Leita í fréttum mbl.is

Fjölgar umferðarlagabrotum við hert eftirlit?

Í Fréttablaðinu í dag var eftirfarandi frétt:

 

Umferðarlagabrotum fjölgar um fimmtung
Umferðarlagabrotum fjölgaði um tuttugu prósent í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra.

Umferðarlagabrotum fjölgaði um tuttugu prósent í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra. Fíkniefnabrotum fækkaði um 38 prósent, og hegningarlagabrotum fækkaði um átján prósent. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um afbrotatölfræði í ágústmánuði, sem kom út í gær.

Hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum, Hvalfjarðarsveit og á höfuðborgarsvæðinu eru sagðar ein helsta orsökin fyrir mikilli fjölgun hraðakstursbrota milli ára. Til að mynda tuttugufaldaðist fjöldi hraðakstursbrota hjá lögreglustjóranum á Snæfellsnesi vegna tveggja hraðamyndavéla við þjóðveg númer eitt. - sþs

 Það sem vakti athygli mína við þessa frétt var hvernig tekist hefur að snúa þessu með umferðarlagabrotin gjörsamlega á hvolf.  Það er greinilegt samkvæmt skilningi blaðamanns (og þess sem ritar textann í skýrslu Ríkislögreglustjóra) að besta leiðin til að losna við öll umferðarlagabrot er að taka allar hraðamyndavélar úr sambandi, því að tilkoma fleiri myndavéla hefur gert það að verkum að hraðakstursbrotum hefur fjölgað!!!  Bíddu við, hér er eitthvað stórlega vitlaust.  Við vitum ekkert hvort að brotunum hefur fjölgað eða fækkað.  Það eina sem er vitað, er að fleiri hafa mælst á of miklum hraða, þ.e. skráðum brotum hefur fjölgað.  Það hafa sem sagt fleiri verið staðnir að hraðakstursbrotum, eins og raunar segir í skýrslu RLS.

Mjög margir ökumenn brjóta umferðarlög á hverjum degi og komast upp með það.  Hert umferðareftirlit dregur oftast úr brotum, en verður aftur til þess að fleiri eru sektaðir.  Fjölgun sekta vegna þess að eftirlit hefur verið hert, segir ekkert um það hvort brotum hafi fjölgað eða fækkað.   Samkvæmt rökhyggju RLS (og blaðamanns), þá leiðir hert umferðareftirlit til fjölgun brota.  Með sömu rökum má komast það þeirri niðurstöðu að best er að hafa ekkert eftirlit, því þá eru engin brot.

Ég vil halda því fram, að umferðarlagabrotum hafi farið fækkandi síðustu mánuði eða frá því að frávik frá hraðamörkum voru lækkuð og hraðamyndavélum var fjölgað.  Hvoru tveggja hefur stuðlað að því að hraðinn í umferðinni hefur lækkað.  Áður þótti sjálfsagt að aka allt að 20 km/klst. hraðar en skráður hámarkshraði.  Nú fara menn helst ekki meira en 5 - 10 km/klst. hraðar og mun algengara er að bílstjórar haldi sig við eða undir hámarkshraða.  Þeir sem aka um Vesturlandsveg og vita af hraðamyndavélum í Hvalfjarðargöngum og undir Hafnarfjalli haga flestir akstri eftir því.  Bílstjórar vita að 70 km/klst. er hámarkið í Hvalfjarðargöngunum og flestir vita að þar eru hraðamyndavélar.  Af þeirri ástæðu aka langsamlega flestir á löglegum hraða þar (a.m.k. þar til þeir koma að myndavélunum).  Hert eftirlit og hraðamyndavélar stuðla því að fækkun brota, en verður á móti til þess að fleiri brot uppgötvast.  Kannski teljast umferðarlagabrot bara vera brot, ef þau uppgötvast!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Ekki í fyrsta skipti sem svona rökvillur rata í Fréttablaðið. Því miður.

Guðmundur D. Haraldsson, 19.9.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er frekar siðferðisvilla en rökvilla, möo spurning um viðhorf og hugmyndafræði

sem menn fá frá helstu viðhorfahönnuðum: stjórnmálamönnum, ruslpósti, skólakerfi

oþh. Ekki er um brot að ræða fyrr en upp kemst um það og/eða ekki er lengur hægt

að þegja það í hel.

Baldur Fjölnisson, 19.9.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

er þetta ekki svipað dæmi og með ofbeldið og óeirðirnar í miðbænum?

persónulega held ég að ofbeldi í miðbænum hafi ekki aukist af neinu ráði, jafnvel minnkað, þó eitthvað hafi það kannski aukist aftur við reykingabannið og e-r dæmi um að ofbeldi sé orðið harðara, þá eru "lætin" í miðbænum farin að berast meira í blöðin og á netið heldur en þau gerðu hér áður fyrr....

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband