22.1.2008 | 13:51
Arfleifð Evrópubúa
Hún er ótrúleg frásögnin í þessari frétt um "nakta hershöfðingjans" og sýnir að sinn er siður í landi hverju og ekki allir geðslegir. En það sem vakti mesta athygli mína í fréttinni, er að Blahyi sagðist hafa orðið aðeins 11 ára gamall að verja fyrrverandi forseta Líberíu. þar sem þeir voru af sömu þjóð.
Af mörgum mistökum hvítra Evrópubúa út um allan heim, þá verður uppskipting Afríku líklegast að teljast þau alvarlegustu. Með reglustiku og pennastaf að vopni var heimsálfan skorin upp, eða kannski frekar tætt í sundur, svo Evrópuríki fengju sinn skerf. Lítið var velt fyrir sér hvaða þjóðir bjuggu á svæðunum eða hvort þær gætu lifað saman.
Þessi ófyrirleitni Evrópubúa hefur verið helsta ástæða hins mikla óstöðugleika sem er í álfunni. Í sama landi búa fjöldmargar þjóðir/ættflokkar, sem höfðu fyrir tíma Evrópubúa í Afríku ekki átt friðsamleg samskipti eða a.m.k. takmörkuð. Ættbálkerjur eru grunnurinn af nær öllum innanlandsátökum í álfunni. Öll grimmustu stríð hafa verið vegna þess að einn ættbálkur hefur kúgað annan og einhverjum tímapunkti brestur þolinmæði hinna kúguðu. Bíafrastríðið í Nígeriu, átökin í Ethópíu og líberíu, þjóðarmorðin í Rúanda og hernaðurinn í Dafurhéraði svo eitthvað sé er allt tilkomið vegna reglustikulandafræði fáfróðra og gáðugra Evrópubúa.
Nakti hershöfðinginn játar að hafa borðað barnshjörtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þú virðist samt gleyma einu atriði með Líberíu. Það var aldrei nýlenda Evrópumanna. Þetta ríkið var stofnað af fyrirverandi þrælum 1822 sem höfðu fengið frelsi í Bandaríkjunum. Þeir nutu stuðnings Bandaríkjamanna og byggðu upp stjórnkerfið að Bandarískri fyrirmynd. Það var ekki fyrr en árið 1980 sem fyrsta uppreisnin var gerð og gerði út um fyrsta lýðveldi Afríku.
Að sjálfsögðu komu margar afríkuþjóðir illa út úr nýlendustefnunni en það er ekki eins og það hafi gerst í gær að nýlenduherrarnir yfirgáfu afríku. Flest þessara afríkuríkja eru búin að hafa áratugi að koma þessu í lag. Ég held að stefnan sem er í dag hjá gömlu nýlenduherrunum, að senda mat og tól til afríku sé að svipta afríkubúa þeirra sjálfstæði og frumkvæði að mörgu leyti.
Hinrik (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:26
Hinrik, það er að vísu alveg rétt að Líbería var ekki nýlenda, en um landið gilda öll sömu lög. Þar var búið til land þvert á ættbálka og þjóðarbrot. En það er einmitt það sem er að valda vanda. Við höfum þessi vandamál mun víðar en í Afríku. T.d. á Norður-Írlandi, á Norður-Spáni, á Balkansskaga og nú síðast í ríkjum fyrrverandi Sovétríkja. Á þessum stöðum er víða mikið ójafnvægi vegna togstreytu milli þjóðarbrota eða fólks af mismunandi trú eða, eins og á Norður-Írlandi, mismunandi kirkjudeildum. Kaldhæðnin í þessu öllu er að Belgía, sem ber mikla ábyrgð á því sem gerðist í Rúanda, er að liðast í sundur vegna þess að fegurðardrottning landsins kunni ekki flæmsku. Hvers konar bull er þetta?
Jón Frímann, ættbálkaerjur í Afríku eiga að miklu leiti rót sína að rekja til nýlendustefnu Evrópubúa. Vissulega hefur það ekki gerst í öllum fyrrverandi nýlendum, en mörg þessara ríkja eru tifandi tímasprengjur. það var líka misjafnt hvernig nýlenduherrarnir komu fram við heimafólk. Belgar voru t.d. ákaflega lélegir lénsherrar meðan Bretar voru tiltölulega góðir. Svæði Þjóðverja sluppu að mestu leit vel, meðan Frakkar voru svo illa þokkaðir víða að blóðug frelsisstríð sameinuðu ólíkar fylkingar. En það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi að misvitrir menn ákváðu legu landamæra af því að það hentaði valdajafnvægi í Evrópu í staðinn fyrir að huga að því hvað hentaði heimamönnum.
Marinó G. Njálsson, 22.1.2008 kl. 19:01
Fyrir það fyrsta þá eru þetta því miður villimenn og þetta er ekki einungis nýlendustefnu evrópuríkja að kenna ....
Þeir hafa ALLTAF barið á hvorum öðrum, málið er að núna hafa þeir byssur og sprengjur en ekki spjót og sveðjur sem þeir höfðu fyrir nýlendutímann.
Þetta er því miður svona og það liggur við að best væri að girða afríku af í 10-20 ár og þá ætti að vera kominn friður.
Þoð megið alveg kalla mig rasista, fasista,kommúnista, nazista og hvað annað verra.
Þetta er sannleikur og sannleikur er sagna sárastur.
og einnig er þetta mín skoðun.
Jón Ingi Sævarsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 20:33
Það er óréttlátt að kenna nýlenduherrum um svona villimennsku. Evrópumenn höfðu augljóslega, þá eins og nú, mikla trú á fjölmenningarsamfélögum og afréðu að stofna sem flest slík ríki í Afríku. Í dag dettur engum heilvita manni í hug að efast um yfirburði fjölmenningarsamfélaga umfram einsleit og daufleg þjóðríki, enda hefur gáfufólk komist að því með rannsóknum sínum.
Þeir sem halda öðru fram eru samkvæmt mínum heimildum flestir eða allir rasistar, það hefur enda margoft komið fram í máli hinna betur gefnu bloggara hér á Mbl.
Öllum ætti í dag að vera ljóst að heppilegast er að sem allra flest tungumál séu notuð í hverju landi, því það gerir þegnunum erfðara um vik að standa saman í allskyns kröfugerðum og einnig er minni hætta á orðahnippingum og rifrildi þar sem menn skilja ekki hvorir aðra.
magnus (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:00
Það eina sem ég er að segja, svo menn skilji það betur, er að Evrópubúarnir bjuggu til lönd úr svæðum sem áttu ekkert sameiginlegt. Þeir sundruðu ættbálkum Afríkumanna og reyndu síðan að búa til þjóðfélög með ættbálkum og ættbálkabrotum sem áttu ekkert sameiginlegt. Ég er að vísa til þess, sem arfleifð Evrópubúanna, og er ekki að fjalla um mannfórnir og trúarathafnir. Fyrir þá sem nenna að hafa fyrir því að kynna sér sögu Afríku, þá má benda á að á fyrri hluta 17. aldar voru óteljandi lítil ríki í Vestur-Afríku. Það má líka benda á að af öllum ríkjum Afríku, þá hafa aðeins 8 sloppið við borgarastyrjaldir, valdarán, landamærastríð og frelsisstríð á síðustu 80 árum eða svo.
Marinó G. Njálsson, 22.1.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.