Leita í fréttum mbl.is

Ekki nóg að fjarlægja fréttina

Mér brá í morgun þegar ég sá upphaflegu fréttina hér á mbl.is.  Að vísu náði ég ekki tengingu við frétt Sunday Times og er ástæðan líklegast sú að hún hafði þá þegar verið fjarlægð.

Það er gott og blessað að vitleysan hafi verið fjarlægð, en það er ekki nóg.  Þessi frétt hefur líklegast þegar borist víða um heim.  Ýmsar fréttaveitur og vefsíður sérhæfa sig í því að fiska upp svona fréttir og birta þær á sínum síðum.  Síður geymast í biðminni, á millitölvum internetsins o.s.frv.  Það er því nauðsynlegt að Sunday Times dragi fréttina til baka með því að birta leiðréttingu.  Verði það ekki gert munu áhrif hennar ekki deyja út.

Viðbót kl. 18:51 

Þar sem mbl.is er búin að taka fréttina út, þá set ég hluta hennar inn hér:

Frétt af mbl.is

Röng frétt um íslenska banka fjarlægð
Viðskipti | mbl.is | 30.3.2008 | 15:07
Fréttin um úttektir sparifjárs reyndist ekki á rökum reist. Breska blaðið Sunday Times hefur tekið út frétt af vef sínum þar sem sagt var frá því að breskir sparifjáreigendur taki nú innistæður sínar út úr reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska bankakerfið kunni að hrynja.

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er búið að fjarlægja fréttina ?

Það er enn hægt að fara inn á Sunday Times og lesa þetta.

Valborg

Valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Valborg, ég gekk bara út frá því að frétt mbl.is væri rétt.  Miðað við það sem þú segir, þá er það ekki rétt.  Þess frekar þarf Sunday Times að leiðrétta fréttina og skora ég á forsvarsmenn Landsbankans og Kaupþings að ganga beint í verkið.  Svona frétt gæti orðið að sjálfsuppfyllandi spádómi.

Marinó G. Njálsson, 30.3.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég sé að mbl.is er búið að fjarlægja fréttina sína, þannig að hún hefur verið úr lausu lofti gripin.

Marinó G. Njálsson, 30.3.2008 kl. 18:48

4 identicon

Fréttin stendur enn á Sunday Times. http://business.timesonline.co.uk/tol/business/money/savings/article3644935.ece

Þeir hafa ekki séð ástæðu til þess að fjarlægja hana.

Hannes (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svona eins og hafi hundur skitið á gangstétt, sé nóg að fjarlægja hundinn

Brjánn Guðjónsson, 31.3.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jæja, þá er loksins búið að fjarlægja fréttina og það gert á faglegan hátt.   Sjá nánar http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/31/frett_um_island_fjarlaegd/

Marinó G. Njálsson, 1.4.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband