008 kl. 18:36
Ég sé að mbl.is er búið að fjarlægja fréttina sína, þannig að hún hefur verið úr lausu lofti gripin.
Marinó G. Njálsson, 30.3.2008 kl. 18:48
Fréttin stendur enn á Sunday Times. http://business.timesonline.co.uk/tol/business/money/savings/article3644935.ece
Þeir hafa ekki séð ástæðu til þess að fjarlægja hana.
Hannes (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:55
svona eins og hafi hundur skitið á gangstétt, sé nóg að fjarlægja hundinn
Brjánn Guðjónsson, 31.3.2008 kl. 11:40
Jæja, þá er loksins búið að fjarlægja fréttina og það gert á faglegan hátt. Sjá nánar http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/31/frett_um_island_fjarlaegd/
Marinó G. Njálsson, 1.4.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.