28.5.2007 | 13:28
Dæmisaga 2: Eldur og vatn
Þetta er önnur af fimm austurlenskum dæmissögum sem lýsa því sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Líkt og hin fyrsta er sagan upprunin frá klaustri í Kyund Nam héraði í í Kóreu og birtist í Harvard Business Review í júlí-ágúst tölublaði 1992.
Eldur og vatn - Fire and Water
Á fjórðu öld eftir Krist var, falið innan Lu ríkisins, hérað sem Chuang hertogi réð yfir. Þrátt fyrir að vera ekki stórt hafði héraðinu vegnað vel og vegur þess vaxið undir stjórn forvera Chuang. En eftir að Chuang tók yfir sem hertogi, var hægt að sjá marktæka hnignun. Hið breytta ástand fékk á Chuang, þannig að hann ákvað að fara til Hanfjalls til að sækja visku til hins mikla meistara, Mu-sun.
Þegar hertoginn kom að fjallinu, fann hann meistarann sitja fullan friðsemd á litlum steini þar sem hann horfði yfir aðliggjandi dal. Eftir að hertoginn hafði skýrt stöðu sína fyrir Mu-sun, beið hann í ofvæni eftir því að meistarinn mikli tæki til máls. Þvert á það sem Chuang átti von á, sagði meistarinn ekki orð. Í staðinn, þá brosti hann mildilega og benti hertoganum á að fylgja sér.
Hljóðir gengu þeir uns þeir komu að Tan Fu á, sem var svo stór að ekki sá fyrir endann á henni, bæði var hún löng og breið. Eftir að hafa hugleitt á ánna um stund, hóf Mu-sun að safna viði í eld. Þegar eldurinn logaði glatt, bað meistarinn Chuang að setjast hjá sér. Þeir sátu í drjúga stund meðan eldurinn brann af krafti í næturhúminu.
Um sólarupprás, þegar logar eldsins höfðu liðið út af, benti Mu-sun að ánni. Og í fyrsta sinn frá því að hertoginn kom, tók hinn mikli meistari til máls, ,,Skilur þú nú af hverju þér tekst ekki að ná sama árangri og forverar þínir - að viðhalda mikilfeng héraðsins þíns?"
Chuang virtist ruglaður í ríminu; hann var engu nær að skilja það. Skömm færðist smátt og smátt yfir hertogann. ,,Mikli meistari," sagði hann, ,,fyrirgefðu mér fáfræðina, en mér er ómögulegt að skilja hina miklu visku sem þú miðlar." Mu-sun talaði þá í annað sinn. ,,Veltu fyrir þér, Chuang, eðli eldsins sem logaði glatt fyrir augum okkar í nótt. Hann var kraftmikill og öflugur. Logar hans teygðu sig til himins meðan þeir dönsuðu og öskruðu í hrokafullu stærilæti. Ekkert tré eða villidýr hefði verði nógu öflugt til að standast krafta eldsins. Hann hefði auðveldlega lagt allt að velli á leið sinni.
Á móti, Chuang, líttur á ána. Hún byrjar sem lítill lækur í fjarlægum fjöllum. Stundum rennur hún rólega, stundum með ofsa, en hún rennur alltaf niður á við, með stefnuna setta á láglendið. Hún fyllir viljandi hverja glufu í jörðinni og viljandi faðmar hún hverja sprungu í landinu, því auðmýkt er í eðli hennar. Þegar við hlustum eftir vatninu, heyrum við varla í því. Þegar við snertum það, finnum við varla fyrir því, svo milt er eðli þess.
En að lokum, hvað var eftir af hinum kraftmikla eldi? Aðeins handfylli af ösku. Því hinn öflugi eldur, Chuang, sem ekki bara eyðileggur allt sem verður vegi hans heldur verður einnig sjálfum sér að fjörtjóni. Þannig fer ekki með hina rólegu og hljóðu á. Því eins og hún var, þannig er hún og þannig verður hún um eilífð: rennur ævinlega, dýpkar, breikkar, verður sífellt voldugri á ferð sinni niður til hins botnlausa sjávar, fóstrandi lífi og veitir viðurværi til alls."
Eftir andartaks þögn, sneri Mu-sun sér að hertoganum. ,,Líkt og með náttúruna, Chuang, er með leiðtoga. Það er ekki eldurinn heldur vatnið sem sveipar allt og er uppspretta lífs, þannig að það eru ekki hinir kröftugu og valdmannslegu leiðtogar heldur hinir sem sýna auðmýkt og sækja innri styrk djúpt inn á við sem fanga hjörtu fólksins og eru uppspretta velmegunar fyrir þjóð sína. Íhugaðu, Chuang," hélt meistarinn áfram, ,,hvers konar leiðtogi ert þú. Kannski liggur svarið sem þú leitar að í því."
Eins og leiftrandi ljós, laust sannleikanum niður í hjarta hertogans. Stoltið vék fyrir smán og óvissu í upplýstum augum hans. Chuang sá nú ekkert nema sólina rísa yfir vatnsfletinum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi er erfiðari fyrir Íslending en lærdómsrík líka.
María Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.