Leita í fréttum mbl.is

Gátlisti sjálfstæðismanna fundinn

Hann er fundinn gátlistinn sem sjálfstæðismenn hafa notað undanfarna daga eftir að sameining REI og GGE var kynnt.  Fyrir hvert atriði hefur verið krotuð inn athugasemd um það hvernig tókst til:

1.  Reyna hallarbyltingu - Búið að reyna, gekk ekki 

2.  Klaga í Geir  -  Búið, breytti engu

3.  Tala illa um Vilhjálm, en ekki koma fram undir nafni - Búið, gekk ekki 

4.  Taka Vilhjálm á beinið - Villi lofaði að vera þægur og skipta um skoðun

5.  Segjast ekkert hafa vitað -  Það trúði okkur enginn, samt setti Gísli Marteinn upp englasvipinn sinn.  Við héldum að það myndi nú örugglega ganga.

6.  Finna nýja lausn og kynna hana fyrir blaðamönnum - fundurinn gekk vel, en Björn Ingi segir þetta ekki vera tillögu meirihlutans - við hefðum kannski átt að tala við Björn Inga áður

7.  Segja Birni Inga að samþykkja tillögur okkar - Búið, en Björn Ingi vill það ekki.  Segir að þetta sé gott viðskiptamódel og við frjálshyggjufólkið ættum að skilja það.

8.  Hringja í Svandísi og bjóða henni samstarf - Búið, en hún var efins

9.  Hringja í Dag og bjóða honum samstarf - Búið, en hann var efins

10.  Hringja í Ólaf og Margréti og bjóða þeim samstarf - Búið, en Ólafur er ennþá sár frá því í fyrra

11.  Bjóða Birni Inga á fund - Fundurinn var haldinn, en Björn Ingi er ekki sammála okkur.  Hann tók þó í höndina á Villa, þannig að þetta hlýtur að vera í lagi.

12.  Fara á borgarstjórnarfund og gagnrýna samninginn - Búið, en það trúði okkur enginn.  Fólk segir að við hlutum að hafa vitað eitthvað. 

13.  Þvertaka fyrir í fjölmiðlum að meirihlutinn sé ótraustur - Búið. Kjartan og Gísli Marteinn stóðu sig vel í viðtölum og fréttamenn virtust trúa okkur.  Við vorum samt rosalega óviss sjálf, enda búnin að vera að tala við hina um að koma inn í meirihlutann í staðinn fyrir Björn Inga

14.  Vera ofsalega hissa ef Björn Ingi slítur samstarfinu - Helvískur, hann tók af okkur glæpinn.  Við skiljum ekkert í því að hinir vildu bara vera með Birni Inga.  Hann hlýtur að boðið þeim mútur eða eitthvað svoleiðis.  Já, hann er spilltur.

15.  Kalla Björn Inga öllum illum nöfnum - Heyrðu fjölmiðlarnir virðast gleypa við þessu.  Siggi Kári fékk að kalla Björn Inga siðlausan, spilltan, óheiðarlegan og allir fjölmiðlar birtu þetta.  Og Bjössi Bjarna kallaði hann loddara á vefsíðunni sinni.  Vá, hvað þetta gekk og fjölmiðlarnir hafa ekkert minnst á að Villi tók þátt í öllu þessu með honum og vita ekki að við vorum líka að tala við hina.

16.  Kenna Birni Inga um allt, hann hefði bara geta samþykkt það sem við lögðum til - Búið, gekk ekki. Fjölmiðlarnir eru líka leiðinlegir við Hönnu Birnu eftir að hún mismælti sig.  Þetta var alveg rétt hjá henni.  Hann hefði bara geta fallist á það sem við sögðum.

17.  Saka Björn Inga um eiginhagsmunagæslu - fjölmiðlarnir voru ekki eins trúaðir á þetta en þeir minnast samt ekkert ennþá á að Villi tók þátt í þessu með honum og það voru 2 sjálfstæðismenn með honum í stjórn.

18.  Vera ofsalega svekkt og sár - Vá, sáuð þið myndina af okkur í Mogganum.  Það er bara eins og Davíð hefði dáið.  En Villi er búinn að berja okkur til hlýðni.  Við erum búin að lofa að vera þæg og styðja hann.

19.  Saka Björn Inga um að ganga erinda Framsóknarflokksins. - Fréttablaðið kokgleypti þetta og sló upp á forsíðu.  Enda hefur það alltaf gengið að saka Framsókn um spillingu.  Við verðum samt að passa okkur á því að segja ekki hvað það eru margir sjálfstæðismenn sem eiga hlut í GGE.

 

Nú er bara að bíða og sjá hvaða atriði til viðbótar voru á gátlistanum.   Kannski einhverjir aðrir hafi fleiri atriði.

(Þetta er að sjálfsögðu allt til gamans gert.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Viðar, gjörðu svo vel, þú mátt nota þetta, en gott væri að vísa til upprunans.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: ViceRoy

R-lista maður?

ViceRoy, 14.10.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sæþór, það er ekki R-listi í Kópavogi.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Bara til að halda því til haga, þá held ég að það sé nokk sama hverjir eru í meirihluta eða minnihluta í bæjarmálapólitík.  95% allra verkefna, ef ekki meira, er eins fyrir komið þó meirihlutinn sveiflist milli hægri og vinstri.  Mér fannst það samstarf sem var í Reykjavík lofa góðu og R-listinn gamli gerði það líka.  En mér finnst þessi atburðarás bara svo dæmigerð fyrir það þegar annar aðilinn gleymir að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli og í samstarfi verða menn að ræða saman áður en ákvarðanir eru tilkynntar.  Varðandi OR og REI, þá held ég að spurningar Umboðsmanns Alþingis séu þörf áminning til aðila í opinberum rekstri um að það gilda leikreglur sem fara verður eftir.

Marinó G. Njálsson, 14.10.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eða R-listann í frumeindum.  Ég held að næstu vikur og mánuðir eigi eftir að leggja fjölmiðlum til margar góðar fyrirsagnir, þannig að fátt er svo með öllu illt...

Marinó G. Njálsson, 14.10.2007 kl. 14:05

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Góður! Ekki síst nr 19: Saka Björn Inga um að ganga erinda Framsóknarflokksins.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.10.2007 kl. 00:20

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Helgi, ég hef aldrei geta skilið það, að menn telja sjálfa sig verða fallegri ef þeir maka aðra aur.  Skilja þeir ekki að almenningur sér í gegnum þá.  Það var raunar hræðilegt að sjá hvað Egill Helgason hafi litla trú á málflutningi Júlíusar Vífils þegar hann var að reyna að klína því á Björn Inga að hann hefði verið að ganga hagsmuna manna sem eru örhluthafar í GGE, þegar flestir af stóru hluthöfunum eru annað hvort yfirlýstir sjálfstæðismenn eða hafa notið (m.a. óumbeðinnar) velvildar sjálfstæðismanna í nágrannasveitarfélaginu Kópavogi.  Þetta er svo aumkunnarvert.  Ég lærði það í sölumennskunni í gamla daga að maður selur betur, ef maður getur sýnt fram á gæði eigin vöru í staðinn fyrir að benda á hugsanlega galla í vörum annarra.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2007 kl. 13:36

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2007 kl. 20:18

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Mér fannst ræða Björns Inga svikahrapps á opnum fundi Framfaraflokksins líkjast ræðu trúarleiðtoga á vel mættri samkomu.  Sama hvað fólki finnst um þetta mál hefði Bingi og allar hinar endurnar í Sjálfhælnisflokknum átt að klára kjörtímabilið saman.   En Bingi sagði bingó og stakk af með sætustu stelpunni á ballinu, doktor Dagur.  Reyndar full kallaleg fyrir minn smekk en hún gerir sama gagn fyrir Binga. 

Ætli Villi viðutan kalli þetta ekki allt saman bara tæknileg mistök? 

Björn Heiðdal, 15.10.2007 kl. 20:41

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er nú ekki hægt annað en að bæta tengli inn á Deigluna.com þar sem ritstjórnargrein undir nafninu Sundraðir falla menn.  Þar er tekið undir sumt á gátlistanum.

Marinó G. Njálsson, 15.10.2007 kl. 21:20

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Nokkuð gott, nokkuð gott :D

Mikið held ég annars að Raggi Braga nuddi saman höndum núna. Príma áramótaskaupsmaterial...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.10.2007 kl. 22:13

12 identicon

Vest er að ef við leyfum sjálfstæðisflokknum að eyðileggja mannorð Björns Inga út af þeirra klúðri þá er íslenskum stjórnmálum ekki við bjargandi!

Vonandi kemst Björn Ingi út úr þessu en það er ekkert smá sem spunamenn og haldkrækjur sjálfstæðisflokksins ganga langt til að eyðileggja annars fínt mannorð Björns Inga.

Skilaboðin eiga að vera "þú abbast ekkert upp á okkur, við erum stæstir, bestir og einhver við þurfum að sóa milljörðum af féi skattborgara til að koma Gísla Marteini sem borgarstjóra og bláu hönd Davíðsmanna við völd, þá eigum við fullan rétt á því. "

Svo halda þeir áfram að LJÚGA að almenningi "við vorum ekkert að daðra við við meirihluta á Villa, við vorum ekkert ósammála, við vissum ekkert af þessum 20 ára bindi tíma, ofl og ofl BULL" 

Alex Björn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:24

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

24 stundir eru með áhugaverða samantekt um helstu hluthafa í þeim félögum sem eiga í GGE.  Þar kemur fram að Kristinn Björnsson, þ.e. eiginmaður Sólveigar Pétursdóttur fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á umtalsvert meiri hlut (ef nota má það orðalag) í GGE en Helgi Guðmundsson og Kristinn Hallgrímsson samanlagt.  Að þessi frétt skuli koma frá blaði sem gefið er út í Moggahöllinni sýnir að menn þar eru búnir að fá nóg af rógburði og dylgjum.

Marinó G. Njálsson, 16.10.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband