20.7.2007 | 22:07
Disney lekur greiðslukortanúmerum
Ég fæ reglulega fréttabréf í tölvupóst frá samtöku sem heita Internet Security Alliance. Það er misjafnt hvað fréttirnar í fréttabréfinu eru merkilegar eða fjalla um alvarlega atburði. Allt er þetta unnið upp úr daglegu fréttabréfi Heimavarnaráðuneytisins (Department of Homeland Security). Í dag voru eftirfarandi fréttir, sem snúa að upplýsingaöryggi, helstar:
Vefsíða Texas fylkis lak viðkvæmum upplýsingum um Troy Aikman fyrir verandi leikstjórnanda Dallas Cowboys. Á vefsíðunni mátti finna kennitölu hans og heimilisfang, sem og sömu upplýsingar fyrir þúsundir annarra. Upplýsingarnar var að finna á skattagögnum, en samkvæmt lögum í Texas er skylt að afmá þessar upplýsingar áður en skjöl sem innihalda þær eru birtar á vefnum.
Bandarískar ríkisstofnanir eru nú í kapp við tímann að setja sér reglur um viðbrögð við gagnaleka og gagnaþjófnaði. Stofnanir hafa samkvæmt tilskipun frá Hvíta húsinu frest til 22. september til að ákveða hvernig best er að vernda persónuupplýsingar bandarískra þegna og hvernig skuli staðið að því að láta fólk vita falli upplýsingarnar í rangar hendur. Menn eru ekki vissir um það hvaða áhrif skriflegar reglur hafa, ef þeim er ekki alltaf fylgt og þær eru kannski í andstöðu við kúltúr stofnunarinnar, en Hvíta húsið mælir með aðferðum eins og dulritun, takmörkun á fjaraðgangi og að fylgst sé með öllum aðgangi (loggun).
Undirverktaki sem sá um meðhöndlun og úrvinnslu pantana fyrir Disney Movie Club seldi greiðslukortanúmer og aðrar korthafaupplýsingar um fjölmarga viðskiptavini til lögreglumanns sem vann á laun. Atvikið sem átti sér stað í maí á þessu ári, varð til þess að Disney þurfti að senda ótilgreindum fjölda viðskiptavina bréf þar sem þeir voru upplýstir um málið. Í bréfinu kom fram að viðkomandi undirverktaki reyndi að koma í verð upplýsingum um nafn, kortanúmer og gildistíma. Leyninúmer kortanna voru sögð hafa verið örugg.
Kafað í ruslið eftir rafrænum gögnum er sífellt að verða algengara á tímum USB minnislykla. Fólk virðist týna lyklunum sínum og ekki velta fyrir sér hvort þeir hafi lent í ruslinu. Oft innihalda lyklarnir viðkvæmar upplýsingar sem gætu nýst samkeppnisaðilum. Sama á við um þann mikla fjölda af tölvum sem hent er á haugana, en áætlað er að í Bandaríkjunum sé 50 milljónum einmenningstölva fargað á hverju ári. Nýjast nýtt er svo að iPod spilarar og annar handbúnaður er notað til að vista og flytja gagnaskrár. Þessi búnaður og minnislyklarnir geta jafnvel geymt mörg gígabæti af upplýsingum og hafa óánægðir starfsmenn verið staðnir af því að hlaða mikilvægum gögnum á þá og hafa með sér út úr fyrirtækjum.
Verktaki hefur verið sakaður um að hafa tekið með sér trúnaðarupplýsingar úr kjarnorkuveri í Tennessee. Löggæsluyfirvöld höfðu fylgst með manninum í sex mánuði áður en hann var handtekinn.
Meginflokkur: Persónuvernd | Aukaflokkur: Upplýsingaöryggi | Breytt 14.12.2007 kl. 14:03 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- IT Governance Ltd. Einn staður fyrir allt vegna stjórnunar upplýsingatækni
- ISO 27001
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
- Fjármálaeftirlit
- Póst- og fjarskiptastofnun
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.