Leita í fréttum mbl.is

,,Hefðbundnar

Ómar Ragnarsson er með pistil á blogginu sínu, sem mig langar til að benda fólki á að lesa HVAÐ ERU "HEFÐBUNDNAR" LÆKNINGAR?.  Í pistlinum er Ómar að mótmæla því að nálastungur falli undir skottulækningar, enda aldagömul vísindi. 

Ég setti athugasemd inn á bloggið hans Ómars og langar mig að birta hana hérna fyrir neðan. 

Ég hef aldrei geta skilið hvernig mörg hundruð eða mörg þúsund ára lækningar geta kallast ,,óhefðbundnar" meðan innan við 100 ára þekking er ,,hefðbundin".  Fæst eldra en frá síðustu öld í vestrænum lækningu getur kallast til vísinda.

Ég á mína upplifun af nálastungum sem svínvirkuðu þegar ,,hefðbundnir" læknar voru búnir að segja að engin lækning væri til.  Þetta gengi kannski til baka á 6 mánuðum til 3 árum, ef það gengi þá til baka.  Ég fékk það sem heitir Bells Palsy, sem er lömun í andliti.  Hálft andlitið lamaðist alveg og varð ég að líma augað aftur svo það ofþornaði ekki.  Dómurinn á taugadeild Landspítalans var eins og áður segir.  Ég vildi ekki una því og fann við leit á Internetinu að nálastungur höfðu virkað.  Ég heimsótti Kínverjana á Skólavörðustígnum og í lok fyrstu heimsóknar hafði ég vald á augnlokinu.  Tíu dögum og 6 heimsóknum síðar var allt komið í samt horf.  Meðferðin var nálastungur og nudd!!!

Það getur vel verið að eitthvað í höfuðbeina- og spjaldhryggmeðferðinni sé framandi og fullyrðingar meðferðaraðilans stílfærðar, en þannig er það með allt sem reynst hefur vel.  Byggja vísindin ekki á því að sett er fram kenning sem síðar er reynt að sanna.  Hvað ætli það hafi dáið margir eftir líffæraflutning og samt köllum við það vísindi.  Afstæðiskenningin var sett fram á fyrri hluta síðustu aldar, en sönnun lét bíða eftir sér.  Það er fásinna að ætla að heimurinn sé bara það sem augað sér.  Það er líka fásinna að það eitt sé satt sem vísindi dagsins í dag geta sannað.  Ég held að hin frægu orð ,,hún snýst nú samt" ættu að vera vísindunum áminning um að skoðun meirihlutans er ekki alltaf rétt.

Ég skil ekki þessa flokkun milli þess sem kallað er hefðbundnar lækningar og óhefðbundnar lækningar.  Af hverju eru ,,hefðbundnar lækningar" hefðbundnar?  Og af hverju eru ,,óhefðbundnar lækningar" óhefðbundnar?  Er það vegna þess að aðrar eru kenndar í vestrænum kennslubókum í læknaskólum sem eru viðurkenndir af ,,hefðbundnum" læknum, en hinar eru ekki kenndar þar fyrst og fremst vegna þess að Bretar og kristnir menn ólu með sér fordóma gagnvart öllu sem var framandi og litu á það sem villutrú.

Það er staðreynd að vestrænar lækningaraðferðir henta mun betur í mjög mörgum tilfellum.  En það er líka staðreynd að þær skortir stundum svar (sbr. reynsla mín af Bells Palsy).  Ég las fyrir nokkrum árum viðtal við einn af Kínverjunum sem var á stofunni á Skólavörðustígnum (og er þar vonandi enn).  Hann reyndist vera útskrifaður úr læknadeild ríkisháskóla í Kína með ,,hefðbundnar" lækningar sem aðalfag.  Hann hafði líka lært ,,óhefðbundnar" lækningar, þ.e. nudd, nálastungur o.fl.  Að hans áliti, þá væru ,,hefðbundnar" vestrænar lækningaraðferðir árangursríkari í 60% tilfella og mjög oft eina leiðin, t.d. við brotin bein og tannskemmdir, en ,,óhefðbundnar" austurlenskar aðferðir hentuðu vel/betur í 40% tilfella.

Mér finnst það lýsa fordómum, þegar menn neita að trúa því, að árangur hafi náðst með aðferð sem þeir þekkja ekki.  Vísindi dagsins í dag geta ekki sannað allt og þannig mun það alltaf vera.  Þó svo að Galileo hafi ekki getað sannfært rannsóknarmenn kaþólsku kirkjunnar á sínum tíma um að hann hefði rétt fyrir sér, þá kom það ekki í veg fyrir að Jörðin snerist í kringum sólu.  Spurningin er hvort að hann hafi skort sannanir og sannfæringarkraft eða hvort hina hafi skort vilja (og getu) til skilja það sem Galileo var að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær pistill hjá þér Marínó. Það er svo gott að heyra frá fólki með víðsýni, skynsemi og opinn huga. Ég var farin að halda að það væri "tegund af fólki" sem væri að deyja út, miðað við hvernig umræðan snýst oft á tíðum. Ég einmitt bloggaði um "hefðbundnar og óhefðbundnar" lækningar á blogginu mínu í dag, ef þú vilt kíkja. 

"... og hún snýst nú samt!...."

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.10.2007 kl. 13:47

2 identicon

Sæll,

er mjög sammála þér og langar bar að benda þér á þessa síðu þar sem mér sýnist að þér gæti þótt hún áhugaverð.

www.peace-files.com

Víðir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Sæll, þessu ótengt. Ég las athugasemd frá þér varðandi barnaníð;

,,Hvað með manninn sem söng um fílahirðinn frá Súrím?  Hann lofsamar barnaníð í lagi sínu."

,,Þú hefur víst heyrt um Megas.  Settir það kannski ekki í samhengi.  Og nú er búið að gefa lagið út aftur með nýjum flytjanda.  Það getur vel verið að lagið sé fallegt, en texti þess lofsyngur barnaníð sem ást milli manns og barns."

Þetta var vonandi skrifað í hugsunarleysi hjá þér því ég á bágt með að trúa því að þú getir ekki skilið listamanninn frá listinni. Þó svo að lagið sé sungið í 1.persónu þá þýðir það ekki að persónan á bak við verkið sé að lofsyngja barnaníð. Eru þá allir þeir rithöfundar sem skrifa morðsögur að lofsyngja morð? Þú verður að átta þig á þessu bili milli listarinnar og listamannsins.

Annars er ég mjög hrifinn af pistlinum þínum um lækningar. Fullkomlega sammála þér þar.

Sigurður Eggertsson, 8.10.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband